Borgfirðingabók - 01.12.2012, Side 141
141Borgfirðingabók 2012
til Íslands og gist að Hóli í Lundareykjadal, kom einnig að Odds-
stöðum og fórum við Hanna og Hólshjónin með hann i Skorradal,
skoðuðum skógrækt, komum að Bakkakoti og þáðum góðgjörðir og
eríkur bóndi tók harmóniku sína og spilaði. Við Jóhannes sungum
með honum, var gerður góður rómur að því. Þess má gjarnan geta
að eiríkur var sá sami sem Magnús Ásgeirsson á Reykjum nefndi
„Hofsláka æringja austan af landi“ í þýðingu sinni á Laugardags-
kvöldinu eftir Fröding.) eftir þennan útúrdúr, er haldið af stað og
ekið í einni striklotu um marga dali og langan veg, ekki stansað fyrr
en í gróðrarstöðinni Melhús í suður Þrændalögum og borðað þar í
boði skógræktar fylkisins. Síðan var ekið til Þrándheims eða hins
forna Niðaróss, þar sem Kjartan Ólafsson og Ólafur Tryggvason
háðu sundkeppni sína fyir tæpum eitt þúsund árum. Við fórum á
ferju yfir fjörðinn. efalaust var margt að skoða í Niðarósi en ekki
reyndist neinn tími til þess, þar sem við komum aðeins tíu mínútum
fyrir ákveðinn brottfarartíma ferjunnar eða kl. 21.20 og allir orðnir
sjúskaðir, eftir að hafa setið í rútubíl á sjötta hundrað kílómetra og
verið á ferð frá kl. 8.30 um morguninn. Fossenferja flutti okkur yfir
sundið frá Niðarósi og til Vandvik (Vatnsvíkur), þaðan héldum við
áfram til Rissa þar sem við karlarnir vorum látnir búa í skólahúsi
öldnu en ágætu, en okkar indælu dömur á prívatheimili í nágrenninu,
svaf eg nú ljómandi vel um nóttina.
7.ágúst: Kl. 9.20 var framreitt af norskum stúlkum kaffi, mjólk,
heimabakað brauð, lifrarkæfa, geitarostur og mjólkurostur. Þá var
farið að planta í skógi og þar komið í skógarkofa og drukkið ketilkaffi
og með því brauð sem við smurðum í nesti um morguninn, Komið
var heim kl. 3.30 og farið í bað í vatninu, hitinn var geysimikill, við
vorum mikið hálfber og létt klædd. eg get ekki nógsamlega lofað
hvað veðrið er gott, 21 stig á selsíus og er alveg nóg. Okkur var
boðið að borða í Ungmennafélagshúsi, Skogly samfundshús, þar
voru haldnar ræður og greint frá sögu sveitarfélagsins Rissa, taldi
það áður 3300 innbyggjara, en um síðustu áramót fjölgaði íbúum í
6600, vegna sameiningar. Við hlið mér sátu skólastjórahjón, Áse og
Jarle Vingsand, skemmtileg hjón og spjallaði eg mikið við þau, talaði
jöfnum höndum íslensku, norsku og dönsku og kryddaði með enskum
orðum. Þau höfðu lesið fornnorsku. Heima hjá henni í Þrændalögum
eru 300 ekrur ræktað land og 600 ekrur með skógi.