Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 116
116 Borgfirðingabók 2012
sandi og sagt, „enginn veginn meinar mér, á mínum eigin sandi“.
Hvítá er þó á þessum stað allþröngur stakkur skorinn af rammgerðum
klettahömrum til og frá sem ganga fram í ána og marka henni bás að
mestu eða öllu leyti.
Áður er þess getið að tilfærsla hefði orðið við Flóðatanga. Þar
sem áin áður rann meðfram túninu, jafnframt því að renna niður með
Þingneshömrum og myndaði þannig eyju sem hlaut nafnið Þræley og
vaðið á ánni á þessum stað nefnt, Þræleyjarvað eða Þrælastraumur.
Síðar hefir áin flutt sig búferlum að syðra landinu eða í syðri far-
veginn og Þræley jafnan síðan verið nes eða tunga milli Norðurár
og Hvítár, en haldið þó sínu upphaflega nafni, sem á ekki lengur við
landslag eða staðhætti.
Sú mesta og frægasta breyting sem orðið hefir á farvegi Hvítár
var þegar hún braut sér nýja leið í gegnum „eyjarfax“, svonefnt í
stað þess að krækja fyrir Stafholtsey í Bæjarsveit eftir sínum gamla
farvegi, sem enn í dag heitir „Farvegur“, en er nú að mestu grasigróið
land. Ofan Stafholtseyjar rann Hvítá áður allnærri Þverá, en greinilega
aðgreind af háum malarhrygg og sandhellu, svonefndu eyjarfaxi.
einn góðan veðurdag, eða þó líklega ekki góðan, sem ekki er full-
víst nær var, en líkur benda til að hafi verið árið 1535, eða fyrir 423
árum er komið gat á „Faxið“, og nokkur hluti árinnar beljar þar í
gegn útí Þverá, en þykk jarðbrú yfir. Þórður lögmaður sem fæddur er
í Þingnesi 1524, segir að hann hafi riðið brúna þegar hann var 12 ára
Frá ármótum Norðurár og Hvítár. Fjær til vinstri á myndinni sést í Þræley.
Myndin er tekin frá Staumum. Mynd Ómar Arason.