Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Blaðsíða 65
Sjómannablaðið Víkingur – 65 Barist var við að höggva víra með meitl- um, sleggjum og öxum. Fjórar klukku- stundir fóru í að losa mastrið frá skip- inu. Til að lægja sjóa á meðan að á þessu gekk var olíu hellt fyrir borð. Seinna brotið Á mánudag lægði veðrið ögn en á þriðju- dag náði það aftur fyrri styrk. Reynt var að halda skipinu undan veðri en litla stjórn var hægt að hafa á því. Mann- skapurinn hírðist í káetunni þegar sá sem við stýrið stóð stökk niður í káetuna og kallaði: „Nú förumst við.“ Hann hafði séð gríðarlegt brot aftan við skipið. Allir biðu í ofvæni með greipar spenntar í bæn og svo skall brotið aftan yfir skipið og þrykkti því niður. Það sem eftir stóð af stýrishúsinu kurlaðist, stýris- hjólið ( rattið ) brotnaði og stýriskeðjan fór úr skorðum. Keðjunni komu menn aftur á sinn stað og það sem eftir var af rattinu var hægt að nota. Það segir nokkuð til um veðurhæðina að loggið (skriðmælir) gaf upp sjö mílna ferð. Engin segldrusla var þó uppi og náði skipið þessum hraða á afturmastr- inu einu saman. Á miðvikudag fór veðrinu að slota og þá fyrst var hægt að kveikja upp í kabys- sunni og fá sér eitthvað heitt að borða. Í rúma þrjá sólarhringa höfðu mennirnir nærst á kexi og vatni. Allir um borð hlýddu fyrirmælum skipstjórans möglun- arlaust og sjálfur var hann þess vel með- vitaður að hann naut virðingar undir- manna sinna. Þrátt fyrir þetta skaut hann á skipsfundi, sem er vel þekkt sam- skiptaform á neyðarstund hjá færeyskum sjómönnum. Á fundinum lagði skipstjór- inn til að stefnan yrði tekin á Nýfundna- land og reynt að ná landi þar. Sem einn maður var öll áhöfnin þessu sammála. Helgistund var haldin dag hvern um borð, lesið upp úr Biblíunni og sálmar sungnir. Áhöfnin setti allt sitt traust á Guð. Siglingin suður á bóginn gekk hægt enda Coronet í raun veru ekkert annað en fljótandi flak. Reynt var að sigla í veg fyrir skip sem varð á leið þeirra en þá reyndist skrúfubúnaðurinn óvirkur. Til að fá meiri ferð á skipið var helmingi sumaraflans hent fyrir borð. Afla sem menn, í svita síns andlits, höfðu eytt sumrinu í að draga um borð. Landsýn Þann 19. september sáu þessir sjóhröktu menn loks til lands. Þá voru þeir 70 míl- ur frá strönd Nýfundnalands og í aflandsvindi. Skipstjóri spurði vélstjóra hvort þeir hefði næga olíu til sigla þessa vegalengd en sá kvað það útiloka á móti vindi. Upplýsti skipstjórinn þá að hann hefði opnað Biblíuna af handahófi og þar hefði staðið: „Kallaðu á mig þann dag sem þú ert í neyð staddur. Ég mun bjarga þér og þú munt tilbiðja mig.“ „Þetta orkar svo sterkt á mig að ég held að Guð sjálfur hafi talað við mig. Gang- settu mótorinn. Við tökum stefnuna til lands og sjáum til hvernig gengur.“ Fyrirmælum skipstjórans var hlýtt en hann fór undir þiljur til að fá sér kaffi- sopa. Á meðan hann sat yfir kaffinu verður hann var við óvenju mikið skvaldur á þilfari. Hann fer því upp til að athuga hverju þetta sæti. Þá er komið logn. „Hvenær lygndi hann“, spyr skipstjór- inn. „Um leið og skipinu var snúið upp í vind“, var svarið. Sjórinn var spegilsléttur og þeir sigldu á sjö mílna ferða að landi. Þegar myrkrið féll yfir sáu þeir ljós í landi og því ör- uggt að þar væri mannabyggð. Þeir lágu því rólegir yfir nóttina en hófu sigl- inguna aftur að morgni. Þegar upp að ströndinni kom sáu þeir opinn bát koma frá landi en þegar Coro- net setti stefnuna til hans hrökk hann undan. Greinilegt var að bátsverjum, sem voru þrír, leist ekki meira en svo á þetta flak sem bar fyrir augu þeirra. Einn af trillunni áræddi þó seint og um síðir að fara um borð í Coronet. Þó að áhöfn Coronet gæti ekki, vegna tungumálaerfiðleikar, lýst siglingu skips- ins að ströndum Nýfundnalands þá var sjón sögu ríkari. Sá sem kom um borð í Coronet og trillukarlarnir lóðsuðu því skipið inn í höfnina á Valleyfield. Hún var frekar óárennileg áhöfnin á Coronet eftir 13 sólarhringa baráttu á hafi við höfuðskepnurnar. Fúlskeggjaðir, haug- skítugir og olíublautir. Fyrsta kvöldið í Valleyfield safnaðist áhöfnin saman í lúkarnum og þakkaði Guði lífsbjörgunina. Heimferðin Eftir fjögurra daga dvöl í Valleyfield var tekin olía og siglt suður til St. John. Lóðsinn var trillukarlinn sem kom um borð í Coronet þegar hún kom að landi. Coronet fékk að vísu ekki leyfi til að sigla þessa vegalengd þar sem engir bjargbátar voru um borð. Siglingaleyfið fékkst þó að lokum með því skilyrði að mótorbátur fylgdi þeim alla leið. Þegar landfestar voru leystar í Valleyfield var margt manna komið til að kveðja skipbrotsmennina. Hófu þeir upp söng og sungu: „God be with you“, sem áhöfnin á Coronet tók undir en á sínu móðurmáli. Danski konsúllinn í St. Johns fataði skipbrotsmennina upp og útvegaði þeim síðan far yfir Atlantshafið með s/s New Foundland til Liverpool. Lagt var úr höfn 19. október 1935 eft- ir þriggja vikna dvöl í St. Johns. Fyrsta máltíðin um borð voru kjúklingar en Færeyingar þekktu ekki hænuát og stóðu allir sem einn upp frá borðum. Þann 24. október kom farþegaskipið til Liverpool og þaðan lá leið skipbrots- manna í rútu til Leith þar sem stoppað var í þrjá daga. Heim til Færeyja sigldi áhöfnin af Coronet frá Light 27. október með „Sleipner“ og til Þórshafnar var komið 29. október þar sem fjöldi fólks beið þeirra á hafnarbakkanum. Þegar áhöfn Goronet steig á land var liðin hálfur fimmti mánuður frá því að þeir höfðu síðast haft fósturjörðina undir iljum. Önnur saga Þó að önnur saga sé skal þess getið að sama dag og Coronet lagði úr Færinga- Færeyingar að veiðum á Íslandsmiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.