Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 74

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 74
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 7574 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 af og til og ég var bara, við hvern ertu að tala? Því þú ert ekki að tala við mig … hún nennti þessu ekki. Líkamleg líðan Þetta þema fjallar um líkamlega líðan kvennanna í fæðingunni og í bráðakeisaraskurðinum og hvernig það gekk að jafna sig á eftir. Það skiptist í tvö undirþemu, í fæðingu/aðgerð og að jafna sig eftir bráðakeisaraskurð. Í fyrra undirþemanu, í fæðingu/aðgerð, er farið í gegnum það helsta sem konurnar nefndu varðandi líkamlega líðan þegar búið var að taka ákvörðun um keisaraskurð og á meðan þær voru í aðgerð. Þær konur sem voru komnar langt í fæðingu þegar tekin var ákvörðun um bráðakeisaraskurð nefndu hversu erfitt þeim fannst að mega ekki rembast lengur. Einnig upplifðu margar óstöðvandi skjálfta, ógleði og uppköst í bráðakeisaranum: Ég skalf í svona klukkutíma eins og ég væri að frjósa … já, þetta var hræðilegt, mér bara leið eins og ég væri að detta úr rúminu (Kristín). Seinna undirþemað er að jafna sig eftir bráðakeisaraskurð, en mjög mismunandi var hversu fljótar konurnar voru að ná sér líkamlega eftir bráðakeisaraskurðinn. Flestum fannst erfiðast að standa upp og setjast fyrstu dagana: Maður gat einhvern veginn ekkert aðhafst með líkamann, setjast upp og allt þetta … bara þvílíkt erfitt og þú veist, nánast staulaðist hérna um ( Jóna). Aðrar voru mjög fljótar að ná sér líkamlega og voru fljótar að fara á fætur. Sumar sögðust enn finna fyrir skurðinum við vissar hreyfingar og finna jafnvel enn fyrir dofa eða kláða í kringum skurðsárið. Hjá þremur kvennanna gréri skurðurinn illa og þurftu þær því frekari meðhöndlun. Þeim konum sem áttu ung börn fyrir fannst það áskorun að geta ekki sinnt þeim eins og áður eftir að gerðina: Mér fannst eiginlega erfiðast að ég mátti ekki lyfta stelpunni minni … að þurfa alltaf að setjast niður til þess að segja henni að koma til mín og eitthvað (Dóra). Fræðsla og eftirfylgni Fimmta þemað fjallar um fræðsluþarfir og eftirfylgni og skiptist í þrjú undirþemu, fræðsluþarfir fyrir aðgerð, fræðsluþarfir eftir aðgerð og þörf fyrir samtal. Fyrsta undirþemað er, fræðsluþarfir fyrir aðgerð, en þar kom fram að konurnar höfðu langflestar farið á fæðingar fræðslu­ námskeið en fannst vanta meiri fræðslu um bráðakeisaraskurð og þau inngrip sem getur komið til í fæðingu. Sumar töldu að því upplýstari sem konur væru því betra, á meðan aðrar nefndu að það þyrfti að vanda vel til fræðslunnar til þess að koma í veg fyrir kvíða eða ótta hjá barnshafandi konum. Þeim fannst mikil­ vægt að leggja áherslu á það í fræðslunni að það sé ekki bara ein leið fyrir barnið að koma í heiminn, heldur að fæðingar séu alls konar. Einnig töldu þær að þessi fræðsla þyrfti að vera inni í meðgönguverndinni þar sem ekki allar konur hafi efni á því að fara á fæðingarfræðslunámskeið. Annað undirþemað er fræðsluþarfir eftir aðgerð, en konunum fannst vera skortur á fræðslu eftir bráðakeisaraskurð; við hverju væri að búast og hvað væri ráðlegt til dæmis varðandi hreyfingu, að lyfta hlutum, um önnum skurðsárs og svo fram­ vegis. Þriðja undirþemað er þörf fyrir viðtal, en konurnar lögðu áherslu á að þörf væri fyrir ein hvers konar eftirfylgni eftir bráða­ keisaraskurðinn hvað varðar and lega og líkamlega líðan og að bjóða þyrfti þeim konum sem þurfa á að halda viðtal nokkrum vikum eftir fæðingu. Maki og stuðningsaðilar Sjötta þemað er maki og stuðningsaðilar, en konurnar vöktu at ­ hygli á því hversu mikilvægt það er að taka líka utan um makana. Þær töldu að þessi reynsla gæti líka setið í þeim og verið áfall fyrir þá og þeir þyrftu að vinna sig úr henni rétt eins og þær: Þarna leið mér bjargarlausri, en hvað með hann? Þegar ég fór að missa blóðið, hann vissi ekki hvað var að gerast, honum leið ekki vel þú veist, svona algjört bjargarleysi (Anna). Líðan í dag Sjöunda aðalþemað er líðan í dag og þar undir eru þrjú undir­ þemu, mikilvægast að eignast heilbrigt barn, viðhorf annarra og viðhorf til frekari barneigna. Fyrsta undirþemað er mikilvægast að eignast heilbrigt barn, en þegar konurnar voru spurðar að því hvernig þeim líður í dag með þessa reynslu að baki fannst þeim mikilvægast að þær og börnin væru heilbrigð. Það væri það sem skipti þær mestu máli, en ekki hvernig barnið kom í heiminn: Ég átti börnin mín einhvern veginn og þau eru heilbrigð og hraust … það skiptir miklu meira máli hvernig börnunum mínum líður og að þau eru hraust og heilbrigð, heldur en hvernig fæðingin sjálf gekk, það er talið í klukkutímum, hitt er talið í árum skilurðu og áratugum, vonandi (Dóra). Náttúrulega svekkjandi að hafa farið svona gjörsamlega öfugt heldur en akkúrat við áttum von á en við gerðum bara það sem þurfti fyrir okkur bæði og það var bara besta ákvörðunin á þeim tímapunkti (Guðrún). Annað undirþemað er viðhorf annarra, en konunum fannst viðhorfið í samfélaginu gagnvart keisaraskurði geta verið særandi: En ég upplifi samt oft konur segja að maður hafi aldrei átt venjulega, að ég hafi aldrei fætt barn að því að ég fór í keisara (Halldóra). Að þetta sé svona easy way out, oh heppin fórstu í keisara, maður er bara, já en ég var samt rúmliggjandi í fimm daga á eftir þú veist … já, það fylgir þessu svo margt, sem maður veit ekki fyrr en maður er búin að upplifa það (Fríða). Þriðja undirþemað er viðhorf til frekari barneigna, flestar kvennanna sem ætluðu sér að eignast fleiri börn sögðust vilja reyna aftur við fæðingu í gegnum leggöng en tvær voru ákveðnar í því að velja valkeisara. Jóna upplifði reynslu sína í raun sem vald eflandi fyrir næstu fæðingu: Þetta var eiginlega bara meira hvetjandi fyrir mig … Ég er bara spennt fyrir næstu og að sjá hvernig það fer. Þegar konurnar voru spurðar um hvort þessi reynsla hefði áhrif á sýn þeirra á barneignir í framtíðinni neituðu því flestar. Ein af þessum tólf konum sagði þó að þessi reynsla hefði haft þau áhrif að hún ætlaði ekki að eignast fleiri börn: Ég var mjög snögg að ákveða það að ég ætlaði ekki að gera þetta aftur … bara þakklát fyrir mín tvö börn … ég ættleiði frekar eða tek fósturbarn ef að sú tilfinning kemur seinna (Olga). Umfjöllun um niðurstöður Meginniðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á að konur upp lifa krefjandi og erfiða reynslu sem hefur áhrif á andlega líðan þeirra. Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður annarra rannsókna sem sýna að reynslan reynir á konur (Benton o.fl., 2019; Coates o.fl., 2019; Ilska o.fl., 2020; Karlström, 2017). Rann sókn sem framkvæmd var á Íslandi sýndi að stór hluti kvenna sem leita sér aðstoðar eftir fæðingu vegna nei kvæðrar fæðingar upp lifunar hafði farið í bráðakeisaraskurð (Valgerður Lísa Sigurðardóttir o.fl., 2017). Sú niðurstaða styður niður stöður þessarar rann sóknar. Að byggja upp traust og ná tengslum við konur í fæð­ ingarferlinu er mikilvægt fyrir ljósmæður og getur haft já kvæð áhrif á upplifun kvenna (Afaya o.fl., 2020; Hildingsson o.fl., 2019). Konurnar í þessari rannsókn voru bæði með já kvæðar og neikvæðar upplifanir af samskiptum og umönnun ljósmæðra í fæðingunni. Áberandi var að þær sem upplifðu öryggi, nær veru, stuðning, virka hlustun og fræðslu, voru upp lýstar í gegnum ferlið og áttu góð samskipti við ljósmæður höfðu jákvæðari reynslu af fæðingunni, þrátt fyrir að finnast það að hafa þurft að fara í bráða keisara skurð vera erfið reynsla. Þetta sýna niður stöður annarra rann sókna einnig (Andersen o.fl., 2020; Karlström o.fl., 2015). Þær konur sem ekki upplifðu góð samskipti og stuðning frá ljós móður höfðu hins vegar neikvæða reynslu af fæðingar­ ferlinu sem samræmist niðurstöðum annarra rannsókna (Afaya o.fl., 2020; Benton o.fl., 2019; Boorman o.fl., 2014; Burcher o.fl., 2016; Coates o.fl., 2019; Sigurdardottir o.fl., 2017). Fræðsla til verðandi mæðra er mikilvægur þáttur í þjónustu ljósmæðra. Konurnar í þessari rannsókn kölluðu eftir aukinni fræðslu varðandi þau inngrip sem geta komið upp í fæðingu. Þetta styður rannsókn sem leggur áherslu á mikilvægi þess að fæðingarfræðsla eigi ekki bara að undirbúa konur undir það eðlilega heldur eigi hún einnig að miða að því að byggja upp sjálfstraust þeirra fyrir fæðinguna með því undirbúa þær fyrir það óvænta sem getur komið upp á (Hollins Martin og Robb, 2013, Gottfredsdottir o.fl., 2016). Það hefur enda verið sýnt fram á að ef konur eru vel upplýstar dregur það úr kvíða þeirra fyrir fæðingu (Meric o.fl., 2019). Konunum fannst jafnframt þörf á aukinni fræðslu eftir keisaraskurðinn, um bataferlið og við hverju er að búast eftir keisaraskurð sem samræmist einnig öðrum rannsóknum (Coates o.fl., 2019; Tham o.fl., 2010). Konurnar lýstu þar að auki þörf á frekari eftirfylgni og að fá við tal eftir fæðingu, en rannsóknir sýna fram á að eftirfylgni eftir erfiða upplifun í fæðingu getur haft jákvæð áhrif á kvíða, þung­ lyndi og áfallastreituröskun (Asadzadeh o.fl., 2020). Samkvæmt erlendum rannsóknum er algengt að konur upplifi starfsfólk inni á skurðstofu á neikvæðan hátt (Benton o.fl., 2019; Coates o.fl., 2019), sem er í raun andstæða reynslu kvennanna í þessari rannsókn, en þær upplifðu allar mikið öryggi, fagmennsku, stuðning og hlýju inni á skurðstofu. Meirihluti kvennanna í þessari rannsókn ætlaði sér að eignast fleiri börn og var ákveðinn í að láta reyna á fæðingu í gegnum fæðingarveg þegar þar að kæmi. Þessar niðurstöður verða að teljast jákvæðar, því samkvæmt öðrum rannsóknum er algengt að konur sem endað hafa í bráðakeisaraskurði velji frekar valkeisara á næstu meðgöngu vegna þess að þær eru hræddar við að lenda aftur í sömu reynslu (Eide o.fl., 2019; Løvåsmoen o.fl., 2018). Þetta samræmist erlendum rannsóknum, en hætta er á því að konur með neikvæða fæðingareynslu treysti sér ekki til þess að eignast fleiri börn (Dencker o.fl., 2019; Handelzalts o.fl., 2017; Nystedt og Hildingsson, 2018). Þetta er vert um­ hugsunar efni og þörf á að skoða nánar hvernig hægt er að styðja vel við þessar konur, til þess að koma í veg fyrir ótta við framtíðarbarneignir. Takmarkanir rannsóknarinnar Þar sem úrtakið er lítið ber að varast að alhæfa niðurstöðurnar á þýðið og einnig þarf að taka tillit til þess að úrtakið var til­ gangsúrtak. Hugsanlega gæti haft áhrif að flest viðtölin voru tekin í gegnum Zoom en ekki augliti til auglitis. Styrkleikar geta verið að rætt var við konur sem fætt höfðu á fæðingar­ stöðum hér og þar á landinu og því einskorðast niðurstöður ekki við upp lifanir tengdar einum fæðingarstað. Ályktanir Það að byrja í eðlilegri fæðingu og enda í bráðakeisaraskurði getur verið erfið og krefjandi reynsla fyrir konur og það getur tekið þær langan tíma að jafna sig, sérstaklega andlega. Góð og ítarleg fæðingarfræðsla, upplýsingagjöf, virk hlustun, stuðningur og nærvera á meðgöngu og í fæðingu er mjög mikilvæg til þess að draga úr neikvæðum tilfinningum eftir bráðakeisaraskurðinn. Konur óska eftir því að fæðingarfræðsla sé ekki einungis um eðlilega fæðingu, heldur nái einnig til hvaða inngripa geti komið ef fæðingin gengur ekki sem skyldi. Enn fremur er mikilvægt að konum sé boðin ítarleg fræðsla um það við hverju er að búast hvað varðar bæði andlega og líkamlega líðan eftir að hafa farið í bráðakeisaraskurð. Mikilvægt er fyrir ljósmæður að gera sér grein fyrir hversu djúpstæð áhrif það getur haft á konur að byrja í eðlilegri fæðingu og enda í bráðakeisaraskurði. Bjóða þarf konum viðtal eftir fæðingu til þess að ræða reynsluna og einnig til þess að meta hvort þær þurfi jafnvel frekari stuðning annarra fagaðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.