Borgfirðingabók - 01.12.2012, Side 193
193Borgfirðingabók 2012
UMSB. Síðar hættu einar K. Jónsson og Birgir Þórðarson og komu
Birgir Karlsson og Hálfdán Þórisson í þeirra stað. Frá UMFÍ kom
Þórir Jónsson. Bæjarstjórn Borgarness sýndi málinu strax áhuga og
fylgdi honum eftir. Byggður var upp fullkominn frjálsíþróttavöllur
og gerð útisundlaug. Vel tókst með þessar framkvæmdir og er að-
staðan hin glæsilegasta. Hefur hún verið íþróttalífi í héraðinu mikil
lyftistöng. Mótið tókst mjög vel og var gerður góður rómur að því
hvað varðaði skipulag allt, sérstaklega þótti skipulag starfsmanna-
mála gott. Mótið skilaði hagnaði til UMSB.
Árið 2010 sá UMSB um 13. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið
var í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Metþátttaka var, kepp-
endur voru 1650 og gestir á mótinu milli 10 – 12 þúsund. Keppt var
í tíu greinum. Samningur var gerður milli UMSB og Borgarbyggðar
þar sem Borgarbyggð lagði til mannvirki og tjaldstæði. Formaður
Unglingalandsmótsnefndar var Björn Bjarki Þorsteinsson fulltrúi
Borgarbyggðar. Aðrir í landsmótsnefnd voru Álfheiður Marinós-
dóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Friðrik Aspelund, sambandsstjóri
UMSB, Guðmundur Sigurðsson og Veronika Sigurvinsdóttir, öll frá
UMSB, Sæmundur Runólfsson og Garðar Svansson frá UMFÍ. Verk-
efnisstjóri var Margrét Baldursdóttir og framkvæmdastjóri Ómar
Bragi Stefánsson frá UMFÍ. Mótið tókst í alla staði vel og er þetta
fjölmennasta íþróttamót sem haldið hefur verið á vegum UMSB og
skilaði hagnaði til UMSB og aðildarfélaga þess.
Íþróttamaður Borgarfjarðar
Íþróttamaður Borgarfjarðar var fyrst kjörinn árið 1980.
eftirtalin hafa hlotið titilinn Íþróttamaður Borgarfjarðar:
Jón diðriksson, frjálsar íþróttir, 1980
einar Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir, 1981, 1983,1984
Íris Grönfeldt. frjálsar íþróttir, 1982, 1985,1986, 198, 1988, 1991
Margrét Brynjólfsdóttir, frjálsar íþróttir, 1989
Bergþór Ólason, frjálsar íþróttir,1990
Ingi Valur Þorgeirsson, lyftingar, 1992, 1993
Sigmar Gunnarsson, frjálsar íþróttir, 1994, 1995, 1996
Halldóra Jónasdóttir, frjálsar íþróttir, 1997
einar Trausti Sveinsson, frjálsar íþróttir, 1998, 2000
Kristín Þórhallsdóttir, frjálsar íþróttir, 1999
Gauti Jóhannesson. frjálsar íþróttir, 2001, 2004, 2005