Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 6
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 76 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
ávarp formanns verk á forsíðu
Ávarp formanns Ljósmæðrafélagsins Aldarafmæli Ljósmæðrablaðsins
Endurhönnun blaðsins og verk á forsíðu
höfundur unnur berglind friðriksdóttir
höfundur sóley ylja a. bartsch
Það er mér mikill heiður að fá að skrifa ávarp for
manns nú þegar þeim merkilega áfanga er náð að
Ljósmæðrablaðið hefur komið út í hundrað ár. Eiga
fyrri stjórnir Ljósmæðrafélags Íslands, ritstjórar og
rit nefndir síðustu aldar hrós skilið fyrir sitt vinnu
framlag við að halda útgáfu blaðsins gangandi. Mikið
strit og viðleitni liggur að baki hverju einasta tölu
blaði en það hefur allt verið unnið samhliða öðrum
störfum.
Lestur fyrsta tölublaðs Ljósmæðrablaðsins er
áhugaverður. Þar kemur fram að tekin var ákvörðun
á öðrum aðalfundi Ljósmæðrafélags Íslands, sem
haldinn var þann 29. júlí 1922, að skora á stjórn
Ljós mæðra félags Íslands að kanna mögulegan kostnað
þess að gefa út blað sérstaklega ætlað ljós mæðrum.
Það þótti djarft af svona fámennri stétt að ráðast
í útgáfu blaðsins því árið 1922 var „mikil dýr tíð og
prent kostnaður hár.“ Stjórn félagsins á þeim tíma
þótti samt ekki annað rétt en að láta á það reyna þar
sem það þótti mikilvægt að gefa út blað til hags bóta
og fræðslu fyrir ljósmæður þessa lands. Var ætlast
til þess að blaðið myndi birta greinar um „allt það,
sem varðar stöðu ljósmæðra og starf þeirra allt, eftir
því, sem framast er unnt“ og voru ljósmæður um allt
land hvattar til að senda inn ritgerðir eða ábendingar
„um hitt og þetta“ sem þær teldu vert að vekja at
hygli á. Blaðið hefur frá upphafi eflt þekkingu og
færni ljósmæðra og gerir það svo sannarlega enn
þann dag í dag.
Fyrr á þessu ári fékk ég það verkefni í hendurnar að
endurhanna Ljósmæðrablaðið í tilefni af aldarafmæli
þess. Við tók heilmikil rannsóknarvinna þar sem
ég sat á Þjóðarbókhlöðunni og fletti í gegnum tölu
blöðin sem þar er að finna. Ég ákvað strax að sækja
innblástur í hönnun fyrstu árganga blaðsins; það er
létt yfir þeim, mikið andrými á síðunum auk þess
sem mér þykir hönnun þeirra draga fram kvenleika
og fágun. Að mínu mati endurspegluðu nýrri tölu
blöð aftur á móti ekki það sem ljósmóðurstarfið
stendur fyrir, þau eru of steríl og klínísk. Ljósmóðirin
er miklu meira en heilbrigðisstarfsmaður.
Ég vildi því sækja í söguna sem og mína upp
lifun af því hver ljósmóðirin er; hún er mjúk, björt og
hlý. Um leið er hún sterk; því starfi ljósmóðurinnar
fylgir ekki alltaf gleði og birta en hún er alltaf til
staðar. Eins og klettur í hafinu sem slípast og mýkist
Útgáfa fyrsta blaðsins fyrir hundrað árum var
unnin í tilraunastarfi, framhaldið væri undir ljós
mæðrum þessa lands komið; „hvort þær hefðu þann
metnað, að gera það sem þær geta til þess að halda
út blaði fyrir stjett sína, eða kjósa heldur að hýrast,
hver í sínu horni, og láta ekkert á sjer kræla, og láta
sjer standa á sama um stjettarmálefni sín, hvort það
sem til frama er eða fræðslu.“
Það verður seint hægt að segja að ljósmæður á
Íslandi hafi ekki metnað fyrir sinni stétt og fagi. Þrátt
fyrir að ljúka fyrst sex ára háskólanámi til að öðlast
starfsréttindi ljósmóður, eins og krafa er um í dag,
þá hafa margar því til viðbótar tekið meistaragráðu
eða á annan hátt sérhæft sig á ákveðnum fagsviðum
innan ljósmóðurfræðinnar. Örlög Ljósmæðrablaðsins
urðu því ekki þau að vera „látin lognast út af úr hor
og hungri“ heldur sýndi stéttin samhug um að gera
sitt til að blaðið gæti lifað og gerir það enn í dag.
Hér gefa ljósmæður út, enn að hundrað árum
liðnum, veglegt blað ætlað ljósmæðrum um allt er
varðar það helsta sem er á döfinni hjá stéttinni, og
inniheldur blaðið áhugaverðar og ritrýndar greinar
jafnt til fræðslu sem yndis.
Ég vil að lokum óska ritstjórum og ritstjórn
blaðsins innilega til hamingju með þennan stóra
á fanga, sem og ljósmæðrum öllum. Að gefa út fag
tímarit í heila öld er ekki hægt nema með sam
stöðu og samhug stéttarinnar allrar.
við hvert flóð og sem stirnir á í fjörunni. Hönnun
blaðsins er því blanda af mýkt og styrk, rétt eins og
þræðir köngulóarinnar.
Við sköpun forsíðunnar vildi ég heiðra þennan
merka áfanga sem blaðið er nú að fagna; óslítandi
útgáfu í 100 ár, heila öld. Ég tók allar forsíður blaðsins
til þessa, sem eru ekki nema 380 talsins, og flokkaði
þær eftir birtustigi. Þegar því var lokið raðaði ég þeim
upp, þær björtustu fyrir miðið og dekkstu út við
jaðarinn. Þannig vildi ég túlka ljósið sem ljós móðirin
og hennar starf stendur fyrir. Bæði hið augljósa ljós;
nýtt líf sem fæðist í heiminn, og ljósið í myrkrinu sem
ljósmóðirin reynist á þung bærum tímum.
Ég hlakka til áframhaldandi samtarfs við Ljós
mæðrablaðið og Ljósmæðrafélag Íslands. Ósk mín er
að mín verk séu því til sóma.