Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 74
74 – Sjómannablaðið Víkingur Um aldamótin 1900 var Tryggvi Gunnarsson án efa mestur valda- og áhrifamaður á Íslandi. Hann var bankastjóri Landsbanka Íslands, sem þá var eini banki landsins, og hafði sem slíkur mikil áhrif í atvinnulífi og hvers kyns framkvæmdum, ekki síst í sjávar- útvegi og samgöngumálum sem hann bar sérstaklega fyrir brjósti. Tryggvi gamli og Tryggvagata Tryggvi var alþingismaður um langt skeið og bæjarfulltrúi í Reykjavík, lífið og sálin í hvers kyns félögum og samtök- um, sem flest sinntu verklegum fram- kvæmdum og framförum í einni eða annarri mynd. Má þar nefna sem dæmi að hann studdi sem bankastjóri mjög að uppbyggingu þilskipaútgerðar í Reykja- vík, hafði forgöngu um stofnun Ísfélags- ins við Faxaflóa sem lét reisa íshús til að frysta beitusíld fyrir skúturnar (Nordal- íshús við Kalkofnsveg), beitti sér fyrir stofnun Slippfélagsins í Reykjavík og var þar í forystu. Þetta kunnu menn vel að meta og ef til vill sýnir það best þá virðingu sem Tryggvi naut að hann er einn örfárra seinni tíma manna sem götur hafa verið nefndar eftir í Reykjavík (Tryggvagata). Einnig voru skip nefnd eftir honum, t.a.m. togarinn Tryggvi gamli, en undir því nafni gekk Tryggvi síð- ustu ár sín enda orðinn með elstu mönnum og óvenju roskinn eftir því sem þá gerðist. Hann hafði og for- göngu um brúargerð á ýms- um stórfljótum sem verið höfðu farartálmi um aldir, stóð fyrir gerð fyrstu brúar á Skjálfandafljóti við Fosshól, fyrstu brúar yfir Jökulsá á Dal og var aðalsmiður fyrstu Ölfusárbrúarinnar og þar var nefnt eftir honum hús sem margir þekkja: Tryggvaskáli á Selfossi. Mætti á kjörstað með skuldalistann? Í Danmörku var Tryggvi einnig vel þekktur, a.m.k. í viðskipta- og athafnalífinu, og þar hafði hann góð sambönd. Sagt var að hann væri persónulega kunnugur C. F. Tietgen, umsvifamesta iðnjöfri og fé- sýslumanni dönskum á þeim tíma, og hann var kunnugur dönsku konungsfjöl- skyldunni. Allt færði þetta honum völd og áhrif og hann skirrðist ekki við að beita þeim, ef honum bauð svo við að horfa. Þegar dr. Valtýr Guðmundsson kom fram með tillögur sínar í stjórnarskrár- málinu undir lok 19. aldar gerðist Tryggvi þegar í stað einn öflugasti and- stæðingur hans og margir töldu það honum fyrst og fremst að kenna eða þakka að valtýskan hlaut ekki nægilegt brautargengi og dr. Valtýr varð ekki fyrsti ráðherra Íslands. Þar varði Tryggvi vígi „gömlu” valdastéttarinnar og ættarveldis- TRYGGVI GUNNARSSON Jón Þ. Þór (1835-1917) Tryggvi Gunnarsson. Mynd: Af vef Alþingis Steinbryggjan í Reykjavík var almannaeign, kostuð af bæjarsjóði 1884. Þar stigu fyrirmenni á land, kóngar og drottningar, og einnig þar kom Tryggvi Gunnarsson að verki. Þegar bryggjan skemmdist í ofsaveðri 1893 gerði Tryggvi við og var eftir það talað um Tryggvasker. Tæpri hálfri öld síðar hvarf bryggjan undir Pósthússtræti en við þéttingu byggðar í miðbæ Reykjavíkur stakk hún upp kolli og er nú hluti hennar – sá sýnilegi – orðinn að torgi sem kallast einfaldlega Steinbryggjan. Eins og sést glöggt á myndinni hallaði bryggjunni fram og fór fremri endi hennar á kaf þegar flæddi að. Raunar mátti heita að á stórstraumsflóði væri nær öll Steinbryggjan undir sjó. Hugsunin var að allir bátar gætu athafnað sig við Tryggvasker hvernig sem stæði á sjávarföllum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.