Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 67
Sjómannablaðið Víkingur – 67 KALLINNN Í BRÚNNI Myndir: Þorgeir Baldursson Hjálmar Sigurjónsson Nafn og hvenær fæddur og hvar? Hjálmar Sigurjónsson, fæddur á Fáskrúðsfirði 18 júlí 1969. Hversu gamall varstu þegar þú byrjaðir á sjó og hve gamall varstu þegar þú fórst í Stýrimannaskólann? Ég var 16 ára þegar ég fór minn fyrsta túr á trollbát og varð svo sjóveik- ur að ég ákvað að stíga aldrei um borð í skip aftur. Það heit stóð í heilt ár. 24 ára fór ég síðan í stýrimannanám. Hvaða ár laukstu skipstjórnarprófi? 1994 frá Stýrimannaskólanum á Dalvík. Á hvaða skipum hefur þú verið og hvert þeirra er eftirminnilegast? Ég byrjaði á vertíðarbátum heima á Fáskrúðsfirði Þorra og Guðmundi Kristni. Á síldarnót og netum á Þorran- um en netum á Guðmundi. Við sigldum með aflann, aðallega til Hull og Grimsby, en einu sinni til Færeyja. Togaraferillinn byrjaði síðan 1989 þegar ég náði síðustu tveimur túrunum sem Álftafell frá Stöðvarfirði fór. Eftir seinni túrinn átti að sigla frá Stöðvar- firði til Fáskrúðsfjarðar með hluta aflans og ísa og kassa skipið þar en það fór ekki betur en svo að skipið strandaði á Gvendarnesfles. Þar sátum við fastir í smá stund eða það var allavega smástund í minningunni. Svo tókst að losa skipið og koma því við illan leik til hafnar á Fáskrúðsfirði. Álftafellið var svo selt og hét Frosti upp frá því og var gerður út frá Grenivík. Eftir þetta fór ég á Hafnarey frá Breið- dalsvík og var á henni með námspásum þar til hún var seld 1995. Það skip er Jón á Hofi í dag. Eftirminnilegasti skipstjóri sem þú hefur siglt með? Eftirminnilegasti skipstjóri sem ég hef siglt með er sennilega Ólafur Helgi, fyrr- verandi skipstjóri á Ljósafellinu,því að samstarf okkar spannaði ein 24 ár, harð- duglegur, ákveðinn og góður gaur. Hver er skemmtilegasti maður sem þú hefur verið með á sjó? Lars Hallsteinsson, að öðrum ólöstuð- um, sker hann sig svolítið úr. Var víst verri hér áður fyrr en farinn að róast þegar við rerum saman. Hrekkjóttur. Hver er besti sjómaður sem þú hefur haft í þinni áhöfn? Ég geri ekki upp á milli manna hér né annars staðar, þetta eru allt öðlingar og dugnaðardrengir Hver er uppáhalds fiskurinn þinn að; - a borða? Steiktur þorskur í raspi. - b veiða? Þorskur. Hvernig finnst þér best að matreiða fisk? Mér finnst best að fá hann tilbúinn á diskinn minn. Hver er furðulegasti fiskurinn sem þú hefur veitt? Furðulegasta holið sem ég hef fengið voru sjö tonn af urrara, ég taldi mig vera að veiða ýsu. Uppáhalds mið og af hverju? Þau mið sem gefa vel hverju sinni eru uppáhalds. Versta veðrið sem þú hefur lent í á sjó? Sennilega í október 2014, þá vorum við í haustralli Hafró. Við vorum of sein- ir að koma okkur í var og urðum að halda sjó norðan við Horn í norðan eða norðaustan skítviðri. Þá var Ljósafell ansi lítið skip í samanburði við þær öldur sem upp á var boðið. Hefurðu upplifað ótvíræða lífshættu á sjó? Sjómennska er í eðli sínu lífshættuleg, eða getur verið það, en með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna hefur tekist að innræta meðvitund um þessar helstu hættur í okkur sjómenn. Þó ég minnist ekki neins eins atviks hvað mig varðar persónulega skal ég nefna hér eitt atvik. Það eru ekki nema örfá ár síðan við lentum í því að sigur- nagli (segulnagli) slitnaði á milli togvírs og hlera, nokkrum mínútum eftir að hann hafði verið hífður í gálga. Togvír- inn með hálfum sigurnagla og tveimur lásum skaust fram dekkið af miklum krafti og lenti á nákvæmlega þeim stað þar sem vélstjóri hafði staðið örfáum sekúntum áður. Sá maður væri ekki á lífi í dag hefði hann staðið þarna ögn lengur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.