Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 33
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 3332 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Kristbjörg Magnúsdóttir Draumur minn um vinnu í heilsugæslunni Í hinum fullkomna heimi þar sem nóg er af ljós­ mæðrum er draumur minn að ljósmæður sinni konum frá kynþroska til grafar. Auk hefðbundinna starfa ljósmæðra við að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, myndi ég vilja sjá ljósmæður taka aukinn þátt í kynþroskafræðslu, kynlífsfræðslu og getnaðarvarnarráðgjöf. Ef við byrjum á upphafinu þá sé ég fyrir mér að ljósmæður fari inn í grunnskólana til að byrja fræðslu um kynþroska og kvenlíkamann. Þarna yrði strax byrjað að leggja grunninn að jákvæðri líkamsímynd. Þarna myndu ungar stúlkur kynnast starfi ljósmæðra sem myndi gera þeim eðlilegra að leita til þeirra seinna í lífinu. Þá mætti bjóða upp á ráðgjöf fyrir þungun (e. preconceptional care), sem felur í sér skimun fyrir áhættuþáttum, svipað því sem þekkist í upphafi mæðraverndar. Ljósmæður myndu veita ráðgjöf um heilbrigt líferni, mataræði og bætiefni til undir­ búnings fyrir meðgöngu. Í tengslum við mæðravernd sé ég fyrir mér að heilsugæslan bjóði sínum skjólstæðingum að koma á opið hús/fræðslu. Eitt málefni gæti verið tekið fyrir í hvert skipti, til dæmis aðdragandi fæðingar, bjargráð í fæðingu, verkjameðferð í fæðingu eða fyrsti klukku­ tíminn eftir fæðingu. Hvert skipti væri einn klukku­ tími, ljósmæður á heilsugæslunni gætu boðið upp á svona fræðslu aðra hverja viku og hver fræðsla væri í boði á um tveggja mánaða fresti. Þarna koma konur saman og hitta aðrar konur sem eru á ferðalagi inn í foreldrahlutverkið. Heimaþjónustu í sængurlegu yrði sinnt af ljós­ móður sem konan þekkir og boðið upp á vitjanir heim af ljósmóður í allt að 6 vikur eftir fæðingu (þó ég sjái ekki hvernig það gengur nema í undan­ tekningar tilfellum þá er það draumurinn). Þá má gjarnan bóka allar konur í viðtal við sínar ljósmæður um 6 vikum eftir fæðingu. Farið yrði stuttlega yfir fæðingu og metið hvaða konur þurfa að fá viðtöl eftir fæðingu vegna erfiðrar upplifunar. Þá þarf að fylgja eftir konum sem hafa verið með vandamál á meðgöngu, eins og meðgöngusykursýki, háþrýsting, meðgöngueitrun eða skjaldkirtilsvandamál. Þarna er kjörið tækifæri til að veita getnaðarvarnaráðgjöf, ræða um kynlíf eftir fæðingu og breytingar á líkama kvenna eftir fæðingu. Aukin áhersla innan heilsu­ gæslunnar á kvenheilsu er framfaraskref sem vonandi er verið að stíga með aukinni ráðgjöf ljósmæðra um blæðingar, getnaðarvarnir og breytingaskeið. En stuðningur ljósmæðra í tengslum við fósturlát er einn af þeim þáttum sem má bæta. Ég er svo heppin að fá að vinna við samfellda þjónustu í barneignarferlinu. Ég vinn hlutastarf á heilsugæslu við mæðravernd, vitjanir í ungbarna­ vernd og leghálsskimanir. Hin vinnan mín er heima­ fæðingar og heimaþjónusta í sængurlegu. Þannig að þær konur sem koma til mín í mæðravernd sem stefna að í upphafi eða ákveða að stefna að heima­ fæðingu fá samfellda þjónustu hjá mér frá fyrstu skoðun á 8. til 10. viku meðgöngu, í fæðingu, sængur­ legu og vitjanir frá ungbarnavernd heilsu gæslunnar fram að 6 vikna skoðun. Síðan koma sumar þessara kvenna til mín í leghálsskimanir. Auk þess get ég veitt þeim ráðgjöf um getnaðarvarnir annað hvort sem sjálfstætt starfandi ljósmóðir eða í heilsu gæslunni en þar er vilji til að þessi þjónusta færist meira í hendur ljósmæðra. fréttir Íslenskar ljósmæðra rannsóknir Ráð stefnur innan lands og utan Íslenskar ljósmæður halda áfram að sýna metnað og framtak á sviði ljósmæðrarannsókna, bæði hérlendis og erlendis. Þær ljós- mæður sem sinna klínískum störfum geta nýtt nýja þekkingu sem stéttin sjálf hefur skapað til að bæta störf sín ár frá ári og því vill Ljósmæðrablaðið deila þeirri þekkingu sem birtist á öðrum vett - vangi og upplýsa ljósmæður um það starf sem fer fram. Þannig höldum við áfram að vera í fararbroddi bæði út á við, í alþjóða- samfélaginu, og inn á við, við hlið kvenna og fjölskyldna. Tvær íslenskar ljósmæður stunda um þessar mundir doktorsnám í ljósmóðurfræði, þær Embla Ýr Guð­ mundsdóttir og Edythe Mangindin. Alþjóðlegt og innlent rannsóknarsamstarf sem íslenskar ljósmæður taka þátt í felur meðal annars í sér eftirtalin verkefni: • COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir. • MiMo módelið, umönnun í barneignar ferlinu í nor rænu samhengi á forsendum kvenna: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. • The Nordic Homebirth Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 196218­ 051). Erlendar konur á Íslandi: út koma á með göngu, í fæðingu og eftir fæðingu og sam­ skipti þeirra við heilbrigðiskerfið: Dr. Helga Gottfreðs dóttir, Embla Ýr Guð munds dóttir og Edythe L. Mangindin. • COST verkefnið Perinatal Mental Health and Birth­Related Trauma: Maximising best practice and optimal outcomes (CA18211): Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Dr. Sigríður Sía Jónsdóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðar dóttir (varafulltrúi). • Nordic Network of Academic Midwives (Nor­ NAM): Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Dr. Helga Gottfreðs dóttir og Dr. Berglind Hálfdánsdóttir. • Nordic Welfare Center rannsóknarsamstarfið Use of Alcohol and Other Substances During Pregnancy – In a Nordic Perspective: Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir. • INTERSECT – International Survey of Child­ birth­Related Trauma: Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Dr. Emma Marie Swift. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 218139­ 051). Áhrifaþættir neikvæðrar fæðingar upp­ lifunar afhjúpaðir: faralds fræðileg nálgun: Dr. Emma Marie Swift, Dr. Helga Gottfreðs dóttir og Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir. • Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 195900­ 053). Hagstæðasta meðgönguvikan fyrir fram­ köllun fæðingar: Erum við á réttri leið?: Dr. Emma Marie Swift. • iPOP rannsóknarhópurinn (International Perinatal Outcomes in the Pandemic Study) um áhrifaþætti fyrirburafæðinga í heimsfaraldri. Dr. Emma Marie Swift. höfundur berglind hálfdánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.