Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 64
64 – Sjómannablaðið Víkingur Hún hét Coronet. Tveggja mastra skúta. Smíðuð í Grimsby 1887. Eikarskip. Stærð 90,5 brúttó tonn. Notuð til togveiða í Norðursjó. Coronet var seld til Þýskalands 1899 og fékk þar nafnið Mary. Notuð til vöru- flutninga. Frá Þýskalandi fór hún til Sví- þjóðar árið 1905. Þar þjónaði skútan sem fiski- og vöruflutningaskip. Mary sökk með járnfarm á svo grunnu vatni árið 1918 að möstur stóðu upp úr sjávar- fletinum. Fjögurra manna áhöfn fannst hvergi og voru sögusagnir á kreiki um að Rússar hefðu sökkt skipinu og sent áhöfnina til Síberíu. Í janúar 1919 var skipinu lyft til við- gerðar og því aftur gefið nafnið Coronet. Til Færeyja kom skipið haustið 1919 og var gert út á nærmiðum og við Ísland. Um miðjan júní árið 1935 fór Coronet á miðin við Vestur-Grænland með tutt- ugu og einn mann innanborðs. Viggo Joensen var skipstjóri á skútunni en þar sem hann var ekki með full réttindi var skráður skipstjóri á henni Sofus Joensen. Skipið var sjö daga yfir hafið að Hvarfi en þá brældi og var andæft í átta daga. Þegar brælan gekk niður var siglt norður í Færeyingahöfn og gert klárt fyrir sum- arveiðar. Veiðar gengu þokkalega og fyllti skipið sig á tveimur mánuðum. Afli 500 skippund af saltfiski. Heimsiglingin Heimsigling Coronet hófst frá Fær- eyingahöfn 3. september 1935. Sunnu- daginn 8. september var skipið komið suður að Hvarfi og aðeins sjö daga sigl- ing heim til ástvina. Þá fór hann að kula og loftvog að falla. Engan um borð grun- aði þó að óveður gæti verið í nánd. Vind- ur óx hratt og sigling var erfið vegna þess hversu hlaðið skipið var. Áður en varði var komið fárviðri. Segl voru rifuð og mótorinn gangsettur. Ákveðið var að taka stefnu frá landi og á dýpra vatn. Allir sjómenn óttast siglingaleiðina fyrir Hvarf því að þar er að finna eitt allra versta sjólag á hnettinum. Skipið varði sig vel en veður og stór- sjóir færðust stöðug í aukana. Brotsjóir voru farnir að rísa á bæði borð en engin þeirra lenti á skipinu. Í einni hryðjunni fór klýverseglið út í veður og vind. Nýtt segl var til um borð en of mikil áhætta var talin því samfara að senda menn upp í reiðann. Áhöfnin fór því undir þiljur að undanskildum stýrimanni og háseta við stýrið. Skipinu var snúið undan sjó og vindi í von um að forða því frá áföllum. Fyrra brotið Ekki dugði þetta til því skyndilega reið mikið brot á skipinu sem rann á kvik- unni og lagðist á stjórnborða. Þegar skip- ið var að rétta sig af sogaðist það inn í hvolfið á næsta broti sem yfir reið og braut allt og bramlaði. Sjór fossaði ofan í káetuna og skipið lagðist svo mikið að sjó flaut upp í efri kojur. Skipsmenn hlupu upp á þilfar og þar var ljótt um að litast. Bugspjótið var brotið af skipinu, frammastrið kubbað við þilfar, báðir lífbátarnir horfnir, lunn- ing, dekkstyttur og skansklæðning farin veg allrar veraldar. Fiskikassi á þilfari var horfinn svo og vélarúmskappi. Stýrishús- ið var illa brotið og messamastrið kviknakið. Það sem hjálpaði skipinu við að rétta sig af eftir þetta áfall var full lest af salt- fiski og að yfirvigt þess var öll farin fyrir borð. Sjö göt voru á dekkinu, sum manngeng. Ljóst var að skipið færi beina leið á botninn ef ekkert yrði að gert. Lensa þyrfti það í einum hvelli og loka verstu lekastöðum á þilfari. Menn stukku að dekkdælunni sem ekki virkaði þar sem sjórinn hafði skolað úr henni hjartanu eða ventlastykkinu. Þetta voru mikil vonbrigði og lífsvon manna dvín- aði. Í myrkri og sjóroki var hjarta dæl- unnar hvergi sjáanlegt. Stýrimaður vissi um vasaljós í lúkar og hljóp niður og sótti það. Að lokum fannst hjartað þar sem það lá á skamm- dekkinu. Það var mönnum hulin ráðgáta á hverju stykkið hékk því engin var skansklæðningin. Eftir að hjartað var komið á sinn stað dældu menn af öllum lífs og sálar kröftum. Einnig var sjó ausið úr skipinu með öllum tiltækum koppum og kirnum. Í lúkarnum var allt á tjá og tundri. Unglingur, í sinni fyrstu veiðiferð, sat fastur í einni af neðri kojunum vegna þess að akkeriskeðjan lokaði fyrir op hennar. Þegar skipið hentist á hliðina kastaðist hluti af keðjunni upp úr keðju- kassanum og hafnaði í kojunni fyrir ofan hann. Skipshöfnin vann baki brotnu við að þétta skipið og lensa. Erfiðast var að losna við mastrið sem hékk við skipið á reiðanum og lamdist við byrðing þess. Coronet Árni Björn Árnason Færeyskur kútter norður af Íslandi. Myndin er tekin 1946.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.