Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 85

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Síða 85
Sjómannablaðið Víkingur – 85 Bræðurnir Egill, Halldór Ómar og Sævar Lárus Áskelssyn- ir á Akureyri keyptu fyrir nokkrum misserum tæplega 30 tonna eikarbát. Enginn þeirra hefur réttindi til að sigla honum en með kaupunum heiðruðu þeir minningu föður síns og annarra sem smíðuðu bátinn og fleiri slíka í bátasmiðjunni Vör við Óseyri. Faðir bræðranna, Áskell Egilsson, var einn stofnenda og eig- enda Varar, þar sem smíðaðir voru eikarbátar svo fallegir að bræðurnir fylgdust grannt með þeim lengi þar til langþráður draumur rættist og þeir keyptu einn gömlu Vararbátanna. Upp- haflega hét sá Vöttur SU-3, smíðaður 1975, og fyrsta heimahöfn hans var Eskifjörður. Hann var síðast í eigu Ólafs Ármanns Sigurðssonar á Húsavík og notaður við veiðar allt þar til fyrir nokkrum árum að útgerðarmaðurinn fékk sér nýrri bát. Hét þangað til Haförn en nafninu var breytt í Ási þar sem Ólafur notaði Hafarnar- nafnið á nýja bátinn. Til stóð að rífa þann gamla en þegar bræðurnir settu sig í samband við Ólaf var hann meira en til í að selja þeim gripinn. „Við vorum búnir að hugsa mikið um þetta; það hefur lengi blundað í okkur að gaman væri að eignast einn af gömlu Vararbátunum,“ segir Halldór Áskelsson. „Við höfðum alltaf haft mikinn áhuga á eikarbátum, það gerir líklega uppeldið,“ bætir Egill við. „Við höfðum gjarnan þann starfa að hempa nagla; að festa tjöruhamp við hausinn á nöglunum sem voru svo notaðir til að festa eikar- borðin.“ Egill segir þá bræður hafa reynt að vera viðstaddir í hvert einasta skipti sem Samantekt á heiti bátsins í áranna rás Frá árinu 1975, Vöttur SU-3, Eskifirði. Frá árinu 1978, Vinur EA-80, Dalvík. Frá árinu 1983, Aðalbörg ll RE-236, Reykjavík. Frá árinu 1987, Gulltoppur ÁR-321, Þorlákshöfn. Frá árinu 1997, Haförn ÞH-26, Húsavík. Frá árinu 2010, Ási ÞH-3, Húsavík. Frá árinu 2016 heitir báturinn, Áskell Egilsson, Akureyri.  Athugasemd: Þegar báturinn fór til Dalvíkur árið 1978 fékk hann nafnið Vinur eins og fram kemur hér á undan. Einkennisstafir bátsins eru tölvuskráðir EA-30 hjá Siglingastofnun en EA-80 í ritinu „Íslensk skip.“ Mynd af bátnum, þegar hann hét Vinur, sýnir greinilega að einkenn- isstafir hans eru málaðir skírum stöfum á bóg bátsins EA-80 og telst það því rétt vera. Samantekt: aba.is Bræðurnir Sævar Lárus, Egill og Halldór kampakátir eftir að vera búnir að klófesta bátinn sem til stóð að rífa. Upphaflega hét hann Vöttur SU-3 og var fimmti báturinn sem smíðaður var í Vör. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson „Ekki bara bátur heldur ættardjásn“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.