Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
móttökur, sem ég og skipshöfn mín fékk
að þessu sinni hjá Ólafi Jóhannssyni
konsúl og fjölskyldu hans á Patreksfirði.
Þær móttökur komu sér vel, því að flestir
vorum við illa haldnir eftir hina erfiðu
útivist.
Sjórinn kastaði skipinu
á hliðina
Næstur til frásagnar er Jón Högnason
(1891-1989), skipstjóri á Gulltoppi.
Jón var faðir þeirra Högna skipstjóra hjá
Skipaútgerð Ríkisins og Gríms stýrimanns
á b/v Ingólfi Arnarsyni og tengdafaðir
hins happasæla skipstjóra þar, Sigurjóns
Stefánssonar.
– Á laugard. 7. febr. 1925 var verið á
Halamiðum. Hægviðri og nokkur snjó-
koma. Með birtu skellur á hvassviðri frá
ANA.
Kl. 14:00 hætt að toga, var þá komið
hvassviðri og mikill sjór. Skipinu andæft
upp í sjó og vind með hægri ferð. Klukk-
an 22:00 kom brotsjór á skipið bak-
borðsmegin, sem skemmdi bæði öldu-
stokk og brúarvæng, síðuljósker og hlíf,
enn fremur brotnuðu rúður í stýrishúsi
og ýmislegt fleira skemmdist. Eftir þetta
varð að hafa ýmist fulla eða hálfa ferð til
þess að halda skipinu upp í.
Sunnudaginn 8. febrúar 1925 var
komið fárviðri frá ANA með mikilli snjó-
komu og frosti. Skipinu haldið upp í
veðrið með ýmist hálfri eða fullri ferð.
Rétt eftir miðnætti kom brotsjór á stjórn-
borðssíðu og kastaði skipinu á hliðina;
mestallt saltið í lestinni kastaðist yfir í
bakborðssíðu og mikið af kolum kastað-
ist til, annar björgunarbáturinn brotnaði
og allar lifrartunnurnar fóru fyrir borð
og miklar skemmdir urðu aðrar. Var þá
nokkuð af skipshöfninni sent niður í lest
og kolabox, til að moka til salti og kolum
og reyna með því að rétta skipið við. Eftir
á að giska 30 mínútur var skipið komið á
réttan kjöl aftur.
Þegar birti um morguninn sást að loft-
skeytastöngin á frammastri var brotin og
loftnetið slitið niður. Allar rafleiðslur
voru eyðilagðar og skipið því ljóslaust of-
andekks, báðir áttavitarnir duttu niður og
eyðilögðust.
Mánudagur 9. febrúar. Vindur og sjór
úr sömu átt en farið að lygna. Um kl.
2300 var farið að stíma; dýpi er þá 90
faðmar; stefna sett SV. Þegar birti sást
Látrabjarg á bakborða, og kom þá í ljós
að skipið hafði farið 25 sjómílur aftur á
bak í ofviðrinu. Klukkan 1400 þvert af
Malarrifi. Var þá komið upp loftneti og
náð sambandi við Reykjavík.
Var Gulltoppur, að sögn loftskeyta-
stöðvarinnar í Reykjavík, fyrsta skipið,
sem hafði samband við hana eftir ofviðr-
ið. Klukkan um 2100, hinn 10 febrúar
komið til Reykjavíkur.
Þriðjudaginn 10. mars 1925
fóru fram minningarathafnir í
Dómkirkjunni og Fríkirkjunni í
Reykjavík og í tveimur kirkj-
um í Hafnarfirði. Um kvöldið
fór að snjóa. Nóttina á eftir
tók ungur listamaður, Ríkarð-
ur Jónsson, sig til og skapaði
mikið listaverk úr nýföllnum
snjónum. Sýndi það sjómann í
fullum sjóklæðum standa í
stafni báts. Í bátinn var settur
söfnunarbaukur og komu í
hann 1.800 krónur.
Skallagrímur RE-145 tók þátt í leitinni af slíkri ákefð að skipið varð nær kolalaust og neyddist til að leita
til hafnar fyrr en skyldi.
Gulltoppur RE-247. Lá á hliðinni í tæpar 30 mínútur.