Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 82

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 82
82 – Sjómannablaðið Víkingur Ætlunin var að útdeila ánægjuvaka hinnar norrænu ljósmyndakeppni sjó- manna í tveimur tölublöðum en nú eru tvö tölublöð orðin að einu – fyrir til- stuðlan Kóvíd veirunnar illræmdu – og það allþykku og teljum við því réttast að vera ekkert að draga fram á haustið að birta nöfn þeirra sem hrepptu heið- urssæti Norðurlandakeppninnar. Ekki síst vegna þess að þar var íslenskur sig- ur nokkuð afgerandi – ef svo má að orði komast. Í heiðurssætum sitja myndir Arons Sveinbjörnssonar háseta á togaranum Páli Pálssyni, Norðmannsins Berit Bye, Guðmundar Guðmundssonar báts- manns á Frosta – sama ljósmynd og varð í 2. sæti hér heima – Hlyns Ágústs- sonar háseta á Þórunni Sveinsdóttur og Sanans Jan Richardt, skipstjóra á Nordkap. Ljósmyndakeppni Norðurlanda – Heiðurssæti Aðstandendur keppninnar. Frá vinstri: Sampsa Sihvola frá Finnlandi, Trine Carin Tynes frá Noregi, Irene Olsen frá Danmörku, Hilmar Snorrason og Jimmy Eriksson frá Svíþjóð. Aron Sveinbjörnsson: Sólberg úr lofti.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.