Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 51

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 51
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 5150 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 16% yfir rannsóknartímabilið, hlutfall spangarskurða um 8% og hlutfall áhaldafæðinga sömuleiðis 8% (mynd 4). Þeir bakgrunnsþættir sem höfðu sterkustu tengslin við eftirmálalausa fæðingu voru að hafa fætt barn áður (aOR 2,75; CI 2,60­2,90), að hafa íslenskt ríkisfang (aOR 1,84; CI 1,09­ 1,28) og að vera yngri en 40 ára (aOR 1,74; CI 1,56­1,95). Einnig voru meiri líkur á því að konur með líkamsþyngdarstuðul undir 30 og konur sem fæddu utan Landspítala ættu fæðingu án eftirmála (tafla 4). Umræður Meginniðurstöður þessarar rannsóknar voru að um 60% fæðinga á Íslandi á rannsóknartímabilinu voru án alvarlegra eftirmála og hefur fækkað lítillega yfir 10 ára tímabil. Helsta breytingin á tímabilinu var aukin tíðni blæðingar eftir fæðingu og fækkun innlagna á Vökudeild. Þeir bakgrunnsþættir sem höfðu helst forspárgildi fyrir eftirmálalausri fæðingu voru aldur yngri en 40 ára, að hafa átt barn áður, BMI undir 30, að fæða barn utan Landspítala og að hafa íslenskt ríkisfang. Blæðing eftir fæðingu er mikilvægur útkomuþáttur þegar meta á líðan móður eftir fæðingu, bæði líkamlega og and lega (Evensen o.fl., 2017; Marshall o.fl., 2017; Caroll o.fl., 2016). Blæðing eftir fæðingu hefur aukist til muna en árið 2018 var tíðnin 27,3% heilt yfir á Íslandi (Eva Jónasdóttir og Védís Helga Eiríks dóttir, 2020). Niðurstöður okkar eru í samræmi við rann­ sóknir erlendis frá þar sem vísbendingar eru um að blæðingar­ tíðni sé að aukast í öðrum hátekjulöndum eins og í Hollandi, Kanada og Bandaríkjunum (Knight o.fl., 2009; van Stralen, von Schmidt auf Altenstadt, Bloemenkamp, van Roosmalen og Hukkelhoven, 2016). Áhættuþættir fyrir aukinni blæðingu eftir fæðingu er aldur kvenna yfir 40 ára (Oakley o.fl., 2016), líkams­ þyngdar stuðull yfir 30 (Sebire o.fl., 2001), áhalda fæðingar, fram­ köllun fæðingar og hríðarörvun í fæðingu (Kramer o.fl., 2011; Nyfløt o.fl., 2017). Aukning hefur verið á öllum þessum áhættu­ þáttum síðustu árin á Íslandi og getur það út skýrt hækkandi hlutfall aukinnar blæðingar hér á landi (Emma Marie Swift, Gunnar Tómasson, Helga Gottfreðs dóttir, Kristjana Einars­ dóttir og Helga Zoega, 2018). Innlögnum á Vökudeild fækkaði yfir rannsóknar tíma­ bilið. Þetta er í samræmi við nýlega íslenska rannsókn sem sýndi að nýburum á Íslandi vegnar almennt betur í dag en fyrir 20 árum ( Jóhanna Gunnarsdóttir, Emma M. Swift, Jóhanna Jakobsdóttir, Alexander Smárason, Þórður Þórkelsson og Kristjana Einars dóttir, e.d.). Útkomurnar sem voru skoðaðar í þeirri rannsókn voru meðal annars Apgar > 7 eftir 5 mínútur, fæðingar áverkar, flog, öndunarerfiðleikar og barnabiksásvelging (e. meconium aspiration). Heilt yfir fækkaði neikvæðum út­ komum hjá nýburum úr 6,4% á árunum 1997­2001 í 5,3% á árunum 2014­2018 Þetta er áhugavert í ljósi þess að á sama tíma hafa fyrir bura fæðingar aukist úr 5,3% á árunum 1997­ 2001 í 6,1% á árunum 2012­2016 (Áslaug Salka Grétarsdóttir, Thor Aspelund, Þóra Steingrímsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir og Kristjana Einarsdóttir, 2020). Eftirliti með nýburum var breytt á rannsóknartímabilinu. Áður fyrr fór eftirlit með nýburum einungis fram á Vökudeild en nú fer það einnig fram á Fæðingarvakt eða á Meðgöngu­ og sængurlegudeild. Þetta skýrir þó ekki fækkun innlagna á Vöku­ deild í þessari rannsókn þar sem breytingin varð ekki fyrr en í lok rannsóknartímabilsins árið 2017 (Þórður Þórkelsson, munn leg heimild, 1. mars 2021). Niðurstöður okkar um færri innlagnir á Vökudeild má að öllum líkindum skýra með bættri útkomum nýbura yfir sama tímabil og gefa til kynna að eftirlit Hlutföll og gagnlíkindahlutföll fyrir eftirmálalausa fæðingu Bakgrunnsþættir Fjöldi kvenna %1 Óleiðrétt OR Leiðrétt OR3 (95% CI)2 (95% CI)2 Aldur móður <40 ára 24.846 62 1,47 (1,35-1,59) 1,74 (1,56-1,95) BMI <30 11.477 61 1,21 (1,14-1,29) 1,41 (1,32-1,51) Íslenskt ríkisfang 23.018 62 1,29 (1,22-1,37) 1,84 (1,09-1,28) Fjölbyrja 17.766 45 2,58 (2,48-2,69) 2,75 (2,60-2,90) Fæðingarstaður utan Landspítala 8.282 72 1,99 (1,90-2,08) 1,60 (1,49-1,72) 1 Reiknað sem fjöldi kvenna með eftirmálalausa 2 Gagnlíkindahlutfall og 95% öryggisbil fæðingu í tilteknum hópi bakgrunnsþátta deilt 3 Leiðrétt var fyrir öðrum þáttum í töflu með heildarfjölda kvenna með bakgrunnsþáttinn Tafla 4 Tengsl bakgrunnsþátta mæðra við eftirmála- lausa fæðingu sem fæddu einbura á Íslandi á tímabilinu 2009-2018 (N=42.682). Reiknuð voru bæði óleið rétt og leiðrétt gagnlíkindahlut- föll (OR) fyrir eftir málalausa fæðingu og 95% öryggisbil (CI). með barni á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu sé heilt yfir að skila sér í bættri líðan nýbura á Íslandi. Ýmsar bakgrunnsbreytur höfðu sterk tengsl við út komu­ breytuna eftirmálalausa fæðingu. Konur sem voru yngri en 40 ára, höfðu fætt barn áður, voru með BMI undir 30, fæddu barn utan LSH og höfðu íslenskt ríkisfang voru líklegri til þess að eiga fæðingu án eftirmála en aðrar konur. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir, bæði hérlendis og erlendis. Í sænskri rannsókn reyndist líklegra að eldri mæður í Svíþjóð fæddu með notkun áhalda eða keisaraskurðar (Blomberg, Birch Tyrberg og Kjølhede, 2014). Eins voru þær líklegri til að fæða fyrirbura, fá alvarlegar spangarrifur, með göngu eitrun, blæðingu eftir fæðingu og óhagstæða útkomu nýbura miðað við konur á aldrinum 25­29 ára. Í íslenskri rann sókn meðal heilbrigðra frumbyrja kom í ljós að hár aldur móður tengdist auknum líkum á framköllun fæðingar og keisaraskurði en ekki voru auknar líkur á áhaldafæðingu meðal kvenna eldri en 40 ára (Kristjana Einarsdóttir, Hjördís Ýr Bogadóttir, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir og Þóra Steingrímsdóttir, 2018). Konur með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 30 í þessari rannsókn eru líklegri til þess að eiga eftirmálalausa fæðingu. Þetta eru áhugaverðar og mikilvægar niðurstöður þar sem BMI yfir 30 hefur aukist verulega á Íslandi. Á Íslandi árið 2007 voru 19,8% kvenna á Íslandi með BMI 30 og yfir en árið 2017 voru þær 26,8% (Birna Gerður Jónsdóttir o.fl., 2020). Í erlendri safngreiningu kom í ljós að auknar líkur eru á keisara­ skurðum og þá helst bráðakeisaraskurðum meðal kvenna með BMI yfir 30 (Heslehurst o.fl., 2008). Einnig voru konur með offitu líklegri til að blæða eftir fæðingu og fá sýkingu í leg eða skurðsár eftir fæðingu miðað við þær sem voru í kjörþyngd. Innlögn á nýburagjörgæslu var einnig líklegri meðal kvenna með BMI ≥ 30 (Melchor o.fl., 2019; Prosser, Barnett og Miller, 2018). Niðurstöður okkar benda til að mikilvægt sé að konur í yfirþyngd fái fræðslu og stuðning um lífsstílsbreytingar fyrir og á meðgöngu til þess að hámarka líkur á því að fæðing þeirra verði án eftirmála. Hér er sóknarfæri fyrir ljósmæður á Íslandi í samvinnu við aðrar starfstéttir svo sem næringarfræðinga, sjúkra þjálfara, íþróttafræðinga og fleiri til þess að veita hópi kvenna stuðning og fræðslu sem geti leitt til verulegs ávinnings fyrir móður og barn. Konur með íslenskt ríkisfang voru 1,84 sinnum líklegri en konur með erlent ríkisfang til að eiga eftirmálalausa fæðingu í þessari rannsókn. Það vakti athygli okkar að íslenskar konur voru líklegri til að upplifa fæðingu án eftirmála í saman burði við konur með erlent ríkisfang. Þetta skýrist sérstaklega af því að konur með erlent ríkisfang eru líklegri til þess að fæða með aðstoð áhalda, fá spangarskurð og fara í bráða keisara­ skurð (Embla Ýr Guðmundsdóttir o.fl., 2021). Það kom þó ekki á óvart að sjá að fjölbyrjur voru líklegri til þess að eiga eftirmálalausa fæðingu. Þetta skýrist af því að fjölbyrjur eru almennt ólíklegri til að fá alvarlega spangarrifu, spangar­ klippingu, blæða meira en 500 ml og að enda í keisaraskurði eða áhalda fæðingu (Eva Jónasdóttir, Védís Helga Eiríksdóttir, Alexander Kr. Smárason og Jóhanna Gunnarsdóttir, 2022). Að sama skapi eru það ekki niðurstöður sem koma á óvart að konur sem fæða barn sitt utan Landspítala séu líklegri til þess að eiga eftir mála lausa fæðingu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fæðing utan sjúkrahúss með ljósmóður á staðnum minnki líkur á ýmsum inngripum í fæðinguna svo sem keisaraskurði, belgjarofi, áhalda fæðingu og spangarskurði (Berglind Hálfdánsdóttir, Alexander Kr. Smárason, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Ingegerd Hildingsson og Herdís Sveinsdóttir, 2015; Reitsma, Simioni, Brunton, Kaufman og Hutton, 2020). Að auki er konum með þekkta áhættuþætti ráðlagt að fæða barn sitt á Landspítala (Land læknis embættið, 2007). Það væri þó áhugavert að sjá sam bærilega rannsókn á hópi kvenna án áhættuþátta sem fæða barn sitt á Landspítala samanborið við hóp kvenna sem fæða á ljósmæðra reknum einingum. Slík rannsókn myndi gefa betri upplýsingar um hvort fæðingarstaður hafi áhrif á eftirmála fæðingar. Með rannsókninni vildum við leggja áherslu á að mikil­ vægt er að beina athygli að þeim þáttum sem geta eflt heilsu kvenna og barna – og þá ekki einungis út frá einni breytu eða inngripi heldur út frá því hvernig líðan móður og barns er í heild sinni eftir fæðingu. Slík sýn á rannsóknarspurningu og aðferðafræði er í samræmi við hugmyndafræði ljósmæðra sem og hugmyndafræði salutogenesis þar sem lögð er áhersla á að efla það sem heilbrigt er og finna þá þætti sem megi leggja áherslu á í því samhengi (Bailey, 2018; Smith o.fl., 2017). Þannig má leggja áherslu á að varðveita og auka heilbrigði í stað þess einungis að leggja áherslu á að minnka skaða. Undanfarin ár hefur verið bent á að ekki hefur verið lögð nægjanleg áhersla á slíkar jákvæðar útkomubreytur eins og sést greinilega í kerfisbundinni fræðilegri samantekt frá árinu 2014 (Smith o.fl., 2014). Þar kom í ljós að aðeins 8% rannsókna um barn eignar ferlið lýstu jákvæðum (e. salutogenic) útkomum. Bundnar eru vonir við þróun á mælitæki sem leggur áherslu á að kanna jákvæðar útkomur úr barneignarferlinu (SIPCOS) og að það muni hvetja rannsakendur einnig til að mæla, meta og skrá slíkar útkomur. Dæmi um útkomur í þessu nýja mælitæki, sem er enn í þróun, eru jákvæð fæðingarupplifun, brjóstagjöf (upphaf og lengd), sjálfræði, jákvæð tengslamyndun, hreyfing í fæðingu, eðlileg fæðing og fleira (Smith o.fl., 2017). Það er ljóst að mæli­ tæki af þessu tagi myndi bæta verulega við þær upp lýsingar sem fást með breytunni sem við höfum skoðað í þessari rannsókn um eftirmálalausa fæðingu og væri þá hægt að skoða fæðingu án eftirmála, bæði með tilliti til líkamlegrar heilsu og andlegrar. Að hámarka heilsu móður og barns sem heild er mikil­ vægt markmið barneignarþjónustu og leggjum við til að nálgun svipuð þeirri sem við höfum notað í þessari rannsókn geti verið gagnleg til að meta fæðingar án eftirmála og breytingar þar á yfir tíma. Framtíðarrannsóknir gætu sem dæmi kannað eftir­ mála lausar fæðingar með tilliti til annarra mögulegra áhrifa­ þátta en þeirra sem voru skoðaðir í þessari rannsókn, ein stakra inngripa eða heilsu farsvandamála svo sem utanbasts deyfinga, fram köllunar fæðingar eða með göngu háþrýsting. Eins er mikilvægt að kanna nánar hvaða þættir liggja að baki aukinni tíðni blæðingar eftir fæðingu, sem er sá þáttur sem helst hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.