Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Föstudaginn 6. mars síðastliðinn fór Norræna ljósmyndakeppni sjó- manna fram í Sjóminjasafninu í Reykjavík Er þetta í þriðja sinn síðan við hófum þátttöku í keppninni sem hún er haldin hér á landi. Í forkeppnum allra Norðurlandanna sendu samanlagt 133 sjómenn inn myndir og þurftu dómarar allra landanna að velja 75 myndir af samtals 1.116 ljós- myndum til að þreyta lokasprettinn að þessu sinni. Eins og áður hefur komið fram skal hvert Norðurlandanna leggja fram 15 myndir til keppninnar. Sjómannablaðið Víkingur fékk tvo valinkunna menn til að taka að sér að dæma Norðurlanda- keppnina að þessu sinni. Þeir voru Kjart- an „Golli“ Þorbjörnsson ljósmyndari og Arngrímur Blöndal formaður áhuga- mannaljósmyndafélagsins Fókus. Þeirra beið erfitt verk. Þegar þeir höfðu lokið dómstörfum varð niðurstaðan sú að auk vinningsmyndanna fimm völdu þeir fimm myndir til viðbótar í heiðurssæti en þær myndir unnu ekki til verðlauna. Má líta á það sem mark um hversu erfitt val þeirra var. Í fyrsta sæti varð mynd norska háset- ans Andreas Wolden á Kronprins Ha- akon sem hann nefndi Ísjaka fyrir utan Hopen. Var það mat dómara að hér væri um fallega mynd að ræða sem hvorki innihéldi skip né sjómann en mikla tign. Formið á ísjakanum var fallegt og hvern- ig hluti fuglanna sat á jakanum meðan annar hópur hóf sig til flugs. Það var mat dómara að við fyrstu yfirskoðun á myndunum að þessi mynd hefði alla burði í eitt af efstu þremur sætunum. Þessi mynd vann fyrsta sætið í keppninni í Noregi. Gefandi fyrstu verðlauna er Ulykkesforsikringsforbundet for Dansk Søfart í Danmörku. Annað sætið hreppti sænski mat- sveinninn á olíuskipinu Bit Okland, Jörgen Språng, en hann hefur margsinnis verið í verðlaunasætum með myndir sín- ar. Mynd sína kallar hann „Þurrkví“ og sögðu báðir dómararnir að þeir hefðu gjarnan vilja hafa þessa mynd í ramma heima hjá sér. Falleg mynd og eitthvað nýtt þar sem förin í leðjunni samræmast skipinu, keðjunni og akkerinu. Mennirn- ir efla myndina sem er mjög mjúk og dramatísk, full ævintýra þrátt fyrir að ekki séu miklir litir í henni. Gefandi verðlauna fyrir annað sætið er Sjøfartsdi- rektoratet í Noregi. Í þriðja sæti varð mynd norska skip- stjórans á Edda Fjord, Håvard Melvær, sem hann kallar „Sólarlag við stöpulinn“. Þarna fannst dómurum að ljósmyndaran- um hefði tekist að fá fallega mynd úr nánast engum efnivið. Mjög fín mynd með fallegum litum og góðri samfellu sem auðveldar okkur að sjá einfaldleik- ann. Gefandi þriðju verðlauna er Sjöfart- stidningen í Svíþjóð. Í fjórða sæti varð mynd sænska stýri- mannsins á National Geographic Explor- er, Richard Jensen, sem hann kallar „Eft- irlitið“. Dómurum þótti myndin einföld í áhugaverðu umhverfi þar sem litirnir sameina myndina í gott efni. Vísir hf. í Grindavík gefur fjórðu verð- laun. Sjómannablaðið Víkingur færir út- gerðinni kærar þakkir fyrir þennan mikilvæga stuðning við tómstundaiðju norrænna sjómanna. Í fimmta sæti varð mynd sænska vél- stjórans á Ternholm, Dan Deshayes, sem hann kallar „Spilað um bréfaklemmurn- ar“ en dómurum fannst umhverfið og litablöndunin gefa skemmtilegt and- rúmsloft. Myndin sýnir einnig að sjó- maðurinn er bundinn skipi sínu og þarf að dvelja í frítíma sínum um borð og deila lífi sínu með skipsfélögum. Gefandi fimmtu verðlauna er finnska útgerðin Finnlines. Eins og sjá má á þessu var hér sannar- lega um sænskan sigur að ræða að þessu sinni. Sjómannablaðið Víkingur óskar öllum vinningshöfum og heiðursljósmyndurum til hamingju og einnig okkar íslensku þátttakendum í ljósmyndakeppninni hér heima. Næsta Norðurlandakeppni sjómanna verður haldin í Danmörku í byrjun febrúar á næsta ári. Nú er um að gera fyrir okkar íslensku sjómenn að vera duglegir við að mynda fyrir næstu keppni. Norðurlandakeppni sjómanna í ljósmyndun 2020 Hilmar Snorrason skipstjóri Dómararnir, Arngrímur Blöndal, formaður áhugamannaljósmyndafélagsins Fókuss, og Kjartan „Golli“ Þor- björnsson ljósmyndari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.