Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 34
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forset-
inn í raf-
magns-
flugvél
ÁGÚST Forseti
Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, steig
út úr fyrstu rafmagns-
flugvélinni á Íslandi
á Reykjavíkurflug-
velli þann 24. ágúst
eftir fyrsta farþegaflug
hennar. Vélin er tveggja
sæta og af gerðinni
Pip-istrel. „Þetta var
hvort tveggja einstakt
og stórmerkilegt í sam-
hengi íslenskrar flug-
sögu en um leið eins
og hver önnur flugferð
með flugvél af þessu
tagi,“ sagði Guðni að
fluginu loknu.
Morgunblaðið/Eggert
Hjólhýsin horfin frá
Laugarvatni
ÁGÚST Unnar Atli Guðmundsson rífur hýsi sitt í hjólhýsabyggðinni á
Laugarvatni en byggðin var lögð niður í lok ágúst. Eigendur hjólhýsa á
svæðinu eru mjög ósáttir og saka sveitarstjórn Bláskógabyggðar um að
hafa veitt þeim falska von sem bitni á heilsu þeirra og fjárhag.
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Voða-
verk á
Blönduósi
ÁGÚST Talsverð-
ur fjöldi fólks kom
saman á íþróttavell-
inum á Blönduósi
hinn 26. ágúst og
kveikti á friðar-
kertum til þess að
sýna þeim samhug
og hluttekningu
sem áttu um sárt
að binda vegna
voðaverka í bænum,
en hinn 21. ágúst
réðst maður inn á
heimili og skaut hjón
sem lágu sofandi
í rúmi sínu. Konan
lést en eiginmað-
urinn lifði árásina
af. Árásarmaðurinn
féll fyrir hendi sonar
hjónanna. Voða-
verkið snerti alla
þjóðina djúpt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldgos íMeradölum
ÁGÚST Hinn 3. ágúst fór að gjósa á ný á
Reykjanesi, í þetta sinn í Meradölum. Sjónarspilið
var magnað, ekki síst úr lofti. Eldgosið var ekki
langlíft og entist aðeins í átján daga. Fjölmargir
náðu þó að berja það augum og fóru mörg þúsund
manns á dag gangandi að gosinu langa leið.
FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Morgunblaðið/Eggert
Grátlega nálægt
átta liða úrslitum
JÚLÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fór taplaust heim af EM í
vor. Sáralitlu munaði að Ísland kæmist í átta liða úrslit. Nokkur tár féllu
að vonum þegar ljóst varð að draumurinn var úti.