Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 11
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1110 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
félagsstörf
Norðurlandsdeild
Ljósmæðra félags Íslands
höfundur kristín hólm reynisdóttir, formaður nlmfí
Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands hefur
verið starfrækt frá árinu 1968. Á stofnfund félagsins
mættu 15 ljósmæður og þar voru lög félagsins á kveðin
og fyrsta stjórn þess kosin. Ingibjörg Björns dóttir,
ljósmóðir, var kosin fyrsti formaður félagsins.
Í upphafi var tilgangur félagsins að efla kynningu
á starfsemi þess og glæða félagsskap innan deildar
innar. Félagið stóð í mörg ár fyrir köku og muna
basar til fjáröflunar og var því fé meðal annars varið
til kaupa á tækjum og öðrum búnaði fyrir fæðingar
deild Sjúkrahússins á Akureyri. Félagið stóð fyrir
ýmsum fræðslu viðburðum, bæði fyrir félaga sem og
al menning. Einnig vann félagið að bættum kjörum
ljósmæðra.
Starfsemi félagsins í dag er töluvert breytt frá
því sem var í upphafi. Nú eru 46 félagsmenn, allt
frá Blönduósi að Vopnafirði, og þar af einn heiðurs
meðlimur, Ása Marínósdóttir. Á ári hverju eru tveir
fastir viðburðir á vegum félagsins, þ.e. aðalfundur
og jólafundur. Á aðalfundi fara fram almenn fundar
störf til viðbótar við fræðslu og skemmtun. Jóla
fundurinn byggir aðallega á skemmtun, spjalli og
pakka leik. Báðir þessir fundir hafa það að leiðarljósi
að leiða ljós mæður á Norðurlandi saman og efla
samskipti þeirra og kynni.
Síðastliðið vor var aðalfundur loks haldinn eftir
tveggja ára hlé. Haldið var með rútu að bænum Tjörn
í Svarfaðardal þar sem boðið var upp á veitingar
að hætti Ninu Munoz ljósmóður sem og dásamlega
tón leika hjónanna og ábúenda að Tjörn, Kristjáns
og Kristjönu, í Tjarnarkirkju. Að því loknu var haldið
á Baccalábar á Hauganesi þar sem félagið bauð upp
á ljúffengan mat. Að þessu sinni urðu töluverðar
breytingar á stjórn félagsins en hana skipa nú: Kristín
Hólm Reynisdóttir formaður, Tinna Jónsdóttir vara
formaður, Petrea Aðalheiður Ásbjörnsdóttir gjald
keri, Hulda Þórey Garðarsdóttir ritari og Aníta Rut
Guðjónsdóttir meðstjórnandi.
Í lok nóvember var jólafundur félagsins haldin
á LYST í Lystigarðinum. Í því fallega umhverfi
var notið góðs matar, tónlistar, skipst á jólapökkum
og síðast en ekki síst var veglegt happadrætti. Ávallt
er mikið spjallað og hlegið þegar ljósmæður hittast
og kátt á hjalla.
Frá jólafundi Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags
Íslands á LYST í Listigarðinum á Akureyri.
fréttir
Munir til varðveislu frá fjölskyldu
Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, heiðurs
félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands
höfundur ritstjórn
Á vordögum bárust Ljósmæðrafélagi Íslands munir
til varðveislu frá fjölskyldu Dýrfinnu Sigurjónsdóttur
ljósmóður, sem tengdust ljósmóðurstörfum hennar
á árunum 19522001. Meðal muna voru til dæmis
ljós mæðrataskan hennar ásamt tilheyrandi fylgihlutum,
glósubók úr ljósmæðranáminu, fræðslubækur og
myndir.
Dýrfinna útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1952
og starfaði fyrstu árin á fæðingardeild Land spítalans.
Síðan starfaði hún á mæðradeild Heilsuverndar
stöðvarinnar 19551976 og á Fæðingarheimili Reykja
víkur 19761992. Í byrjun árs 1993 hóf hún störf
á Landspítalanum og var þar allt til ársins 2001.
Dýrfinna viðhélt heimafæðingum og tók á móti fjölda
barna í heimahúsum meðfram störfum sínum á
Fæðingarheimilinu og fæðingardeild Landspítalans.
Hún varð heiðursfélagi og sæmd gullmerki Ljós
mæðra félagsins og hlaut Fálkaorðuna frá forseta
Íslands árið 2015 fyrir störf sín í þágu heilbrigðis
mála. Dýrfinna lést í maí 2019.
Á myndinni eru dætur Dýrfinnu ásamt formanni
Ljós mæðra félags Íslands. Frá hægri: Þórey S.
Sigurðar dóttir, Unnur Berglind Friðriks dóttir, Elínborg
Sigurðar dóttir og Elínóra Inga Sigurðardóttir.