Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 109
109Borgfirðingabók 2012
og Andkílinga. Heitir Gullberastaðartunga austan Lambár allt til
Kaldár, en land Gullberastaða mun þó hafa náð lengra austur eða
allt að Fossá sem fellur í Reyðarvatn. Landið var selt bændum í
Andakílshreppi laust undir aldamótin 1900. Þess má geta að Gull-
berastaðir voru landnámsjörð Bjarnar Gullbera og Ljótunnar, konu
hans. Skammt austan ármóta Lambár og Grímsár skagar höfði fram í
ánna sem einbúi heitir. Norður af honum sér móta fyrir tóftum Teits-
sels. ekkert er frekar um það vitað. Innan við einbúa heitir hallinn
niður að ánni Bringur. Landamerki Reykja og Brennu taka stefnu í
gljúfurkjaft Lambár.
Um miðbik Gullberastaðatungunnar, neðantil, stóð Gullbera-
staðasel góðan spöl frá Grímsá. Sést það glögglega enda grænna
en umhverfið í kring. Saga selsins er ekki kunn að öðru en því að
búið var þar um áratugaskeið frá 1854 – 1897, þó slitrótt. Bjuggu
þar margir en flestir stuttan tíma. Fyrst bjuggu þar og lengst Gunnar
Gunnarsson frá Gilstreymi og Agata Magnúsdóttir frá Hóli. Út frá
þeim er mikill ættbogi kominn, meðal annars í Lundarreykjadal og
víðar um Borgarfjörð. Síðast bjuggu í selinu Kristgeir Jónsson frá
Heiðabæ í Þingvallasveit og Guðný Ólafsdóttir frá Hlíðarhúsum í
Reykjavík. Lengst bjuggu þau í Gilstreymi en einnig á englandi og
Bakkakoti í Skorradal. Þau Kristgeir og Guðný skildu. Kristgeir átti
nokkuð óvenjulegan lífsferil.
Undan Gullberastaðaseli er Selfoss í Grímsá neðstur í röð margra
fossa eða flúða. Ofan þessara flúða er Tjarnarlækjafoss. Neðan hans
fellur Tjarnarlækur í Grímsá að sunnanverðu, hann kemur úr Reyk-
jatjörnum. Í þeim var silungur er gekk úr Grímsá en mun að mestu
eða öllu horfinn. Nokkru ofar en hér getur er svolítill hóll fast við
ána norðanmegin. Við hann er Gnípufoss ekki hár. er nú skammt
til ármóta Grímsár og Kaldár sem er lindá að mestu, bakkagróin,
lygn nærri ármótum, en straumhörð og grýtt í botn hið efra og fellur
þar fremur þröngt. Í hana fellur lækur úr Syðri - Skotmannstjörn
að norðan og gengur upp hann silungur til tjarnarinnar. Að sunnan
fellur Grenjalækur í Kaldá, þröngur og holbekktur. Styttist nú ört að
Reyðarvatnsósi, þar sem eru upptök Grímsár. Skammt neðan óss-
ins eru Ósfossar, öðru nafni Hávaðar. Í Ósnum er hólmi er Óshólmi
nefnist og er kvíslin norðan hans miklum mun meiri en hin syðri. Í
botni hennar er grjóthleðsla sem hefur verið mæld og skoðuð tals-
vert og ritaðar um hana greinar. Þessa mannvirkis mun vera getið í