Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 44
44 Borgfirðingabók 2012
30 silfurpeningar
Samkvæmt hinum mikla mæli tímans vissu menn að við sólris á til-
teknum stað á sjónhring í þessum geira sólúrs heimsmyndarinnar, á
vetrar sólstöðu, sigldi veröld inn í kalda hluta ársins. Algengustu tákn
þessa staðar eru hreysti, karlmennska, kuldi sjávar, tungl og silfur.
Því er eðlilegt að silfur egils væri þar falið. draumur fjósakonunnar
og húskarlsins minna á mælingaathöfn sem hófst í þessum geira
heimsmyndarinnar. Fjósakonan hreinsar fætur sína á upphafspunkti
mælingar. Þaðan var stikað þvermálið, 216000 fet (um 66, 6 km)
frá húsi Ásólfs til vöggu Sturlunga á Fellsströnd. draumarnir lýsa
helgisið mælingar sem festi stjarnhiminn og sólargang við jörð.
Þetta var siður sem sáðmenn hinnar nýju trúar tóku upp og tíðkast
enn við altarisgöngu í kristni. Fætur þeirra sem bera orð guðs um
heiminn eru þvegnir. enn í dag veitir biskup fótþvott, mandatum, í
viðurkenningaskyni þegar prófessorar verða fullnuma við kaþólskar
menntastofnanir í nútíma biskupsdæmum. Í draumi Halldórs um
Ásólf sem ætlaði að sprengja augun úr hausi hans nema hann keypti
aftur bein hans gegn „mörk-um silfurs“, felst sama hugmynd og
í huga prestfrúarinnar á Reykholti, sem ætlaði að stinga augað úr
goðorðsmanninum Sturlu, föður Snorra, og gera hann eineygðan eins
og Óðin þegar þrasað var um verðgildi þessa merkisstaðar heims-
myndarinnar í sögnum Reykholtskirkju.3
Verðið var hugsanlega 30 peningar silfurs líkt og þóknun Júdasar
fyrir að segja frá Jesú til þess að hann yrði drepinn svo að hann mætti
rísa aftur. Á þessum stað í heims-myndinni bjó eineygður Óðinn eftir
að hafa fórnað öðru auga fyrir eilífa visku um nýjan heim, og þar
bjó að öllum líkindum Júdas. Vitrir guðir líkt og sá sem dvelur á
Goðasteini í heimsmynd Rangárvalla, - Óðinsvéum í heimsmynd
danmerkur, - Ólympus í heimsmynd Grikkja,4 svo dæmi séu tekin,
vissu að upphaf sumars var hinu megin á sólúrinu í eilífu hringferli
árstíða.
england gegndi lykilhlutverki í landnámi Íslands og síðar kristnun
þess líkt og annarra Norðurlanda vegna hinna miklu norrænu byggða
sem þar voru.
Þegar kristni festi rætur komu þaðan trúboðsbiskupar sem störfuðu
á Íslandi þar til erkistóll var stofnaður í Niðarósi 1152. eftir það varð
íslenska kirkjan hluti af þeirri norsku.