Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1716 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
Allir við hringborðið eru sammála því að þetta sé
um ræða sem sé ekki hávær í dag. Það eru hvorki
alvar legar áhyggjur af félaginu né Ljósmæðrablaðinu.
Í raun má segja að við ljósmæður höfum staðið þetta
af okkur. Við getum klappað okkur á bakið fyrir það
og getum satt að segja verið stoltar af þeim árangri
nú þegar litið er um öxl.
ólafía En varðandi hvað mér finnst eftirminnilegt
frá mínum ritstjórnarferli þá er mér sérstaklega
minnis stætt að í mínu fyrsta blaði birtum við
viðtal við Dýrfinnu, sem var hluti af lokaverkefni
Bjarneyjar R. Jónsdóttur. Ferill Dýrfinnu var afar
merkilegur, þetta var stórt viðtal við stóra konu.
Við ákváðum að hafa stóra mynd af Dýrfinnu á
forsíðu blaðsins, en það hafði aldrei verið gert
áður. Myndin er af Dýrfinnu og barni sem hún
var nýbúin að taka á móti. Mér fannst myndin
svo lýsandi fyrir störf ljósmæðra, þegar við erum
rjóðar og svolítið sveittar, með úfið hárið en sælar
eftir nýafstaðna fæðingu þar sem allt gekk vel.
Mér þykir vænt um þetta viðtal.
Í stað þess að deyja úr hor var króginn sem sagt
mættur á veraldarvefinn
valgerður Hvað mig varðar, þá ætlaði ég mér nú
bara að fara í ritnefndina, en það æxlaðist
þannig að ég varð ritstjóri. Þetta var ofboðslega
skemmtilegur tími. Ég held að ég geti fullyrt að
það að vera ritstjóri Ljósmæðrablaðsins kom mér
í meistaranám. Þetta var svo skapandi um hverfi,
að vera með yfirumsjón með þessum skrifum.
Auðvitað fór maður í gegnum ákveðið óöryggi,
eins og t.d. í tengslum við ritrýndu greinarnar, en
ég fékk góða leiðsögn hjá Ólöfu Ástu og Helgu
Gottfreðsdóttur. Á þessum árum, í kringum
2004 var samfélagið að raf væðast og við tókum
þátt í því. Það fór töluverð orka í það að koma
Ljósmæðrablaðinu á rafrænt form. Í stað þess
að deyja úr hor var króginn sem sagt mættur á
veraldar vefinn og lifir þar sjálfstæðu lífi. Það var
mikil vinna að verða rafrænt blað, en það var
samstaða um það hjá félaginu og í ritnefndinni
að halda áfram að prenta blaðið. Þá verð ég að
minnast á Hirzluna, bóka safn Land spítalans.
Það var verkefni sem fólst í að halda utan um
fræði störf og skrif starfsmanna Landspítalans
og Háskólans. Hvað mig varðar voru þetta stóru
verkefnin.
Árið 2005 skrifar Valgerður að auðvelt sé að fá
ljós mæður til að skrifa í blaðið. Það er mikill við
snúningur af því að í mörg ár virðist það hafa verið
helsti höfuðverkur ritstjóra að safna efni í blaðið.
Kannski er hægt að segja að á ákveðnum tíma hafi
ljósmæðrastéttina skort sjálfstraust. Ritstjóri Ljós
mæðrablaðsins var til dæmis ekki ljósmóðir, það voru
ekki ritstjórnarpistlar og það var enginn sem talaði
beint til ljósmæðra á ákveðnu tímabili í blaðinu.
Sólveig Þórðardóttir hafði til dæmis áhyggjur af því
árið 1980 að ljósmæður væru að missa starfsréttindi
sín í heilsugæslunni og Hildur Kristjáns spyr í grein
sinni árið 2002 hvort við séum fagstétt?
ólöf ásta Sjáið þið hvað þetta er lífseigt, bæði Ljós
mæðrablaðið og stéttin sjálf. Ég held að það hafi
skipt máli fyrir blaðið að fagið skyldi þróast yfir í
háskólann þó að það hafi alltaf verið náin tengsl
á milli blaðsins og námsins. En það voru alls
ekki allar ljós mæður sammála um þessar miklu
breytingar á náminu. Í byrjun ætluðum við ekki
að hafa hjúkrun sem skil yrði, en það kom ekki til
greina af hálfu náms brautarinnar. Við þurftum að
berjast verulega fyrir því að ljós móður fræðin yrði
ekki sérgrein í hjúkrun. Það er alveg á hreinu.
Dýrfinna á forsíðu Ljósmæðrablaðsins árið 2001.
valgerður Það er seigla í okkur. Ég man að það var
mikil hvatning frá kennurunum til okkar nemanna
um að skrifa í blaðið og birta verkefni eins og
dagbókar skrif. Þar hefur þú Ólöf Ásta staðið í
brúnni.
ólöf ásta Já, já, ég stóð alveg í brúnni þar, en ekki
ein. Og enn þann dag í dag erum við þar.
hrafnhildur Ég man vel eftir þessari umræðu, þegar
ég var að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Þá
sögðu hjúkrunar fræðingar, hvers vegna koma
ljósmæður ekki bara yfir til okkar?
ólöf ásta Við ljósmæður höfum reynt að aðlagast
íslenskum veruleika á hverjum tíma. Nú síðast
um daginn voru mjög mikilvæg tímamót þegar
það tókst að breyta nafni deildarinnar, það skiptir
gífur legu máli. Nú heitir deildin Hjúkrunar- og
ljósmóður fræðideild í stað Hjúkrunar fræði-
deildar. Það var ekki hægt að ganga fram hjá
okkur lengur. Ljósmóður fræðin nær öllum við-
miðum sem gilda innan Há skóla Íslands. Þar eru
til staðar tvær greinar og er þá ekki sjálfsagt að
þær sjáist báðar í nafni deildarinnar?
Þá var eftirtektarvert að lesa um hringborð í
tengslum við eðlilegar fæðingar í Ljósmæðrablaðinu
árið 2005. Þar var dregin sú ályktun að ljósmæður
þyrftu að stofna teymi ljósmæðra sem tækju að sér
heimafæðingar og gæti sú starfsemi orðið undanfari
stofnunar fæðingarheimilis. Ljósmæðrafélagið brást
við þessu með því að kaupa tvær töskur til að lána
ljósmæðrum sem voru tilbúnar að taka eina og eina
heimafæðingu. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar
og í Reykjavík eru tvær sjálfstæðar fæðingareiningar.
valgerður Þarna sér maður hvað það er mikilvægt
að taka umræðuna. Hlutirnir gerjast og stundum
er sagt að allar góðar breytingar gerist í hænu-
skrefum. Nú eru liðin 17 ár og kannski er það bara
eðlilegur tími. Rúmlega tíu árum síðar opnaði
Björkin sitt fæðingarheimili og svo núna bætist
Fæðingarheimili Reykjavíkur við. En það sem
situr líka eftir hjá mér er þegar við Ólöf Ásta
fórum heim til Jóhönnu Hrafnfjörð og tókum
viðtal við hana. Mér fannst hún mögnuð kona.
Hún var ein af þessum töffurum. Hún var búin að
ánafna félaginu íbúðina sína við sitt frá fall. Nú er
þetta minningarsjóður Jóhönnu Hrafn fjörð sem
veittir eru styrkir úr. Hún var sjálf barn laus, en
rak fæðingarheimili í Kópavogi og víðar. Það var
svo margt í hennar sögu sem endur speglar það
sem við erum búnar að vera að tala um hér, hvað
þessar flottu ljósmæður þurftu að berjast.
hrafnhildur Ég held að það sé vel við hæfi að ég
taki boltann hér. Mér fannst mjög vel tekið á móti
mér í Ljósmæðrafélaginu og mér fannst það
líka upphefð að fá Ljósmæðrablaðið sent heim
til mín sem ljósmóðurnemi. Ég las það strax
upp til agna. Ég hef greinilega verið að tala um
þessa ástríðu mína á blaðinu, því Valgerður hóar
í mig beint eftir útskrift og ég fer í ritnefndina. Ég
man að í byrjun áttum við að lúslesa greinarnar,
einhvers konar prófarkalestur, en ég las bara
hægar og betur efnið eins og ég hafði gert áður.
Þegar við hittumst sá ég að greinin hjá Valgerði
Lísu var útkrotuð með rauðu og ég hugsaði;
„guð minn góður, ég er ekki með þetta.“ En svo
lærðist þetta og ég fór að taka eftir punkti og
kommu og vonandi líka efnislega. Ég held að það
að vera í ritnefnd og ritstjóri Ljósmæðrablaðsins
hafi líka verið kveikjan að því að ég fór í mitt
meistaranám. Ég er eiginlega alveg viss um það.
Því að á þessum tíma las maður ótrúlega mikið
af ólíkum greinum. En það mætti segja að ég
hafi svo fengið ritstjórastólinn í hausinn. Bergrún
ákvað að hætta og það var enginn til að taka við.
Og ætli það hafi ekki verið Valgerður sem hvatti
mig áfram ,,Nú er komið að þér Hrafnhildur.“ Þá
kom aftur svona óöryggi yfir mig. En það stóð
ekki lengi. Við í ritnefndinni vorum allar í sama
liði og það var þessi liðsheild sem skapaði gleði
og samstöðu. Ég tek undir það sem Valgerður
sagði, það var aldrei vandamál að fá efni. Þessi
ritstjórapistill var kannski höfuðverkur, en á
mínum ritstjórnartíma var það formaðurinn sem
brýndi raustina. Hún sagði frá baráttumálunum.
Úr viðtali við Jóhönnu Hrafnfjörð, Ljósmæðrablaðið,
2004 (1), s.7.