Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12.2022 Reuters/Loren Elliott TPX Images of the Day Ástralar vísa tennisleikara úr landi JANÚAR Novak Djokovic, einum fremsta tennisleikara heims, var vísað úr landi í Ástralíu 14. janúar, degi áður en opna ástralska meistaramótið átti að hefjast, vegna þess að hann hafði ekki verið bólusettur gegn kórónuveirunni. Nefnd þriggja dómara staðfesti ákvörðun stjórnvalda um að fella vegabréfsáritun Serbans úr gildi í þágu „heilbrigðis og reglu“. Alex Hawke, þáverandi ráðherra innflytjendamála í Ástralíu, sagði að ákvörðunin hefði verið tekin af ótta við að fengi hann að spila á mótinu gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga bólusetninga og jafnvel ýtt undir „borgaralega ólgu“ í landinu. Djokovic, sem unnið hefur 20 titla á stórmótum, sagði að ákvörðun sín um að fara ekki í bólusetningu væri persónu- leg og hann vildi ekki láta hreyfingu andstæðinga bólusetninga setja sig á stall. Hér sést Djokovic yfirgefa hótel sitt í Melbourne eftir að áritunin var felld úr gildi. Nathalia Angarita/The New York Times Fóstureyðingar leyfðar í Kólumbíu FEBRÚAR Stjórnlagadómstóll Kólumbíu úrskurðaði 21. febrúar að fóstureyðing á fyrstu 24 vikum meðgöngu myndi ekki lengur teljast glæpur. Fram að því höfðu fóstureyðingar aðeins verið leyfðar svo fremi að líf móður væri í hættu, móðirin hefði orðið þunguð eftir nauðgun eða ef fóstrið var vanskapað. Kólumbíumenn eru flestir kaþólskir og íhaldssamir í félagsmálum. Konur í Rómönsku Ameríku hafa lengi barist fyrir réttinum til fóstureyðinga. Samtökin „Marea Verde“ eða „Græna bylgjan“, sem eiga rætur í Mexíkó, hafa verið þar í fremstu víglínu. Samtökum gegn fóstureyðingum var sumum nóg boðið þegar dómurinn féll og fóru í mótmælagöngur á götum Bogota. Á myndinni sjást stuðningsmenn fóstur- eyðinga fagna fyrir utan höfuðstöðvar stjórnlagadómstólsins í höfuðborginni eftir að niðurstaða hans lá fyrir. Brendan Hoffman/The New York Times Rússar ráðast inn í Úkraínu FEBRÚAR Rússar réðust af alefli inn í Úkraínu 24. febrúar. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti herlög í landinu og fyrirskipaði herkvaðningu allra karla í landinu á aldrinum 18 til 60 ára. Um 13 milljónir Úkraínumanna flúðu landið eftir innrásina og þriðjungur landsmanna var á vergangi. Þetta er mesti flóttamanna- vandi í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöld. Vladimír V. Pútín, forseti Rússlands, kallaði innrásina „sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða“ Úkraínu og var harðlega gagnrýndur víða um heim. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að fordæma innrásina og þess krafist að rússneski herinn drægi sig alfarið til baka. Stríðið hófst árið 2014 í héruðum Úkraínu við landamæri Rússlands. Alþjóða- glæpadómstóllinn hóf rannsókn á stríðs- glæpum og glæpum gegn mannkyni, sem framdir hefðu verið í Úkraínu síðan 2014. Á myndinni sést hvar úkraínskir sjálfboðaliðar fá afhent vopn í vopnabúri í Fastív í Úkraínu í febrúar. Mary Lyn Fonua/Matangi Tonga/AFP gegnum Getty Images) Eldfjall við Tonga skekur heiminn JANÚAR Umbrot í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha’apai í Suður- Kyrrahafi náðu hámarki 15. janúar eftir að hafa verið að magnast upp vikum saman. Gosið í fjallinu olli flóðbylgjum í löndum við Kyrrahafið, þar á meðal á Nýja-Sjálandi, í Japan, Chile og Banda- ríkjunum. Þrír létust hið minnsta og öll hús eyðilögðust á eynni Mango. Vísinda- menn segja að gosið hafi hrundið af stað fátíðri höggbylgju, sem fór um heiminn á einum og hálfum sólarhring. Áhrif af sprengigosinu voru mikil og mátti heyra hljóðbylgjuna vegna þess allt til Alaska. Gosið var það kraftmesta sem mælt hef- ur verið með nútímatækni og var öflugra en nokkurt gos eða kjarnorkuvopnatil- raun undanfarin 100 ár. Konungshöllin í höfuðborg Tonga, Nukualofa, var þakin öskulagi eftir gosið í neðansjávarfjallinu. FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.