Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 125
125Borgfirðingabók 2012
svo Tungan litla er nú áföst við Kalmanstunguna“. Þetta er orðrétt
tekið eftir Brynjólfi Jónssyni. ef þetta er rétt virðist vera þarna um
tvær tilfærslur að ræða, en þó með litlu millibili. Brynjólfur lýsir
landinu á þessa leið, „Tungan litla er hraunland, mestallt skógi vaxið,
en þó blásið austan til. Þar sjást grjótrústir eigi alllitlar, þó sést ekki
tóftaskipun með vissu, enda hefir sauðahús verið reist á seinni tímum
ofan á þá rúst, sem líklegust er til að hafa verið bæjarrústin“.
Að síðustu er það Matthías Þórðarson fornminjavörður, sem rann-
sakar staðinn 1909. Matthías kemst að flestu, eða öllu því sama og
hinir fyrri fræðimenn, en ekki er því að leyna að rannsókn hans
virðist til muna nákvæmari og ítarlegri, en hinna og hefir hann þó
lakasta aðstöðu þar sem liðin eru 68 ár frá komu Jónasar, og áratugir
frá komu hinna og allir sennilega eitthvað grafið, og hreyft til auk
þess sem veður og vindar hafa sínar verkanir. Matthías eins og hinir
allir sér tvær tóftarrústir, en hann dregur í efa með sauðahúsin, sú
minni er norðar og enn ógreinilegri. Þar telur Matthías að verið hafi
kirkja Bjarna Sturlusonar. Þar rétt hjá fann hann lítið beinbrot og alls-
veran járnnagla, sjö sentimetra langan, og mjög ryðbrunninn. Hin
stærri rústin og greinilegri telur hann að hafi verið sjálfur bærinn.
Á þessu sama uppblásna melbarði telur Matthías að hafi verið tvær
fornar dysjar, með litlu millibili, voru þær líkar að gerð. Á öðrum
enda beggja var stór steinn. Í annari fann hann allmörg beinabrot,
Hvítá ofan við Gunnlaugshöfða. Mynd Ómar Arason