Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 105

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 105
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 105104 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 hugleiðing ljósmóður Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2022 Dagur í lífi ljósmóður höfundur stefanía ósk marinósdóttir Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 8. mars sé al þjóðlegur baráttudagur kvenna. Þetta ár hófst sólar hringurinn á næturvakt á Fæðingarvakt Land­ spítalans. Eins og við vitum, fæða konur gjarnan að nóttu til og eftir því sem leið á næturvaktina fór að verða meira að gera. Undir mannaðar en allar klárar í slaginn, tókumst við á við verkefnin sem lágu fyrir um nóttina. Ég hitti ljós móðurina sem var í her­ berginu við hliðina á mér um miðja nótt hjá vatns­ vélinni á ganginum og spurði: „Hvernig gengur hjá þinni?“ „Föst í sex“ var svarið, því miður. Ég velti því fyrir mér hvort ljós móðirin hafi náð að borða þessa nóttina þar sem við sáumst svo lítið. Sjálf var ég með konu í stífum leik fimis æfingum til þess að aðstoða hana við að klára sína útvíkkun, á milli þess sem ég reyndi eftir bestu getu að svara bjöllum og aðstoða aðrar ljós mæður. Mikið var fæðandi konan sem ég var að styðja við sterk og þrautseig. Upp undir morgun labbaði ég hratt framhjá annarri ljósmóður, leit aftur og kallaði: „Veistu, ég vissi ekki að þú værir á vaktinni“. Hún var þá komin með aðra konu eftir að hafa verið í keisara skurði fyrr um nóttina. „Láttu mig vita ef ég get hjálpað þér eitthvað“ kallaði ég, vitandi að ég ætti sjálf í fullu fangi með konuna sem ég var að sinna. Þrátt fyrir annasama nótt og á köflum allt að því bugandi, veit ég að allar ljósmæður á vakt þessa nótt unnu að sameiginlegu markmiði: Að styðja við konur, tryggja öryggi þeirra, efla þær og styrkja. Svo finnst okkur almennt bara svo gaman að sinna konum í fæðingu, eða þannig líður mér að minnsta kosti. Eftir þessa vakt fór ég heim og svaf í tæplega fimm klukkustundir. Stuttu seinna var ég rokin út á leið á Borgarbókasafnið. Viðburðurinn þar hét: Örugg rými verðandi mæðra. Með samstarfskonum mínum á Fæðingarheimili Reykjavíkur ræddum við í hópi kvenna um hvernig hægt væri að stuðla að auknu öryggi kvenna og hver hugsjón hins nýja fæðingar­ heimilis væri. Við ræddum meðal annars um áhrif heims faraldurs á upplifun verðandi mæðra af fæðingu, um stöðu erlendra kvenna á Íslandi og um félagslega einangrun nýbakaðra mæðra. Þá vorum við búnar að finna bækur sem bókasafnið stillti upp. Þetta voru allt bækur sem auka þekkingu og sjálfs öryggi verðandi og nýrra foreldra og inn á milli voru líka bækur um konur sem lagt hafa réttindabaráttu kvenna lið um allan heim. Ljósmæður Fæðingarheimilisins vinna þrotlaust að opnun og þróun verkefna á heimilinu með það að leiðarljósi að skapa samfélag þar sem konur og fjöl skyldur þeirra geta leitað sér þjónustu á öllum ævi skeiðum og með sérstaka áherslu á erlendar konur sem búsettar eru hér á landi. Af þessu verkefni er ég mjög stolt og það er heiður fyrir mig að vera þátt­ takandi í því. Vefsíðan, faedingarheimilid.is, er skrifuð á íslensku, ensku og pólsku og er þar með fyrsta og eina íslenska vefsíðan sem er aðgengileg fyrir er­ lendar konur um barneignarferlið hér á landi. Í fyrsta skipti á Íslandi er líka í boði fyrir pólskar konur að sækja sér fæðingar­ og brjóstagjafanámskeið á pólsku. Það er deginum ljósara að ekkert annað væri í boði hjá Fæðingar heimili Reykjavíkur, því mikil er þörfin fyrir þennan hóp kvenna. Þar að auki hafa ljós mæður Fæðingar heimilisins skapað aðstæður fyrir ljós mæður og aðrar fagstéttir til að bjóða fjölbreytta, sér hæfða þjónustu. Ljósmæður eru metnaðarfull starf stétt sem hefur ástríðu fyrir því að leita lausna til að bæta þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra. Það að skapa slíkan vettvang trúi ég að muni leiða til betra samfélags. Eftir góðar og áhrifaríkar umræður á Borgar­ bókasafninu hitti ég vinkonu mína úr hjúkrun á kaffi húsi. Hún er einn færasti hjúkrunarfræðingurinn sem ég þekki og starfar hún á nýbura gjörgæslu sem krefst gífurlegrar nákvæmni og færni. Þar hjúkrar hún veikum nýburum og styður fjölskyldur þeirra í gegnum þeirra erfiðustu tíma. Við ræddum meðal annars um brjóstagjöf, ábót og hvernig hægt væri að mynda betri þjónustu og samfellu á milli vöku­ og sængurlegudeildar. Það eru allar fjölskyldur heppnar þegar hún er á vakt. Ég endaði sólarhringinn á að hitta vinkonu mína sem hefur verið mér ómetanleg frá því ég kynntist henni í ljósmæðranáminu. Hún bauð mér í mat á meðan við uppfærðum þekkinguna okkar, ásamt 100 öðrum ljósmæðrum, um hreyfingu, grindarbotn og kviðvöðva kvenna, fyrir og eftir meðgöngu. Fræðslan var í boði Hraust en á vefsíðunni, hraust.is, stendur að þar séu þær Agnes og Kara „sjúkraþjálfarar með brennandi áhuga á að hjálpa konum sem upplifa sig týndar í eigin líkama“. Þvílík setning! Þessar konur varpa ljósi á svo mikilvæga þætti varðandi líkamlegt og andlegt heilbrigði kvenna. Á þessum baráttudegi kvenna hitti ég magnaðar konur, konur sem eru hluti af mínu lífi og ég starfa með. Allt eru þetta konur sem lyfta öðrum konum. Ég get hugsað um svo margar aðrar konur sem hreyfa við mér og veita mér innblástur. Mamma mín, systur mínar, vinkonur, ljósmæður og hjúkrunar fræðingar og svo konur sem ég þekki ekkert. Ég trúi því svo sannar­ lega að konur séu hreyfiafl heimsins og að konur séu konum bestar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.