Borgfirðingabók - 01.12.2012, Síða 153
153Borgfirðingabók 2012
farþegaskipi hvers nafn er Bessheim. Því var sökkt á stríðsárunum
af Þjóðverjum eða Japönum. Nú er búið að byggja nýtt. Hér fyrir
handan er dalur, sem heitir Sikilsdalur, þar var hesturinn Sikill sem
Nordal Gríeg orti um og Magnús Ásgeirsson íslenskaði. Hér á Bess-
heim fengum við súpu, síðan silung og á eftir aprikósugraut og kaffi,
hér ganga um beina ungar stúlkur klæddar þjóðbúningum, á veggjum
hanga málverk sem vel gætu verið frá Íslandi þar af eitt úr Hval-
fjarðarbotni og annað sem gæti verið einhversstaðar af íslenskum
heiðum, skóglaust land. Hér stóð upp Sigurður Blöndal og þakkaði
fyrir að við fengum tækifæri til þess að skoða Jötunheima, og þarna
var okkur gefið ferðamannakort af Jötunheimum þar eru myndir og
uppdráttur af þessu svæði.
Þó að eg kannske hafi skrifað það einhversstaðar áður endurtek
ég, að það sér á að Norðmenn frændur okkar eiga mikið af timbri í
sínum skógum, byggingarmáti þeirra ber það glöggt með sér, þar sem
hverjum trjástofninum er raðað ofan á annan og sverustu símastaurar
lagðir langsum yfir, undir þakið í staðinn fyrir sperrur og síðan klætt
á með plægðum viði. Í Noregi er algengt að sama ættin hafi verið á
jörðunum svo árhundruðum skipti. Á einni jörð hafa síðan um 1100
skipst á nöfn bóndans eiríkur og eysteinn. Hér er á sem á að virkja
og leggja jarðgöng sem koma fram í Vogavatni, þessi foss er sá eini
sem óbeislaður er í Vogum. Hér uppi er búið að grisja skóginn, en
skilin hafa verið eftir nokkur tré til þess að bera fræ, fræár eru hér
sjaldan, kannske fimtánda hvert ár. Næst komum við í hótel og um
leið byggðasafn sem veitingahúsið er reist utanum. Var það stofnað
af föður konunnar sem hér býr nú og sýndi okkur þetta allt. Faðir
þessarar konu var fylgdarmaður Gústafs 5. krónprins hér yfir fjöllin
árið 1900. Þegar prinsinn gisti hér var mikil viðhöfn og stráð var
einiviði á gólfið, þegar hann fór á fætur morguninn eftir, stakk hann
sig í fótinn, varð illur og kærði, en ekkert varð úr því.
Hér er seldur súr rjómi og heitar vöfflur, þetta voru þær veitingar
sem piltarnir fengu á laugardagskvöldum, þegar þeir komu í heim-
sókn til selstúlknanna. Rjóminn ku smakkast vel, en ég veit það ekki,
tímdi ekki að kaupa hann. Þesssi kona er frænka Olav Bull, málarans
mikla, edvard Munch og fleiri stórmenna. Hér á byggðasafninu er
dót sem þrír enskir ferðamenn sem ferðuðust hér um fyrir 70 til 80
árum voru með, en þá var slæmt árferði. Þeir voru með þeim fyrstu
sem hér ferðuðust og skrifuðu bók um ferðalagið.