Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 56
56 Borgfirðingabók 2012
nokkuð lengi. Við komum á hlaðið á Svartagili. Þar var þá elín systir
mín. Hún býður okkur í bæinn. Við þiggjum það með þökkum að
fá kaffi, áður en við leggjum á hálsinn, en hún kemur með það sem
betra er, bláber og rjóma. Pálmi hefur orð á þessu að það sé þjóðlegt
að koma á svona heimili. Þetta leystist vel með fossinn. eitthvað tók
jeg af körlum, en þeir voru óvanir að bora. Það þurfti æfingu til að
verða góður bormaður.
Jeg hafði tekið með mér þegar jeg yfirgaf Rauðará fáeina stálbora,
slaghamar og setthamar. Þetta kom mér að góðu haldi. Nokkru síðar
var komið að Laxfossi. Jeg tók að mér að gera honum lik skil og
Glanna. Jeg var svo heppinn að það varð ekkert slys við þetta verk.
Maður hét Sigbjörn Ármann. Hann hafði Gljúfurá á leigu. Hann sagði
að það væri foss í henni sem tefði laxgöngur og bað mig að lagfæra
hann. Þetta var talsvert fyrir ofan brúna. Ég fór heim á kvöldin og var
heima á næturnar. Finnur Klemensson var þá í Stóruskógum, var að
byrja þar búskap. Jeg tók hann í vinnu. Hann átti svo stutt að fara.
Jeg fór þar um hlaðið. Við byrjuðum á að veita ánni frá þar sem bora
átti og stífluðum með pokum fylltum af mold og sandi. Við borum og
sprengjum og allt gengur vel, losum úr pokunum moldina.
Áin verður náttúrulega kolmórauð og laxinn lætur ekki á sér standa.
Hann er að busla þarna í drullugu vatninu við fæturna á okkur. Sig-
björn var staddur hjá okkur, þegar við tókum stífluna. Hann hoppaði
upp af hjartanlegri ánægju og sagði að þetta væri bæði sjáanlegur og
áþreifanlegur árangur. Laxinn hafði legið undir fossinum og tók að
stökkva, þegar áin steyptist kolmórauð yfir hann. Við vorum ekki
lengi við þetta og launin fyrir það gleymd, en karlinn var hossandi
kátur og hélt upp á mig eftir þetta. Svo bað hann mig að laga haft í
Litlu-Þverá, niður undir ármótunum. Jeg fór og fékk með mér Guð-
mund Gíslason á Svartagili. Við vorum bara tveir í þrjá daga. Þessi
Gljúfurárfoss hefur ekkert verið endurbættur síðan, en hinir fossarnir
margsinnis, en fyrstu rispurnar gerði jeg. einu sinni sendi ensk frú
Þorkel Teitsson póstafgreiðslumann í Borgarnesi eftir mér vestur að
Langá. Hún hafði hana þá á leigu. Hann keyrði mig heim að veiðihús-
unum. Kerla var svona miðaldra, þybbin og lagleg. Hún kemur strax
með viskí og sóda. Jeg skildi ekki orð, en Þorkell túlkaði. erindið var
hvort jeg myndi vilja sprengja smáfoss sem er stutt fyrir ofan brúna
á ánni. Jeg taldi víst að það gæti gengið fyrir sig. Þorkell skilaði mér