Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Qupperneq 57
Sjómannablaðið Víkingur – 57 var þá í vinnunni en eiginmaður minn, Jónatan Sveinsson, var heima. Ég kom þó von bráðar en gesturinn var enginn annar en Pétur Hólm og átti við mig óvænt erindi. – Ég hef átt afar erfitt síðan ég missti drengina mína, sagði hann okkur, en með hjálp miðils hef ég komist í sam- band við konu sem hefur það hlutverk að taka á móti framliðnum, einkum ungu fólki sem kveður snögglega. Pétur sagði okkur nú undan og ofan af samskiptum sínum við hina framliðnu konu. – Hún hét Jóhanna Árný Hólmgeirs- dóttir og var skólasystir þín í Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands, upplýsti Pétur, og þurfti ekki að segja meira því að Jóhanna var mér minnisstæð, elskuleg stúlka, af- skaplega listfeng og svo mikið náttúru- barn í tónlist að ég held hún hafi ráðið við að spila á öll hljóðfæri sem hún festi hönd á. Jóhönnu biðu þau sorglegu örlög haustið 1960 að falla fyrir eigin hendi en ég las það í grein eftir Sigurjón Jóhann- esson, Hirt af reka, að hún hefði skilið eftir sig kveðjubréf til ástvina sinna. Þar skrifaði Jóhanna að hún gengi með höfuðmein sem ætti eftir að ágerast og hefði því kosið að fara þessa leið. – Og nú langar mig til að sjá þessa góðu stúlku sem hefur tekið svo vel á móti drengjunum mínum, sagði Pétur, og mér var sagt að Nanna Jónasdóttir ætti ljósmynd af henni. Og því er ég hingað kominn. Mig rámaði í að eiga slíka ljósmynd. Einn daginn hafði komið ljósmyndari í skólann og tekið fjölmargar myndir. Jó- hanna var þá enn á meðal vor. Ég var því nokkuð viss um að eiga ljósmynd, jafn- vel fleiri en eina, af Jóhönnu en gat bara ómögulega munað hvar hana var að finna. Þetta sagði ég Pétri og lofaði honum jafnframt að gera leit að mynd og láta hann vita þegar hún kæmi í ljós. Leið svo og beið. Ég sneri öllu við til að finna ljósmyndina. Hringdi meira að segja norður til að biðja pabba að svipast um eftir henni en allt kom fyrir ekki. Hvergi fannst myndin. Svo er það einhverjum mánuðum síð- ar að ég er að mata Svein minn, eldri son okkar hjóna. Verður mér þá litið á ljós- mynd af Júlla bróður, sem hékk andspænis mér á veggnum. Og allt í einu flýgur í gegnum huga mér hvort verið geti að myndin af Jóhönnu sé þarna á bak við Júlla í myndarammanum. Ég gerði þó ekkert í málinu, átti von á vin- konum mínum um kvöldið og var að undirbúa heimsóknina en Jónatan, eigin- maður minn, var þá á síld fyrir norðan. Um kvöldið erum við vinkonurnar í góðum gleðskap þegar dyrabjöllunni er skyndilega hringt. Fyrir utan stendur Pétur Hólm, hundrennandi blautur og kaldur í leiðinda slagveðri. – Þú ert búin að finna myndina, segir hann og var að koma frá miðlinum sem hafði fullvissað hann um að svo væri. Ég varð auðvitað steinhissa. Að mað- urinn skyldi vera svo viss í sinni sök að leggja á sig óþægilegt ferðalag alla leið inn að Kleppi þar sem við bjuggum í hjúkrunarbústað. Strætisvagnaferðir voru á klukkustundarfresti en Pétur hafði ekki einu sinni fyrir því að hringja á undan sér heldur lagði á sig að bíða eftir strætó í roki og rigningu til að ná í mynd sem hann hafði frétt yfir landamæri lífs og dauða að væri fundin. Ég varð satt að segja miður mín. – Nei, ekki er það nú, svaraði ég vandræðalega en varð þá hugsað til myndarinnar af Júlla bróður. – Bíddu annars, ég skal gá. Ég ætla ekki að lýsa undrun minni þegar ég tók Júlla niður af veggnum og sá að hugdetta mín var á rökum reist. Á bak við Júlla var myndin af Jóhönnu Hólmgeirsdóttur þar sem hún sat í stiga- þrepi með harmoniku í fanginu og við skólasystur hennar í hnapp með henni.“ Nanna lýkur frásögninni með þessum orðum: „Þessi samskipti við Pétur Hólm sannfærðu mig um að eitthvað er til ofar mínum skilningi, eitthvað sem fæstum okkar er gefið að skilja á meðan þessu jarðneska lífi stendur.“ Jóhanna Árný Hólmgeirsdóttir fyrir miðju með harmoniku. Fyrir aftan hana hægra megin er Nanna Jónasdóttir. Myndin er tekin 1959 í setustofu Hjúkrunarkvenna- skóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.