Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 198
198 Borgfirðingabók 2012
Kvöldgöngur UMSB og fjölskyldan á fjallið
Árið 1998 komst á samstarf milli Skógræktarfélags Borgarfjarðar
og UMSB um skógargöngur á afmælisári Skógræktarfélags Borgar-
fjarðar. UMSB hélt síðan áfram að standa að kvöldgöngum og hefur
verið gengið vítt og breytt um héraðið annað hvort fimmtudagskvöld
yfir sumarið. UMSB hefur tekið þátt í verkefni UMFÍ Fjölskyldan á
fjallið öll þau ár sem UMFÍ hefur staðið fyrir þessu verkefni.
Aðildarfélög.
Í upphafi voru einungis ungmennafélög aðilar að UMSB. Árið 1974
gekk Golfklúbbur Borgarness í sambandið. Árið 1988 samþykkti ÍSÍ
reglur um aðild hestamannafélaga að ÍSÍ og árið 1990 gengu íþrótta-
deildir hestamannafélaganna Skugga og Faxa í UMSB. Íþróttafélagið
Kveldúlfur var stofnað 1992 og gekk í UMSB, árið 2010 gekk U.Í.F
Hvalfjarðarsveitar í UMSB og 2011 dansíþróttafélag Borgarfjarðar.
eftirtalin aðildarfélög eru nú innan UMSB: dansíþróttafélag
Borgarfjarðar, Golfklúbbur Borgarness, Golfklúbburinn Glanni,
Golfklúbburinn Skrifla, Hestamannafélagið Faxi, Hestamanna-
félagið Skuggi, Umf. dagrenning, Umf. egill Skallagrímsson, U.Í.F
Hvalfjarðarsveitar, Umf. Íslendingur, Umf. Reykdæla, Umf. Skalla-
grímur og Umf. Stafholtstungna.
Helstu heimildir sem ég hef nýtt mér eru afmælisrit og ársskýrslur UMSB. Ég hef mikið
stuðst við greinar Jóns A Guðmundssonar frá Innra Hólmi sem rakti sögu UMSB fyrstu
60 árin. Það er ljóst að hér hefur verið stiklað á stóru og ekki getið allra viðburða í sögu
UMSB né þeirra fjölmörgu sem borið hafa uppi starf UMSB, hver á sínum tíma. Þeirra
verður vonandi minnst, þegar ráðist verður í að skrifa 100 ára sögu UMSB.
Heimildir:
Jón M. Ívarsson. 2007. Vormenn Íslands: Ungmennafélag Íslands.
Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára 1962.: UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára 1972: UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar 1912-1982. 1982: UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar 1912-1992. 1992: UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar 90 ára afmælisrit.2002: UMSB
Ársskýrslur UMSB 1967-2011.