Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 65

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 65
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 6564 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 viðtal „Þetta er mjög ólíkt því sem er heima“ Viðtal við Aureliju Povilaitytė ljósmóður á Fæðingarvakt Landspítalans Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og ljósmæður sinna fleiri og fleiri konum sem koma víða að. Þá hefur ljósmæðrum sem eru af erlendum uppruna fjölgað. Ein þeirra er Aurelija Povilaitytė sem starfar á Fæðingarvakt Landspítalans. höfundur ólöf ásta ólafsdóttir Við Aurelija fórum saman til heimalands hennar Litháen og tókum þátt í ráðstefnu sem haldin var í gamla skólanum hennar í Kaunas. Ráðstefnan bar yfirskriftina International Scientific­Practical Mid­ wives’ and Midwifery Students’ Conference. Normal Labour and Birth: Midwifery Practice in Lithuania and Iceland. Mig langaði til að halda samtalinu um ljós­ móður fræði við Aureliju áfram og fá að vita meira, hvernig það kom til að hún fluttist til Íslands og starfar nú hér sem ljósmóðir. Við fundum tíma til að hittast á vordegi, eftir fjórðu næturvakt hjá Aureliju og nokkurra klukkutíma svefn. Ég spurði fyrst: Hvers vegna varðstu ljósmóðir? Þetta var einhver tilfinning, mig langaði til að verða flugmaður en svo hafði ég alltaf áhuga á fögum sem höfðu eitthvað að gera með líkamann, svona þetta læknisfræðilega. Svo sótti ég um og langaði að vera dýralæknir en þá sá ég ljós- móðurfræðina og hugsaði „oh my God“ mig langar að vera ljósmóðir. Pabbi minn sagði: „ef þú heldur að þú verðir ánægð með það, skiptu þá um“ og ég gerði það. Í Litháen er hjúkrun ekki undanfari ljósmóður náms, námið tekur 3 ár og flestar ljósmæður eru rétt rúmlega tuttugu ára þegar þær útskrifast. Hvernig var námið? Þegar ég lít til baka hefði ég ekki viljað læra ljós- móðurfræðina heima. Ég var ekki ánægð með námið og mér fannst kennararnir ekki með áhuga og í raun ekki vera að kenna ljósmóður fræði. Aurelija með landa sinn sem hún tók á móti. Í Litháen tíðkast sá siður að setja nýfædd börn í vettlinga og sokka til að halda á þeim hita. Það vantaði í starfsnámið að ég fengi þjálfun til að verða ljósmóðir. Oft var sagt, „þú lærir þetta eftir útskrift.“ Ljósmæðurnar höfðu ekki áhuga á að vera með nema, en auðvitað voru undan- tekningar. Læknarnir voru ekkert að leiðbeina en þeir eru við stjórn og það er litið upp til þeirra og það er stéttaskipting. Ekki er alltaf farið eftir ráðleggingum ljósmæðranna á meðan farið er eftir því sem læknar segja sem eru þó ekki alltaf að fylgjast með nýjustu þekkingu. Fólk trúir þeim og fer frekar eftir þeim t.d. hvað varðar brjósta- gjöf. Ég vil ekki segja þetta – að þetta sé svona slæmt – en þetta er almennt viðhorf og er sem betur fer að breytast. Þarna virðist mér Aurelija m.a. vera að lýsa ákveðnu feðraveldi og forsjárhyggju í heilbrigðiskerfinu, bæði gagnvart ljósmæðrum og konunum sem ég kannast við að hafi líka verið í nokkrum mæli í mínu ljós­ móður námi fyrir 46 árum en hefur sem betur fer breyst. Hvers vegna Ísland? Ég átti vin sem bjó hér og hann sagði mér að það væri verið að auglýsa eftir ljósmæðrum. Þetta var erfið ákvörðun að fara að heiman, frá mínu landi og því sem ég þekkti. En þegar ég kom og fór aðeins inn á kvennadeildina, þá fann ég um leið að þarna vildi ég vinna. Ég beið – og vann í ferða- þjónustu og á börum í um það bil ár. Þá fékk ég vinnu í býtibúrinu og fékk að vera til að stoðar á fæðingar vaktinni. Eftir smá tíma var laus staða og ég byrjaði. Það var svolítið erfitt en það voru allir svo vingjarn legir, bæði konurnar og ljós- mæðurnar. Ég var með mjög góðum ljós mæðrum sem ég fylgdi og studdu mig og kenndu mér. Í fyrstu fæðingunni þá sagði ég varla orð og ég ræddi við sjálfa mig á eftir og sagði að ég yrði að standa mig, tala og mynda tengsl með orðum, þó það væri ekki á íslensku. Hver er meginmunurinn á því að vinna sem ljósmóðir í Litháen og hér? Þetta er mjög ólíkt því sem er heima – sam skiptin, tengslin og tilfinningarnar. Það er meiri sveigjan- leiki og ekki verið að reka á eftir, fæð ingunni leyft að ráða. Fyrir mig var það líka að fá alltaf stuðning frá hinum ljósmæðrunum. Allir voru til búnir til að sýna hlutina og leiðbeina. Þessi teymis vinna – þar sem gott er að vinna í hóp og hægt að ræða málin, líka við læknana. Mér líkar við áhersluna á eðlilegar fæðingar og að það er ekki farið eins bókstaflega eftir reglum. Stundum hugsa ég samt um epidural deyfingarnar, að það mætti bíða og leyfa konunni að fæða. En svo er gott að fá fæðingar- plön frá konunum og heyra frá þeim hvað þær vilja og stundum eru erlendu konurnar hissa hvað þær geta ráðið miklu sjálfar. Hér er öryggið mikið og ekki eins mikil áhætta að lenda í keisara að óþörfu. Aðal munurinn er sjálfstæði ljós- mæðranna og þar hefur það sitt að segja að það séu ekki læknar við allar fæðingar. Það eru sjö ár frá því ég kláraði mitt nám og það hafa orðið breytingar í mínum skóla síðan þá. Kennslan og kennslutæki er betri og ljósmæður að bæta við sig framhaldsnámi sem kenna þar núna, þó læknar sjái enn um að kenna fagið. Það er samt ákveðin afneitun í gangi og erfitt að horfast í augu við hvernig ástandið er í raun og veru. Hug myndafræði ljósmæðra er ekki á hreinu eða ekki kennt út frá frá henni. Ljósmæðranemar fá ekki þá þjálfun sem þeir þurfa í náminu og eru bara viðstaddir en taka ekki á móti sínum 40 fæðingum eins og á að gera samkvæmt námskránni. Hvernig gengur þér að vinna án þess að tala íslensku? Það gengur vel, þó ég hafi stundum áhyggjur af því að fólk sé ekki ánægt með það. Stundum talar fólkið íslensku og ég ensku og ég læt vita ef ég skil þau ekki. Núna eru tvær ljósmæður hér frá Lettlandi og ég hef verið að styðja þær með öðrum ljósmæðrum. Ástandið þar er jafnvel verra en heima sérstaklega við mótið gagnvart konunum og ljósmæðrunum og vinnutíminn. Í okkar löndum er ekki borin virðing fyrir ljósmæðrum eins og hér. Ég held að við séum allar að læra mjög mikið af því að vinna hér. Það var líka ein frá Þýskalandi Aurelija heldur fyrirlestur á ráðstefnunni í Litháen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.