Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 51
Sjómannablaðið Víkingur – 51 og þróun á skipaflota Eimskips. Við höfum einnig náð sam- komulagi við Royal Arctic Line sem byggir á okkar langvarandi tengslum og samstarfi allt frá árinu 1993.“ „Vel búið að öllu leyti“ Erum við þá að nálgast aftur ferðalag sexmenninganna yfir hálf- an hnöttinn í mars síðastliðnum. Erindi þeirra var nefnilega að prufusigla nýjum Dettifossi. Sá eldri var þá orðinn Laxfoss. Bragi Björgvinsson skipstjóri var einn sexmenninganna er fóru utan en hann hefur verið hjá Eimskip í 35 ár og marga fjöruna sopið. Eftir reynslusiglingar sagði Bragi: „Nýja skipið er vel búið að öllu leyti og auðvitað miklu stærra en gömlu skipin okkar. Skipið er hærra á sjónum svo það verður gaman að sjá hvernig það reynist í Atlantshafinu.“ Mánuði síðar fór svo annar hópur frá Eimskip, alls ellefu manns, að sækja Dettifoss. Það voru því alls sautján Íslendingar Kóvíd-varðir yfirmenn á Dettifossi, stoltir yfir nýju skipi. Nokkur röskun hefur orðið á afhendingu skipanna. Brúarfoss átti að afhendast fyrstur, síðan Tukuma Artica og Dettifoss að reka lestina. Bilun í ásrafal Brúarfoss setti hins vegar strik í reikninginn. Tukuma Arctica kom nýlega til Reykjavíkur, Dettifoss er á leiðinni en eins og kemur fram í greininni bíður Brúarfoss síns tíma. Þess má geta að flest skip Royal Arctic Line eru skráð undir dönskum fána eins og glöggir lesendur Víkings sjá að er reyndin með Tukuma Arctica. Hilmar Snorrason tók myndina 13. apríl síðastliðinn en þá kom skipið til Reykjavíkur í jómfrúarferð sinni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.