Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 127
127Borgfirðingabók 2012
Borgarfirði, séð hennar fegurð í litum og línum, séð hennar tign og
mátt og náttúruundur.
Hann segir; „Óvíða hef ég komið hér á landi á þá staði, sem mér
hafi þótt fegurra, en hér á Tungufelli og við það. Fjallasýnin er ein-
kennileg og stórfengleg. eiríksjökull og Langjökull til dæmis, útsýnið
niður um Borgarfjörðinn, landið rétt umhverfis, Húsafellsskógur og
skóglendið allt niður með Hvítá, árnar, og sjálfur staðurinn, þakinn
þéttum skógi með berjalautum, blágresi og reyr, og iðagrænum vall-
lendisbollum.
Ég vil ráða þeim, sem ferðast um hér á landi, sér til skemmtunar og
hressingar að fara upp að Kalmanstungu og skoða Tunguna litlu og
Tungufell, og fara alveg fram í odda þar sem Hvítá og Norðlingafljót
falla saman. enda er hér í Kalmanstungu fleira fallegt og merkilegt
að skoða svo sem kunnugt er.
Ég tel mig nú fyllilega hafa komið endunum saman, því að í upp-
hafi frásagnar minnar um Hvítá í Borgarfirði, gat ég þess að fyrsta
tilefnið til þess að ég fór að undirbúa þessa Hvítárlýsingu, væri sú að
mér þættu Borgfirðingar leita langt yfir skammt þegar þeir væru að
ferðast um fjarlæg héruð, eða fjarlæg lönd til þess að sjá fagra staði,
en gættu lítt að því sem okkur eigið hérað hefði upp á að bjóða og
Hvítá ofan við Gunnlaugshöfða og Hraunsás. Mynd Ómar Arason.