Borgfirðingabók - 01.12.2012, Side 178
178 Borgfirðingabók 2012
fremri mér á öllum sviðum. Var líka ætlast til meira af henni í námi.
Ég var yngst í skólanum og dró mig til hlés í ærslum og óþekkt.
Það kunni Árni Þorsteinsson að meta og var alla tíð góður við mig,
sem og aðra. Auk okkar frá Hæli gengu í skólann krakkar frá Geirs-
hlíð, Lúlla (Ljótunn) og Pétur Jónsbörn. Með þeim voru stelpur frá
Litlakroppi og gistu þær í Geirshlíð þann tíma, sem skólinn var. en
það voru þær Lilja Guðmundsdóttir, sem ólst að öllu leyti upp á Litla-
kroppi, og Svafa Guðlaugsdóttir, sem var þar í fóstri, kom þangað
stálpuð. Svo slóst Þórey Valdemarsdóttir í Geirshlíðarkoti í hópinn.
Siggi (Sigurður Albertsson) í Brúsholti hélt til á Brennistöðum, undir
verndarvæng Gunnu frænku sinnar, sem bað Jakob að sjá til þess að
krakkarnir veittust ekki að honum, og þakkaði hún Jakobi fyrir hans
hjálp í skólalok. ef til vill hefur Jakob líka farið smásnúninga fyrir
hana, sótt í eldinn eða farið út með ösku.
einnig var komið fyrir á „Brenni“ fermingarbróður Jakobs, Hall-
dóri Magnússyni frá Hægindakoti. Í mínum huga var hann sá sem
hættu legastur var – hrekkisvín. Mér finnst ég muna eftir Jóa á Kjal,
(Helga J. Halldórssyni á Kjalvararstöðum). Hafi hann verið, hefur
hann líka haldið til á Brenni. Allir voru saman í bekk, þó við værum
á ýmsum aldri, og Þóra þurfti að sinna öllum í einu.
Þær minningar, sem koma fram í huga minn frá gamalli tíð, koma
fram eins og myndir. Sé ég þá fyrir mér fólk og staðhætti í myndum,
stundum lítil atvik. Til dæmis hvar þeir sátu við borðið, Jakob og
dóri og Þóra við endann á borðinu. dóri vildi koma af stað ærslum.
Þar sem Þóra sat við borðið með bók fyrir framan sig, greip hún
bendiprik, sem hún hafði til að benda með á landakort og hnattlíkan,
barði með því nokkur snögg högg í bókina og hastaði á strákana.
Þetta dugði til að halda uppi aga í bekknum, eða við borðið.
III.
Árni Þorsteinsson, faðir Þóru, afi Árna okkar (Theódórssonar), var
góður smiður. Meðan á kennslu stóð, var Árni oft að smíða við hefil-
bekkinn. Gerði hann í því að láta ekki hefilspænina dreifast inn á gólf-
ið, þar sem kennslu borðið var. Sópaði hann spónunum með fætinum
undir bekkinn. en mér fannst ekkert að því að láta þá vefjast um putt-
ana á mér, ef ég náði taki á þeim. Ég hef það á tilfinningunni, að Árna
hafi þótt gaman að fylgjast með kennslunni. Hann var margfróður, gat
því stundum ekki orða bundist. Gekk um gólf, á því gólfplássi sem