Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 96

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 96
HERMAÐUR: Segðu mér þá bara eitthvað. Það þarf ekki að vera neitt sniðugt. Bara eitthvað — til að drepa tímann — ha? TERESA: Já, þú átt langa nótt fyrir hönd- um og hann líka. HERMAÐUR: Hann hver? TERESA: Þú veizt, strákurinn i Belfast. HERMAÐUR: Hann — æ, farðu nú ekki að tala um hann aftur — það eyðileggur allt. TERESA: Ég skal segja þér, þegar ég var í klausturskólanum. HERMAÐUR: Já, það er alveg upplagt. Lof mér að heyra. TERESA: Það var nú eiginlega alveg eins og í öðrum skólum — nema maður fór aldrei heim, — við lékum okkur í stóru steinlögðu porti og beinbrotnuðum ef við duttum. En fyrir utan vegginn voru stórir hagar og á frídögum og helgidögum var okkur hleypt þangað út. Það var yndis- legt. Einstöku sinnum fengum við líka að synda svolítið, en nunnurnar pössuðu okk- ur agalega vel, og ef það voru einhverjir karlar eða strákar, jafnvel þó þeir væru í mílu fjarlægð, þá — HERMAÐUR: Þá hvað? Segðu það, Ter- esa, segðu það. Við erum bæði fullorðið fólk, er það ekki? TERESA: Við fengum aldrei að fara úr neinu. Alveg satt, Leslie, jafnvel þegar við fórum í bað á laugardagskvöldum, þá létu þær okkur fara í sérstaka poka — HERMAÐUR: Poka? Kartöflupoka ? TERESA: Nei, sérstaka baðpoka, meira að segja litlu stelpurnar, fjögra eða fimm ára gamlar. HERMAÐUR: Þú meinar það ekki! TERESA: Hvernig var það hjá ykkur? HERMAÐUR: Allt öðru vísi. Við vorum all ir látnir fara í steypiböð og skvettum hver á annan og öskruðum og æptum og gerðum alveg svakalegan hávaða — það var alveg stórkostlegt, — langskemmti- legasta kvöld vikunnar. TERESA: Það skemmtilegasta hjá okkur var skrúðgangan fyrsta maí til dýrðar Hinni Blesuðu Jómfrú. HERMAÐUR: Blessuðu hvað? TERESA: Skammastín bara — Hinni Heil- ögu Mey. Maður gæti haldið að þú værir mótmælandi. HERMAÐUR: Það er nú einmitt það sem ég er, stúlka mín. TERESA: Æ, fyrirgefðu. HERMAÐUR: Ekkert að fyrirgefa. Ég hugsa hvort sem aldrei um það sjálfur. TERESA: Jæja, fyrsta maí var sem sagt alltaf þessi mikla hátíð. HERMAÐUR: Fenguð þið ekki eitthvað gott að troða í andlitið? TERESA: Troða í andlitið? HERMAÐUR: Já, eitthvað gott að éta. Hvað er þetta, manneskja, þú skilur bara ekki helminginn af því sem ég segi. TERESA: Nei, það var ekkert að borða. Agalega geturðu verið vitlaus. Það áttu einmitt allir að fasta. HERMAÐUR: Festa? Festa hvað? TERESA: Fasta. Ekki borða neitt. HERMAÐUR: Nú , var þetta hungur- stræka ? TERESA: Svona, ætlarðu að hlusta á mig eða ekki? Jæja, við fórum sem sagt í skrúðgönguna og ég var látin passa blönd- uðu krakkana. HERMAÐUR: Hvað er blandaður krakki? TERESA: Lítil stelpa eða strákur yngri en fimm ára. Þau eru kölluð blandaðir krakk- ar, af því að á þessum aldri er strákum og stelpum blandað saman. HERMAÐUR: Ég vildi að ég hefði verið blandaður krakki. TERESA: Má ég fá að halda áfram með söguna? Þegar strákarnir urðu sex ára, voru þeir sendir á sérstakt munaðarleys- ingjahæli fyrir stráka. HERMAÐUR: Meinarðu að það hafi verið eintómir munaðarleysingjar þarna? Er það, Teresa? Varst þú líka munaðarleys- ingji ? TERESA: Já, ég sagði þér það. HERMAÐUR: Nei, þú sagðir mér það ekki. TERESA: Vist sagði ég þér það. HERMAÐUR: Jæja, jæja — við skulum ekki vera að rífast út af því. Taktu heldur hérna í spaðann á honum stéttarbróður þínum — upp á það. (Þau takast í hendur). TERESA: Ég trúði þér ekki þegar þú sagð- ir mér það. HERMAÐUR: Það er nú samt satt. En skítt með það. Svona, haltu nú áfram að segja mér frá blönduðu krökkunum. TERESA: Það var þarna lítill strákur sem átti engan að og grét eins og garðkanna. Pabbi hans var dáinn og mamma hans hafði hlaupið frá honum. Hinir krakkarnir voru allir að hlæja og æpa, en þessi strákur stóð þarna einn og yfirgefinn og gat ekki hætt að skæla. Og veiztu hvað ég gerði þá? Ég bjó til kórónu úr sóleyjum og festi úr fíflum um hálsinn á honum og sagði að nú væri hann orðinn maíkóngur. Og hann gleymdi öllu nema því að hann var maíkóngur. HERMAÐUR: Mundirðu gera það sama fyr- ir mig ef ég væri blandaður krakki? (Þau gleyma sér alveg, Teresa verður feimin, gengur að glugganum o.s.frv.) TERESA: Ssssss — það er klukka að slá einhvers staðar úti í bæ. HERMAÐUR: Já, hvað ætli hún sé? TERESA: Ég hef ekki hugmynd um það. HERMAÐUR: Viltu gefa mér mynd af þér, Teresa ? TERESA: Til hvers? HERMAÐUR: Bara til að eiga. Ég meina sko, það getur verið að þeir fari með mig burt einhvern tímann í nótt, og þá kannski sé ég þig aldrei aftur. TERESA: Ég er nú ekki nein Elisabet Taylor eða Jayne Mansfield. HERMABUR: Hver heldurðu að kæri sig um mynd af þeim — svoleiðis gömlum jókum. TERESA: Ég á enga mynd af mér. (Hún dregur upp nisti sem hún hefur í festi um hálsinn.) HERMAÐUR: Hvað er þetta? TERESA: Sérðu það ekki? HERMAÐUR: Einhvers konar medalía. Hugsa sér, ég er ekki búinn að vera nema níu mánuði í hernum og fæ þá allt í einu medalíu! (Tekur við nistinu og skoðar það.) Hún er alveg nauðalík þér. TERESA: Láttu ekki svona! Þetta er helgigripur. HERMAÐUR: Æjá, þetta er hún þarna þessi heilaga ykkar. TERESA: Guðsmóðir, já. Og hún er móðir allra í heiminum. Viltu ganga með hana um hálsinn, Leslie? HERMAÐUR. Ef þú vilt setja hana á mig. Teresa. (Hún gerir það. Hann reynir að kyssa hana.) TERESA: Leslie, skammastin! HERMAÐUR: Svona, vertu ekki með neina vitleysu. Við skulum heldur ímynda okkur að við séum í bíómynd, og ég þurfi ekki annað en segja „Má ég“, og þá hvíslar þú strax „já“. (Músik.) Komdu Teresa. (Hún er feimin, en hann dregur hana fram í fótljósið og þau syngja og dansa. Lagið er „I will give you a golden ball“. í síðustu vísunum ganga þau að rúminu. Ljósin slokkna snögglega.) TERESA (syngur og dansar): Ég skal kaupa þér kökusnúð með kardimommum og sykurhúð, ef þú giftist, ef þú bara giftist ef þú giftist mér. HERMAÐUR: Ég skal gefa þér gull í tá TERESA: og góða skó til að dansa á, ef þú giftist o. s. frv. Ég skal elska þig æ svo heitt að aldrei við þurfum að kynda neitt, HERMAÐUR: ef þú giftist o. s. frv. Ég skal syngja þér ljúflingslög og leika undir á stóra sög, TERESA: ef þú giftist o. s. frv. Ég skal fela þig fylgsnum í, svo finni þig ekkert pólití, BÆÐI: ef þú giftist o. s. frv. HERMAÐUR: En þá er að vita hvort þú passar mér, BÆÐI: hvort þú passar mér og ég passa þér. 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.