Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 22
22 Borgfirðingabók 2012
Árásarstríð Sovétríkjanna gegn Finnlandi sem hófst í nóvember 1939
hafði djúp og varanleg áhrif á Guðrúnu. Á forsíðu Lesbókar Morgun-
blaðsins birtist 24. mars 1940 kvæðið Til Finnlands, þar sem þetta
erindi kemur fyrir:
Stafar hætta af menntun, valdi og viti,
vísindum og uppgötvanastriti?
Það, sem átti að bæta bölið nauða,
bölvun eykur, þjáning, kvöl og dauða.
Valdhöfum er sungið lof í ljóði,
en lítum Kains mynd í Abels blóði,
og á meðan bróðir vegur bróður,
brennur allur jarðarinnar gróður.
Börnin og jólin
Guðrún velti þó ekki eingöngu fyrir sér hörmungum stríðsins. Hún
var alla tíð vinur barna og þeirra sem minna máttu sín. Árið 1941
kom út bók hennar Börnin og jólin. Bókin fékk mikla umfjöllun í
blöðunum, en hún var fallega myndskreytt af Atla Má. Bókin seldist
í stórum upplögum og voru þau ófá börnin sem fengu hana í jólagjöf
1941. Aðalbjörg Sigurðardóttir skrifaði grein vegna útkomu bókar-
innar og hófst hún á þessum orðum:
Árið 1915 kom út jólakort með litilli vísu á. Höfundurinn var ung
stúlka um tvítugt, og þetta var það fyrsta sem frá henni kom á prenti,
vitanlega nafnlaust ...
Það er vel til fallið að frú Guðrún velur bók sinni nafnið Börnin
og jólin því þetta tvennt, með öllu sem það táknar, mun vera hjarta
hennar hugnæmast. Hún ann börnunum á hvaða aldri sem þau eru
og kærleikur hennar birtist í dómgirnislausri umhyggju og löngun
til að gleðja þau og vernda frá öllu illu. Og jólin verða henni tákn
alelskunnar, sem umvefur allt, í þeim faðmi er öllum óhætt, þrátt fyrir
allt. Þessi kona yrkir af því að hún trúir á hugsjón kærleikans. Þess
vegna eru ljóð hennar holl og finna leið til hjartans, eins og þau líka
augsýnilega streyma út frá hennar eigin hjarta.
Við ljóðið Rúnu samdi Sigurður Þórðarson lag sem oft var leikið
og sungið í útvarpinu og heyrist enn þann dag í dag: