Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 19
viðhaldsverk, mest tengd hitakerfi skips- ins. Framan af mættum við af og til um borð, aðallega ef Birgir þurfti á aðstoð að halda. Smám saman gerðum við okkur ljóst að best væri að fastsetja einhvern vikudag einu sinni í viku til að sinna ýmsum viðhaldsverkefnum undir stjórn og í samstarfi við Birgir. Síðan hefur sí- stækkandi hópur vélstjóra komið saman hvern mánudagsmorgun til vinnu og spjalls. - Var skipið siglingahæft á þessum tíma? Nei og við hugsuðum í fyrstu ekkert um að gangsetja vélar, hvorki ljósavélar né aðalvél. Enda var vélbúnaður skipsins alls ekki tilbúinn til neinnar gangsetn- ingar. Vegna þess meðal annars var búið að loka öllum sjóinntökum fyrir botn- loka. Það var gert þegar skipið fór í slipp 2013 þar sem menn töldu þá að vélar yrðu aldrei gangsettar aftur og væri því best að loka öllum sjóinntökum. - Hvernig var ástandið í vélarúminu? Rétt er að minna á að skipið hafði komið úr Englandssiglingu árið 2006 og var þá allt í góðu lagi samkvæmt upplýs- ingum frá þáverandi skipsmönnum. Fljótlega kom þó í ljós töluverð tæring í sjókælirörum aðalvéla sem stafaði af því að rör höfðu ekki verið tæmd og voru mörg þeirra hálffull af sjó þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir botnloka. Þetta voru engin smárör heldur 4ra tommu rör sem lágu í bugtum og beygj- um uppi undir lofti í vélarúminu, flest að og frá Alfa-Laval varmaskiptum. Þessi leku rör varð að taka niður og ýmist lag- færa eða smíða ný. Samsetning röranna og efnisval hafði einnig mikil áhrif á tæringuna þar sem þau voru mörg að hluta úr kopar og að hluta úr stáli sem er slæm blanda fyrir sjórör og mjög tæringarmyndandi. Ég segi það satt að ég hef ekki á reið- um höndum tölu á öllum þeim rörum sem búið er að þétta eða skipta um en þau eru mörg, auk að minnsta kosti eins síðuloka sem var frostsprunginn. - Í eyrum leikmannsins hljómar þetta eins og vélar Óðins hafi verið býsna hrör- legar orðnar? Já, en smám saman kom í ljós að ástand vélbúnaðar var ekki eins slæmt og haldið hafði verið fram. Við gerðum okkur snemma góðar vonir um að hægt væri að koma vélunum í gangfært ástand og þyrfti ekki nema smá lagfæringar til. Þar skipti verulegu máli að opna botn- loka á ný og koma sjókælikerfinu í not- hæft ástand til að mögulegt væri að keyra ljósavélar undir álagi. Einn áfangi í þeirri vinnu var að ræsa Caterpillar ljósavélarnar, allar þrjár, en einhverjar þeirra höfðu þá ekki verið gangsettar í tólf ár. Þetta var gert í janúar 2018 og kom þá í ljós að þær voru allar í ágætu ástandi. - Var þá Óðinn orðinn siglingahæfur á ný? Nei, vinnunni var nú ekki lokið. En markmiðin voru skýr. Stjórn Hollvina- samtakanna lagði þá línu 2018 að Óðinn skyldi kominn í siglingarhæft ástand á 60 ára afmælinu. Skipið var tekið í slipp í október 2018, botnhreinsað, allir botn- lokar voru yfirfarnir og dyttað var að einu og öðru. Þegar síðan hægt var að dæla kælisjó komu í ljós enn fleiri göt á rörum sem nauðsynlegt var að gera við og tókst sem betur fer. Eitt af viðhaldsverkum í slippnum fólst í að tæma smurolíu hringrásartanka sem sennilega hafa ekki verið tæmdir til hreinsunar í 60 ár. Þá vantaði allmörg tonn af smurolíu og var leitað til ýmissa fyrirtækja til að afla nýrrar smurolíu á að- alvélar. Mættum við miklum velvilja og á nokkrum vikum tókst okkur að afla tólf tonna af nýrri smurolíu frá Olís, Kemi, Brim og Gæslunni. Auk þess hefur Olís gefið Hollvinasamtökunum eldnsneyti til að keyra ljósavélar. - Og hvernig er þá staðan? Í stuttu máli er hún þannig að við telj- um aðalvélarnar tilbúnar til gangsetn- ingar en ekki er gerlegt að setja þær í gang við bryggjun hérna vegna þess að skrúfuöxullinn er beintengdur og ekki hægt að kúpla vélinni frá. Skipið fer því á ferð um leið og vélar fara í gang og myndi væntanlega draga bryggjuna með sér á fjögurra sjómílna ferð sem gengur víst ekki. Þess vegna hefur verið ákveðið að fá dráttarbát til að draga skipið út á ytri höfn með vorinu til að hægt sé að gangsetja aðalvélarnar á fríum sjó. Næstu verkefni hjá okkur eru hins vegar að lag- færa akkerisspilið, dráttarspilið og báta- kranann. - Hvað heldurðu að hafi verið tíma- frekast í þessari vinnu ykkar við Óðin? Nú tel ég sjókælikerfið í allgóðu lagi en ef eitthvað eitt atriði hefur tekið meiri tíma en annað þá er það líklega vinnan við sjókælirör sem var ansi drjúg. Annars er ógerningur að telja hvert handtak síð- an 2014. Þau eru orðin mörg eins og gef- ur að skilja. Mér telst til að vinnustundir séu að minnsta kosti 2000 sem myndi trúlega leggja sig á 24 milljónir í vinnu- laun ef allt væri á útseldri vinnu. Við tök- um hins vegar ekkert annað en ánægjuna fyrir starf okkar við Óðin og erum sáttir. - Þú nefndir Ingólfur að vélstjórahópur- inn sem sinnir Óðni hafi farið stækkandi. Já, það er rétt. Við Halldór vorum mest tveir við vinnu fram til 2017 en þá fjölgaði okkur um einn þegar Búi Steinn, skólabróðir okkar, en hann hafði verið á Óðni á milli bekkja, tók að leggja okkur lið. Um svipað leyti kom einnig í hópinn, Gunnlaugur Geir, sem hafði líka þjónað um borð í Óðni á sínum yngri árum. Snemma árs 2018 bættust tveir yngri menn í hópinn, Bjarni og Brynjar. Og enn síðar komu þeir Valur og Leifur til liðs við okkur þannig að hópurinn telur nú samtals níu vélstjóra ef allir kæmu í einu. Í vélarúmi Óðins. Birgir Óskarsson og Halldór Ole- sen skipta um legur í rafmótor kælivatnsdælu. Bjarni Sigfússon og Gunnlaugur Geir Guðbjörns- son fylgjast með. Ingólfur um borð í Hofsjökli. Ekki alltaf sparifata- vinna. Búi Steinn að störfum í Óðni. Sjómannablaðið Víkingur – 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.