Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur metnaðarfullt nýbyggingar áform, byggja 10 MGX-24 skip, og 20 12.000 TEU skip og hefur þeim verið hleypt inn í The Alliance samráðið. Af nýju skipunum verða 9 skip fyrir CMA CGM sem verða gasknúin sem er nokkur nýlunda og þurfa menn að koma upp birgðastöðvum til að fylla á birgðirnar í höfnum á leiðinni frá nyrstu höfn Asíu og til austustu hafnar Norður-Evrópu. Gasið tekur mikið pláss og missa skipin 400-500 gámapláss.2 Fyrsta skipið er skýrt í höfuð á fyrrum forstjóra og reyndar þess sem setti CMA CGM saman með því að kaupa upp keppinautana, síðast APL af ríkisstjórn Singapore. Skipið heitir CMA CGM Jacques Saadé og kemst það í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2020. Skipið mun bera 23.112 TEU MSC hefur látið byggja 11 skip sem eru talin kosta $ 138 milljónir eða, $5.900 á gámapláss og þekkist ekki lægra verð.3 Þeir segja að á næstu árum renni út leigusamningar á veru- legum fjölda 13.000 og 14.000 TEU skipa sem verður skilað.4 MSC heldur því fram að þessi skip séu þau umhverfisvæn- ustu sem um getur með tilliti til lágmörkun koltvísýrings í and- rúmsloftið, einungis 7,49 grömm á tonn af vöru flutt eina sjó- mílu. Reyndar segir ekkert um hvað sé miðað við: nýtingar- hlutfall skips og hraða, svona til dæmis. Þó eru tveir útgerðaraðilar sem taka ekki þátt í þessum smíðaleik, í bili að minnsta kosti. Það er hið nýja skipafélag Japana, ONE, Ocean Network Express, sem sameinar í eitt félag gámarekstur NYK , K Line og MOL, og Hapag Lloyd. ONE er með höfuðstöðvar í Singapore og er stjórnað af Jer- emy Nixon, Breta sem byrjaði í shipping hjá P&O Nedlloyd og fylgdi með til Maersk sem Vice President áður en hann flutti yfir til NYK. Hann lýsti því yfir haustið 2017 að hann væri ekki sannfærður um að þessi stóru skip væri framtíðin. Hapag Lloyd, sem tók yfir UASC með 6 18.000 TEU, skip er ekki að kaupa ný skip meðan núverandi skipastóll er ekki full- nýttur. Maersk hefur enn engin áform um nýbyggingar. Burðargeta skoðuð Ef við skoðum þróunina frá fyrsta risaskipinu Maersk McKinn- ey Möller (byggt 2013) sem hefur uppgefna burðargetu 18.340 TEU til MSC Mia (afhent 6 nóv. 2019) með 23.756 TEU, þá hefur fjöldi aukist um 29,5 %, en burðargeta mælt í DWT hefur einungis aukist með 16%. Þau skip sem bætast við alveg á næstunni hafa enn fleiri TEU. Verið getur að burðargeta per TEU haldist því nýrri skip eru sífellt kassalagaðri og því byggð fyrir minni ganghraða. Í því samhengi er rétt að benda á að nýjustu skipin (MSC Mia) hafa 2,5 kW vélarorku per TEU meðan Maersk McKinney Moller er með 3,6 kW per TEU. Og meira Menn hafa ekki gefist upp á að vera stærstir og nú er til sam- þykkt teikning af 25.000 TEU skipi sem yrði 32,5 metrum lengra en það stærsta í dag og yrði einni gámaröð breiðara. Hönnunin miðar við að aðalvél noti gas sem orkugjafa. Það er allsendis óvíst að slíkt skip verði smíðað því hag- kvæmni stærðarinnar miðað við núverandi stærsta gámaskipið í dag er óveruleg. Eru æ stærri skip eingöngu jákvæð þróun? Meðan Wijnolst, N., Scholtens, M.,Waals í Delft háskólanum spáðu í hvað væri tæknilega mögulegt í stærð skipa á árinu 1999, skrifaði Kevin Cullinane við Hong Kong Polytechnic Uni- versity og Mahim Khanna starfsmaður Maersk í Ástralíu um hagkvæmni stærðarinnar og hvar vöxturinn skilaði ekki lengur hagkvæmni. Þetta voru öðru vísi tímar að flestu leyti. Skipin voru minni, hlutfall 20´ gáma hærra og tæknibúnaður í höfnum mun frumstæðari en er í dag. Niðurstaðan var samt að vöxtur er ekki endalaus. Einhvern tímann kemur að því að aukinn tími í höfn éti upp hagnað af stærri skipum. Drewry Shipping Cosultants rannsökuðu minnkandi hag- kvæmni stærðarinnar við nýja kynslóð gámaskipa í mars 2016 og komust að raun um að stærri skip en 8.000 TEU skiluðu engri hagkvæmni og bentu á að stærri skip þýddu, auk mjög lítillar kostnaðarminnkunar á einingu, minni tíðni skipaferða, aukna áhættu fyrir móttakendur vöru af því að það verða færri valkostir við þær samsiglingar sem þarf til að ná endum saman, og möguleikar á að dreifa áhættu með að nota fleiri skipafélög verða takmarkaðir. Þá að það verður meiri samþjöppun, færri skipafélög og mun minni samkeppni. Þeir sem hafa innsýn í tryggingamál benda á að heildartjón á farmi um borð í 20.000 TEU skipi, skipinu og björgun þess gæti numið 1-2 milljörðum Bandaríkjadala. Slíkt tjón eða bara áhætta af slíku tjóni gæti haft veruleg áhrif á tryggingamarkað- inn sem tryggingafélög gætu mætt með hærri iðgjöldum. Í vikulegum pósti Drewry 12/11/2017 er birt graf með skoðun þeirra á minnkandi hagkvæmni stærstu gámaskipa. Þeir halda því enn fram að eftir 8.000 TEU skipastærð, þá éti auk- inn hafnakostnaður upp ávinning af stærri skipum. Prófessor Dr. Ulrich Malchow leiddi rök að sömu niðurstöðu í bráðgóðum fyrirlestri á árs ráðstefnu alþjóðasambands flutn- ingahagfræðinga í Hamborg í lok ágúst 2016.5 Hann klykkti út með því að segja: Enginn hefur hagnast á þessari þróun nema þrjár kóreanskar skipasmíðastöðvar og einhverjar í startholun- um í Kína, fjögur belgísk og hollensk dýpkunarfyrirtæki og einn markaðsráðandi kranaframleiðandi í Kína. Þessir aðilar hafa hagnast á stærri skipum en þörf er á, og náð að sérhæfa sig í stærðum sem aðrir treystu sér ekki í, dýpka hafnir meira en þörf hefði verið á ella, og framleitt stærri krana í stað minna notaðra krana sem ekki náðu borðstokka á milli í nýju skip- anna. En öllum þessum peningum hefur verið eytt. Ákall prófess- ors Malchow var að koma með öllum ráðum í veg fyrir að menn haldi áfram að stækka skipin. Hér á eftir verða nefnd dæmi um kostnaðarsöm áhrif á hafnir. Áhrif á hafnir Stærri skip auka ekki heildarmagn gáma í sjálfu sér. Hins vegar eru færri komur til hafna og því mikið meira magn um borð við hverja komu. Vegna samsiglinga skipafélaga, fá einstakar hafnir aðeins meira heildar-magn, og sumar missa mest af sínum við- skiptum, en sú þróun hefur orðið lítil í Evrópu. Það leit út fyrir að Zeebrugge höfn mundi minnka verulega, en núna hafa Kín- 5 International Association of Maritime Economist 2 Aphaliner issue 06 2020. 3 Alphaliner Issue 45 2017. 4 www.JOC.com 210917 MSC latest carrier to order 22,000-TEU vessels. Drewry heldur því fram að heildarkostnaður við skip stærri en 8.000 sé meiri en ávinningur af stærðinni þegar kostnaður við hafnir eru tekin með í reikninginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.