Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 21
Ranger Brisis, annað tveggja hjálparskipa
sem Bretar voru með á miðunum, lagt að
Óðinsmönnum að vera nú rólegir, það
væri ekki vert að gera stöðuna verri.
Óðinsmenn lýstu svari sínu í skeyti til
stjórnstöðvar: – Við svöruðum honum að
togari hefði reynt að sökkva skipi okkar
og drepa áhöfnina – stopp – ef þeir vilja
rólegheit þá gæti hann sagt togaranum að
halda sig fyrir utan 50 sjómílur. Í því lá
lausnin og var næsta einföld í augum
Óðinsmanna.
„Lygasögur úr þorskastríðinu“
Í skjölum og í frásögnum þeirra sem
stóðu í ströngu liggur sannarlega merk
saga fólgin. Mér er minnisstætt hversu
gaman var að koma hingað í Óðinn með
nemendur. Óli Valur tók á móti okkur,
klæddur uniformi sem innlendum jafnt
og erlendum nemendum þótti mikið til
koma. Ein slík heimsókn festist mér sér-
staklega í minni. Ég var þá hingað kom-
inn með erlendum nemendum mínum.
Óli Valur var að segja frá en í miðju kafi
byrjar síminn hans að hringja. Hann tek-
ur símann ofurhægt úr vasa sínum og
svarar með sömu hægu röddinni og hann
hafði talað við okkur: – Ég hringi í þig á
eftir. Ég er að segja útlenskum krökkum
lygasögur úr þorskastríðinu.
„Varðskip reyna enn
ásiglingar“
Síðustu átökin á miðunum voru hin
hatrömmustu og við megum þakka fyrir
að ekki fór verr í hörðum ásiglingum er
urðu veturinn 1975 til ´76 en þá höfðum
við fært út í 200 sjómílur. Þó má finna
atvik frá þessum tíma sem við getum
kímt yfir.
Þann 1. apríl 1976 lét Óðinn stjórn-
stöð vita að F-71 hefði gert margar til-
raunir til ásiglinga og þegar skipin voru
hvað næst hvort öðru hefðu freygátu-
menn gert sér til dundurs að kasta eggj-
um á Óðinn.
Ekki sama léttúðin, skulum við segja,
hinn 30. apríl 1976 þegar togarinn Arctic
Corsair sigldi á Óðinn en til eru magnað-
ar ljósmyndir frá ásiglingunni. Pálmi
Hlöðversson sagði um þennan atburð: –
Gert við til bráðabirgða og svo vel að
togararnir spurðu: Á hvora síðu Ægis
keyrði Arctic Corsair en herskipið var
búið að tilkynna að Óðinn væri „out“?
Leyfið mér í blálokin að rifja upp
kvöldið ægilega, 6. maí 1976, þegar lá
við að skip sykki. Þá er mér Týr efst í
huga en Óðinn var sannarlega líka í
atinu. Freigátan Gurkha gerði Óðins-
mönnum lífið leitt. Blessunarlega varð
enginn mannskaði og sem betur fer sá
mun meira á freigátunni en Óðni.
En þetta var ekkert annað en stríðs-
ástand, fannst mönnum um borð í
Gurkha, sem sendu skeyti til London: –
Óska leyfis fyrir allar freigátur til að mega
nota fallbyssur og sprengjur í sjálfsvörn.
Mermaid og Falmouth mikið skemmd.
Varðskip reyna enn ásiglingar.
Sagan er nefnilega þannig að hún get-
ur verið ólík eftir því af hvaða stjórnpalli
hún er sögð. Þetta getur valdið vanda síð-
ar en um það ætla ég ekki að orðlengja.
Hitt má alveg örugglega fullyrða að
þorskastríðinu lauk með fullum sigri
okkar manna. Samið var um tímabundin
fiskveiðiréttindi Breta við Ísland en 1.
desember 1976 hurfu breskir togarar fyrir
fullt og allt af Íslandsmiðum. Stjórnstöð
sendi þá skeyti til allra varðskipanna sem
ég ætla að nota hér sjálfur sem niðurlags-
orð: – Um leið og þessu 560 ára tímabili
virðist nú lokið þá þökkum við ykkur
öllum ánægjulega samvinnu á tímabilinu
og segjum góða nótt.
Þakkir
Við segjum þó ekki góða nótt hér, ekki
alveg strax, en þökkum svo sannarlega
farsælan feril Óðins í þágu lands og þjóð-
ar í áranna rás. Þökkum þeim sem voru
um borð í Óðni í blíðu og stríðu og
þökkum þeim sem sýna skipinu hina
miklu virðingu að halda því við og
tryggja þannig þjóðinni Óðinn sem lif-
andi minnisvarða um þessa merku sögu.
Kæru vinir, afsakið að ég festist í
sögunni. Njótum saman þessarar stundar.
Ég legg til að við sem hér erum klöppum
Óðinsmönnum lof í lófa og þökkum
þeim þeirra drjúgu störf í þágu lands og
þjóðar um leið og ég þakka fyrir mig.
(Fyrirsagnir eru Víkingsins)
Óðinn siglir laskaður til lands. Mynd: Jón Páll Ásgeirsson
Gurkha í apríl 1976. Yfirmenn um borð báðu stjórnvöld í London leyfis til að nota í sjálfsvörn fallbyssur og
sprengjur á íslensku varðskipin. Mynd: Landhelgisgæslan
ÓÐINN
60
Á
Sjómannablaðið Víkingur – 21