Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 120
120 Borgfirðingabók 2012
Undan Kaðalstöðum í Stafholtstungum, en á móti landi eyðijarðar-
innar Langholts í Andakílshreppi, er allvíðáttumikil eyri að nokkru
leyti grasi vaxin og að nokkru leyti, hrein möl, sem heitir Lambeyri.
eigandi Langholts telur eyri þessa eign Langholts af því að einhvern-
tíman, endur fyrir löngu hafi Hvítá runnið norðan eyrarinnar. Hvort
hér verður einhverntíman um landaþrætumál að ræða skal ósagt látið,
enda ekki um mikla landkosti að ræða og því minni veiðivon, en
veiðimál eru víða viðkvæm og hafa oft valdið ágreiningi.
Vera má að Hvítá hafi einhverntímann runnið norðan Lambeyrar,
en heldur sýnist það ólíklegt. Hitt er aftur á móti ljóst að áin brýtur
gróið og gott land af Langholtslandi og skilar engu aftur nema ef vera
kann að malarröndin á Lambeyrinni stækki eitthvað. Sú þjóðsögn
að einmitt þarna hafi spjóti verið skotið yfir Hvítá og maður á syðri
bakkanum hæfður til bana og dysjaður á staðnum og dys hans sjáist
þar allt fram á þessa öld er ekki trúleg, og sérstaklega í sambandi við
það að áin hafi runnið norðan Lambeyrar, því að þá hefði þurft að
flytja lík mannsins æði langa leið, mörg hundruð metra að kílómeter,
en það var ekki til siðs í þá daga og ástæðan ekki sjáanleg, að annar
háttur væri á hafður í þessu tilfelli frekar en öðrum hliðstæðum.
Nú bindum við upp taumana, rekum og ríðum hratt frá Lambeyr-
inni, við þurfum ekki að skoða ströndina á löngu svæði. Hún er líkt
og á strönd Rínar í Rínardalnum, en hún er hlaðin úr höggnu grjóti og
haggast ekki hvað svo sem á gengur.
Við stönsum þó hjá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Á fyrri hluta síðustu
aldar eða um hana miðja ólst upp að Kirkjubóli, Jón erlingsson,
sem síðast bjó að Kollslæk í Hálsasveit, og er látinn þar í hárri elli,
Fjallasýn séð frá Hraunsási. Geitlandið fyrir miðju. Mynd Ómar Arason.