Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 28
28 Borgfirðingabók 2012
ég sá,að Þrúða sat þar inni,
sjáanlega mædd og þreytt,
eins og gæti ekki neitt,
öll hún skalf af ekka sárum,
augun þrútnu flóðu í tárum,
grét hún yfir gengnum árum,
hún bærði vör og bað í hljóði,
bráðum heyrðust gleggri svör;
ræddi hún um sín raunakjör?
Þrúða mælti þungum rómi:
Það er svo að manna dómi
að ég er ekki sveitarsómi.
Um mína raun ég ræði fátt,
reynslan okkur kennir þrátt,
að bera skyldi höfuð hátt og hylja öðrum tárin,
þegar blæða þyngstu hjartasárin,
og síst er vert að sýta,
í sólarátt skal líta,
þó götuslóðinn grýttur sé
og gefist lítil veðrahlé,
því hugurinn á heilög vé,
sem heppnast ekki að grýta,
þau eru hulin hreinleikanum hvíta,
í einverunni ég krýp á kné,
mér hverfur allur tregi,
gleðina mína aftur þar ég eygi.
Þar er friður, þar er skjól,
Þar eru minnar bernsku jól.
Lítil stúlka í stuttum kjól
starir á kertaljósin,
starir glöð á stóru kertaljósin.
Jólaklukkur kalla hátt,
komin er hin helga nátt,
betra getur enginn átt
en eilífa friðinn.
Þrúða var liðin.