Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 88

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2020, Page 88
88 – Sjómannablaðið Víkingur Við höfum borið okkur illa undan seinasta vetri, hann verið kaldur, illviðrasamur og fram úr hófi lang- ur. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta séu staðhæfulausar umkvartanir kynslóðar sem mulið hefur verið undir og sem fyrir vikið þolir illa ágjöf. Nei, alls ekki. En – veturinn hefði getað verið verri, já mun verri. Því til sönnunar skulum við fletta upp í dagbók Björns Jónssonar sem var ritstjóri norður á Akureyri og gaf út blaðið Norðanfara. Grímseyingar sjá ekkert nema ís Það er komið haust. Árið er 1880. Björn ritstjóri er að safna í sarpinn fyrir vetur- inn: „Lokið við slátur og sviðasultu og því komið í súrt til geymslu og eyðslu yfir veturinn lofi Guð mönnum að lifa.“ Í nóvember eru margir í kaupstað „og mikill drykkjumannasollur og ólæti.“ Veturinn er ekki enn genginn í garð fyrir alvöru. Þó snjóar og þegar kemur fram í desember verður músagangur svo mikill að menn vita ekki sitt rjúkandi ráð. Veturinn vers t i Kaldbakur í maí 2020. Við getum vart ímyndað okkur þá kuldatíð sem umbreytti firðinum í eina ísbreiðu, manngenga utan frá Siglufirði og Grenivík og inn á Akureyri. Þetta gerði þó kuldaboli árið 1881. Mynd: Þorgeir Baldursson Þau eru annars ófá kuldaárin í sögu lands og þjóðar. Þessi mynd er tekin 12. júní 1915 en þá var slíkur ís á Eyjafirði að skip komust ekki leiðar sinnar og bryggjur brotnuðu. Mynd: Hallgrímur Einarsson / póstkort

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.