Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
hendi. Fóru þeir fyrst fram í hásetaklef-
ann, til þess að klæða sig úr trollstökkun-
um, því að sjálfsagt var, vegna ofviðrisins,
að vera svo léttklæddur sem unnt var,
eftir að komið væri út á þilfarið og stakk-
arnir myndu hvort sem var verða gagns-
litlir sem hlífðarflíkur, þegar þangað
kæmi. Þeir höfðu lokið þessum undir-
búningi og stóðu í vari undir hvalbakn-
um biðu eftir því að færi gæfist til þess
að komast út á þilfarið. Þá reið ólag yfir
skipið og sjórinn flæddi eins og straum-
röst yfir þilfarið og inn undir hvalbakinn.
Datt víst fáum í hug, að þeir, sem þar
voru, kæmust lifandi úr þeirri eldraun.
Þessi forleikur spáði ekki góðu um það,
sem við mátti búast síðar, þegar komið
væri út á þilfarið og ekkert yrði framar til
að skýla þar við starf sitt hinum ótrauðu
sjálfboðaliðum. Ráðgert hafði verið í
fyrstu að hafa bönd á þeim í öryggis-
skyni, en því neituðu þeir ákveðið, töldu
vonlaust að sleppa ómeiddir, ef að sjór
kæmi á skipið undir slíkum kringum-
stæðum. Þá kusu þeir heldur ef ekki yrði
hægt að ná handfestu að verða hafinu að
bráð, en að berjast um í böndum, eins og
rekald í brimi, á snarbröttu og hálu þil-
farinu.
Þegar færi gafst, sættu þeir lagi, kom-
ust slysalaust á ákvörðunarstaðinn og
luku rólegir við starf sitt, þó að vinnu-
skilyrði væru erfið. Og að verkinu loknu,
þegar hættunni hafði verið afstýrt, hurfu
þeir aftur í raðir félaga sinna eins og ekk-
ert hefði í skorist til þess að vinna með
þeim að austri skipsins og öðrum nauð-
synlegum björgunarráðstöfunum.
Loftvogin stóð þráðbeint upp
Næstur fær orðið Jónas Jónasson skip-
stjóri (1878-1965) á breska togaranum
Ceresio (en það skip endaði ævina í Karí-
bahafi árið 1983 þá sem flutningaskip).
– Fimmtudaginn 5. febrúar árið 1925
kl. 10 síðdegis lagði togarinn af stað frá
Hafnarfirði í veiðiför til vesturlandsins.
Skyldi fiska í salt, því að á þeim tíma
voru flest skip á saltfiskveiðum hér við
land. Um hádegi daginn eftir var komið á
móts við Patreksfjörð og þar trollinu
kastað. Veður var gott, blíðalogn og
sléttur sjór. Flestir íslensku togararnir
voru að veiðum þarna, ásamt nokkrum
skipum enskum. Fiskur var fremur
tregur.
Klukkan um 16 síðdegis kom skeyti
frá Leifi heppna, sem var að fiska úti á
Hala. Þar var þá dágott fiskirí. Fóru því
flest af íslensku skipunum út á Hala um
kvöldið og fiskuðu þar um nóttina, því
að þar var aðalfiskislóðin á þeim tíma.
Um kvöldið fór að draga upp þykkni í
norðaustri og voru skýin græn að lit með
dimmbláum eyðum á milli. Hef ég aldrei
séð loftslag eins og þá. Klukkan 03 um
morguninn gerði ofsarok af norðri, en
það stóð aðeins í hálfa klukkustund.
Klukkan 08 árdegis fór að hvessa af ANA
og um hádegi var komið stórviðri og
haugasjór. Var þá hætt að fiska, veiðar-
færi bundin upp og gengið frá öllu á þil-
farinu, sem best mátti verða. Síðan var
lagt af stað til lands með fullri ferð.
Þegar búið var að stíma um 12 mílur,
var veðrið orðið svo vont, að ekki þótti
gerlegt að halda áfram lengur, enda var
þá kominn svarta bylur, svo að ekki sást
út úr augunum og því vonlaust að ná
landi. Var því haldið upp í vindinn með
hægri ferð. Veðrið fór síversnandi og
sjórinn óx að sama skapi. Varð að stíma
með allt að hálfri ferð til þess að halda í
horfinu og stundum fullri ferð, þegar
undan sló. Lifrartunnurnar, sem tómar
voru, tók allar fyrir borð, og þær sem
fullar voru varð að brjóta, svo að ekki
hlytist tjón af, er þær ultu um þilfarið,
því að sjógangur var svo mikill, að ekki
var viðlit að koma á þær böndum.
Klukkan um 7 síðdegis var veðurhæð-
in orðin svo mikil, að ekki var lengur
ferðafært milli lúkars og káetu, og voru
því framhluti skipsins og afturhluti þess
einangraðir hvor frá öðrum. Þegar farið
var á milli stýrishúss og káetu, sem ekki
var gert nema brýn nauðsyn krefði, var
aðeins einn maður látinn fara í hvert sinn
og litið eftir honum úr stýrishúsinu, til
þess að sjá hvernig honum reiddi af. Var
kaðall hafður eftir maskínukassanum, til
þess að halda sér í, því að ekki var stætt
vegna veðurs, og varð því maðurinn að
skríða mest af leiðinni Loftvogin stóð
þráðbeint upp og niður og gekk eins og
pendúll í klukku. Hef ég aldrei séð hana
svo langt niðri, enda var þetta hið harð-
asta veður, sem ég hef komið út í, og
önnur veður, sem ég hef fengið, fyrr og
síðar, eru smámunir í samanburði við
það.
Klukkan um 20 kom brotsjór á skipið
og tók baujurnar úr báðum vöntunum,
þannig að sjórinn tók belgina, en skildi
sköftin eftir. Um miðnætti brotnuðu báð-
ar loftskeytastengurnar. Einnig biluðu
raflagnir svo að lýsa varð á kompásinn
með kerti. Var erfitt að halda logandi á
því og var þá reynt að nota gasljós, en
það bilaði, svo að aftur varð að taka
kertin í notkun.
Sami veðurofsinn hélst alla nóttina.
Um morguninn, þegar bjart var orðið,
komust menn þó úr lúkarnum, en þá
hafði verið sambandslaust við hann í 18
klukkustundir samfleytt og sama vaktin
því staðið allan tímann. Seinni hluta
dagsins fór heldur að draga úr veðrinu,
en ekkert sló á sjóinn, fyrr en komið
var undir miðnætti. Þá var farið að leita
lands, því að margt þurfti að lagfæra og
komum við loks til Dýrafjarðar, eftir
erfiða ferð, útbjuggum þar loftnet fyrir
okkur og náðum sambandi við Reykja-
vík. Var það eina sambandsleiðin, sem
Reykjavík hafði við Vesturland, því að
allar símalínur höfðu slitnað í veðrinu.
Milli fjarðanna innbyrðis var þó samband
ennþá.
Eitt af skeytunum, sem við fengum,
var frá eigendum skipsins og var okkur
sagt þar að fara til Patreksfjarðar til að-
stoðar öðru skipi frá sama útgerðarfélagi,
togaranum Earl Haig, sem orðið hafði
fyrir áfalli í ofviðrinu daginn áður (sjá
frásögn Nikulásar Jónssonar skipstjóra á
því skipi). Var skipinu fylgt til Hafnar-
fjarðar og komið þangað daginn eftir,
fimmtudaginn 12. febrúar.
Rak stjórnlaust
Næstur til frásagnar er Nikulás Jónsson
skipstjóri (1895-1971) á b.v. Earl Haig.
Nikulás var kvæntur Gróu Pétursdóttir,
hinni öflugu talskonu fyrir slysavörnum.
– Laugardagurinn 7. febrúar, togað um
nóttina til kl. 06:00 um morguninn, 35
sjómílur norður af Kóp. Síðan stímað út
Í Halaveðrinu þar sem sextán
togarar með á sjötta hundrað
manns innanborðs voru í
mikilli hættu áttu tveir togar-
ar ekki afturkvæmt. Í áhöfn-
um skipanna tveggja voru
samtals 63 Íslendingar og sex
Englendingar. Að auki fórst
vélbáturinn Sólveig og með
henni fimm manns. Það voru
því 68 íslenskir sjómenn sem
misstu lífið í þessu óveðri auk
Englendinganna sex.
Morgunblaðið 12. febrúar 1925.