Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 87

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Side 87
Sjómannablaðið Víkingur – 87 Ég þykist vita að margir lesendur Víkings séu gjörkunnugir bátasíðu Árna Björns Árnasonar, aba.is – nú ef ekki þá er fyllilega tímabært að menn heimsæki þessa heimasíðu Árna Björns. Ég kalla hana þrekvirki, ekkert minna, og hafi forseti Íslands ekki þegar hengt orðu um háls hans ætti hann að gera gangskör að því og hafa hraðar hendur. * Við Íslendingar höfum verið býsna hirðulausir um að varðveita báta og skip sem hafa þó lengi verið grundvöllur byggðar í landinu. Ég heyri á skotspón- um að minjasöfn landsins eigi báta sem liggja undir skemmdum - já að Þjóð- minjasafn Íslands lúri jafnvel á tugum báta sem kúri í hirðuleysi. Auðvitað kostar skildinginn að gera upp gömul skip, því neitar enginn, en væri nú ekki ráð að Þjóðminjasafn aug- lýsti eftir mönnum á borð við þá bræður Egil, Halldór og Sævar Áskelssyni, og byði þeim að taka bát í fóstur? Já, hrein- lega gæfi þeim farkostinn væri fram á það farið en gegn loforði um að hann yrði gerður upp. * Á meðan þetta er ekki gert og sagan grotnar niður á fjörukömbum og í húsa- sundum eru menn eins og Árni Björn Árnason gulls ígildi. Af áhuga einum saman hefur hann tekið sér fyrir hendur að varðveita sögu sem annars myndi fara í glatkistuna. Gleymdir bátar ganga í endurnýjun lífdaga á aba.is; líka gamlir sjóvíkingar og útgerðarmenn. Og ekki aðeins lætur Árni Björn sig varða gamla sögu, hann horfir líka til líðandi stundar og hjá honum er að finna þessa frásögn af framkvæmdasemi þeirra bræðra Egils, Halldórs og Sævars Lárus- ar, eftir að þeir höfðu hinn 17. október 2015 látið draga Ása ÞH-3 til Akureyrar: „Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjar- lægja hvalbakinn af bátnum. Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað. Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var. Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið. Af- gasrör vélar var endurnýjað og til verks- ins notað ryðfrítt rör. Lunningsplanki úr eik var endurnýj- aður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn. Tveggja pila rekk- verk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu. Rafbúnaður bátsins var að mikum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og sigl- ingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært. Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið „Áskell Egilsson“ til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu. Meiri hluti þessarar vinnu var fram- kvæmdur á hliðargörðum slippsins á Ak- ureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016. Endanlegum verklokum var náð í júní 2017. Um miðjan þann mánuð fór báturinn í sína fyrstu hvalaskoðunarferð en hugmynd eiganda er að nota hann til þeirra hluta. Þessi hugmynd eiganda hef- ur gengið eftir og er báturinn enn notað- ur til hvalaskoðunar árið 2020. Skráður eignaraðili bátsins frá árinu 2017 er Halldór Áskelsson ehf. Akur- eyri.“ Saga báts Áskell Egilsson í hvalaskoðun – og slær í gegn. Mynd: Þorgeir Baldursson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.