Borgfirðingabók - 01.12.2012, Page 254
254 Borgfirðingabók 2012
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
Yfirlit yfir 44. starfsár félagsins, 2010-2011
Félagið stóð fyrir 5 tónleikum á starfsárinu. Þeir fyrstu voru haldnir
föstudaginn 15. október í Borgarneskirkju. Þar komu fram Guðrún
Ingimarsdóttir sópransöngkona, sem er fædd og uppalin á Hvann-
eyri, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Sigrún eðvalds-
dóttir fiðluleikari. efnisskráin var fjölbreytt með verkum eftir Bach,
Corelli, Händel, Holst, Villa Lobos, Tchaikovsky og Mozart.
Aðrir tónleikar starfsársins voru aðventutónleikar, sem að hefð-
bundnum hætti voru í samstarfi við Reykholtskirkju og Vestur-
landsprófastsdæmi. Þeir voru haldnir fimmtudaginn 25. nóvember í
kirkjunni í Reykholti. Þetta voru tónleikar með sérstöku sniði, sem
listamennirnir kölluðu „ertu búinn að Bacha fyrir jólin“. davíð Þór
Jónsson lék á píanó og Tómas Guðni eggertsson á orgel og saman
fléttuðu þeir leik sinn í jólasálmforleikjum eftir J.S. Bach. Sigurbjörg
Þrastardóttir ljóðskáld og egill Ólafsson tónlistarmaður og leikari
lásu ljóð eftir ýmsa höfunda, sem öll tengdust aðventu jóla.
Þriðju tónleikarnir voru í höndum Þóru einarsdóttur söngkonu og
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Þeir voru haldnir í
Borgarneskirkju síðdegis sunnudaginn 20. mars. Á efnisskránni voru
meðal annars sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Mozart og R. Strauss, auk
úrvals franskra sönglaga eftir Faure, debussy og Massenet.
Þá var komið að ungum borgfirskum tónlistarmanni, Birgi Þóris-
syni, sem hélt einleikstónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 3.
JÓNÍNA eIRÍKSdÓTTIR