Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 18
Á
hverjum mánudagsmorgni und-
anfarin ár hafa níu vélstjórar mætt
um borð í Óðin þar sem þeir hafa
unnið hörðum höndum við að koma
vélum skipsins í lag. Kannski ekki alltaf
allir í einu, yfirleitt þó aldrei færri en
sex, en hópurinn hefur verið samstilltur
og markmiðið eitt, að gera Óðinn sigl-
ingahæfan. Í þessum hópi er Ingólfur
Kristmundsson. Við tókum hann tali.
- Segðu mér ögn af sjálfum þér, Ingólfur,
hver er menntun þín og hvaða taugar berðu
til varðskipsins Óðins?
Ég fæddur og uppalinn í Flóanum –
áður Gaulverjabæjarhreppi – fluttist síðan
á Selfoss en frá 1966 hef ég búið nánast
óslitið í Reykjavík.
Byrjaði vélstjórnarnám 1962 í því sem
þá hét Mótornámskeið Fiskifélags Íslands
og var upphaflega sett í gang vegna
skorts á menntuðum vélstjórum í sí-
stækkandi fiskiskipaflota. Var síðan
næstu fjögur ár vélstjóri á bátum í Vest-
mannaeyjum, Ísafirði og Þorlákshöfn.
Hóf síðan nám í Vélskóla Íslands árið
1966 og útskrifaðist þaðan þremur árum
síðar.
Þetta var fyrsta árið sem vélstjórar
með reynslu fengu inngöngu í Vélskólann
án þess að hafa sveinspróf en möguleiki
gefin á að gangast undir það eftir á til að
fá yfirvélstjóra réttindi
Réðst eftir skólann til Hnífsdals á vél-
bátinn Guðrúnu Guðleifsdóttir, þá í eigu
Miðfells hf í Hnífsdal undir stjórn hins
landsfræga Jóakims Pálssonar. Bjó á Ísa-
firði í tvö ár á Mjallargötu 6. Í júní 1971
fluttist ég svo til Reykjavíkur og hóf störf
hjá Landhelgisgæslunni, fyrst á vs Ægi
12. júlí 1971 og síðan á flestum skipum
Gæslunnar, þar á meðal Óðni, fyrst 5.
janúar 1973, aðeins átján dögum fyrir
eldgosið í Vestmannaeyjum.
Óðinn var eitt fyrsta skipið á vettvang
utan Vestmannaeyjabátanna. Við komum
fyrir Eyðið um klukkan 12:30, einhverj-
um tíu tímum eftir að gos hófst. Þá var
nánast samfelld eldsprunga frá Helgafelli
og niður undir hafnargarð. Þetta sama ár,
eða 29. ágúst, var ég afskráður af Óðni.
Samtals var ég skráður vélstjóri á vs Óðni
í 560 daga. Tveimur árum síðar, eða
1975, tók ég sveinspróf í vélvirkjun frá
Landssmiðjunni.
Árið 1979 réðst ég til Jökla sem yfir-
vélstjóri á Hofsjökli sem þá var stærsta og
gangmesta skip á Íslandi og eru þá varð-
skipin ekki undantalin. Hofsjökull var þá
í Ameríkusiglingum með fisk fyrir Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna, SH, og fleiri
aðila. Það var mikið og erfitt verkefni að
halda við og lagfæra vélbúnað Hofsjökuls
og nokkuð ólíkt vélstjórn varðskipanna.
En ég átti því láni að fagna að hafa dug-
lega og ósérhlífna vélstjóra og smyrjara
með mér og með sameiginlegu átaki og
mikilli vinnu tókst okkur að bæta eitt og
annað og sigla skipinu vandræðalaust
þann tíma sem ég var um borð.
Þessi starfsferill gaf mér mikla og góða
reynslu sem kom sér vel í starfi sem sölu-
maður í skipatengdum vörum hjá Olís
síðustu ár starfsferilsins.
- Hvernig kom það til að þú fórst að
vinna við Óðin og hvenær gerðist það?
Ég varð snemma félagi í Hollvina-
samtökum Óðins, þó án mikilla af-
skipta í fyrstu. Svo var það síðla árs
2014 að við Halldór Olesen tókum að að-
stoða Birgir Vigfússon, sem er starfsmað-
ur Sjóminjasafnsins, við smávægileg
„Handtökin orðin óteljandi“
Talið frá vinstri: Halldór Olesen, meistari í rennismíði. Brautskráður frá Vélskóla Íslands (VÍ) 1969. Vélstjóri hjá Hval hf til margra ára síðar á Skólaskipinu Sæ-
björgu og einnig kennari í járnsmíðum við sinn gamla skóla í um tvo áratugi. Brynjar Pétursson, brautskráður frá VÍ 2016. Vélstjóri hjá Björgun, nú síðast á Dísu í
Landeyjarhöfn. Búi Steinn Jóhannsson vélvirki. Brautskráður 1969 frá VÍ. Vélstjóri á bátum og togurum en lengst af starfsferils vélstjóri í virkjunum Landsvirkjunar.
Bjarni Sigfússon, vélvirki VÍ 2016. Vélstjóri á skipum Ísfélagsins og Hugins í Ve. Birgir Óskarsson, vélvirki og rafvirki VÍ 1978. Vélstjóri á togurum en lengst af hjá
Eimskip og fjögur ár sem rafvirki í landi. Ingólfur Kristmundsson, vélvirki VÍ 1969. Vélstjóri á fiskiskipum til 1971 þá til Landhelgisgæslunnar sem 3. vélstjóri á vs
Ægi. Starfaði sem vélstjóri á flestum skipum Gæslunnar til 1979, þá ráðinn yfirvélstjóri á Hofsjökul. Starfaði síðustu 24 ár starfsferilsins sem sölu og innkaupastjóri
hjá Olíuverzlun Íslands hf. Á myndina vantar einn félaga, Gunnlaug Geir Guðbjörnsson, VÍ 1972. Vélstjóri á fiskiskipum en einnig starfsmaður FAO til margra ára í
Indónesíu, Malasíu og víðar. Síðan myndin var tekin hafa bæst tveir vélstjórar í hópinn. Annar er Valur Kristjánsson, VI 1976. Vélstjóri á fiskiskipum og einnig við
Laxárvirkjun og Kárahnjúka. Hinn er Leifur Ólafsson, VÍ 1975. Vélstjóri á fiskiskipum en mestan hluta starfsferils í Caterpillar-viðgerðum, fyrst hjá Heklu og síðan
Kletti hf. Svo ekki fari á milli mála þá eru allir ofantaldir vélfræðingar að mennt.
ÓÐ
6
ÁRA
18 – Sjómannablaðið Víkingur