Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 19
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1918 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
Hér er Hrafnhildur minnt á að það hafi ýmislegt
gengið á á þeim tíma sem hún var ritstjóri. Í rit
stjórnar pistli árið 2013 hafi hún til dæmis vitnað
í ályktun Ljósmæðrafélagsins um áhyggjur af fækkun
á fæðingarstöðum víða um land og skorti á stefnu
mótun í fæðingarþjónustu. Meðal annars hafði
Hreiðrið verið lagt niður og með því samfella í
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi kjarabarátta
ljós mæðra verið hörð og rifjað er upp að Alþingi hafi
setti lög á verkfall ljósmæðra árið 2015, viku fyrir
aldar afmæli kosningaréttar kvenna. Það voru líka
blikur á lofti í femínískri baráttu og konur byrjaðar
að skila skömminni og krefjast þess að hlustað væri
á rödd þeirra. Þetta er allt hægt að lesa um í blaðinu.
hrafnhildur Það er vissulega lærdómsríkt að rifja
þetta upp. Ég man eftir því hvað ég dáðist alltaf
að því hvað ljósmæður tóku vel í það að skrifa
í blaðið. Sérstaklega núna í ljósi þess sem við
höfum verið að tala um, að hér áður fyrr hafi verið
erfitt að fá konur til að skrifa. Mér fannst það svo
ánægju legt, hvað vel var tekið í það. Og þetta
voru ekki alltaf sömu ljósmæðurnar. En svo fékk
ég líka Fylgjuna í fangið, dagbókina. Elví var búin
að vera með hana á brjósti í mörg ár en þegar
hún hætti tók ég hana að mér líka. Á að ventunni
var ég með bæði blöðin. Það má kannski segja
að allar ljósmæður hafi beðið eftir Fylgjunni, en
engin spurði um Ljósmæðrablaðið. Fylgjan var
barn síns tíma og það var rétt að hætta að gefa
hana út. Það var mikil vinna að fara yfir hana og
tryggja að allur texti væri réttur. Það var líka sterk
umræða um það hvort Ljós mæðra blaðið væri
of dýrt og alls kyns leiðir til að reyna að spara,
hvort það væri nauðsynlegt að pakka því í plast.
Við fjölskyldan fórum þá saman á aðventunni og
sátum í félaginu og pökkuðum blaðinu til að spara.
valgerður Langoftast hefur blaðið bara staðið undir
sér með auglýsingum en þetta er greinilega
endurtekið efni í 100 ára sögu blaðsins, að tala
um kostnað. En það er líka styrktarsjónarmið að
láta pakka blaðinu, það var gert í Örva sem var
verndaður vinnustaður.
ólöf ásta Nú er þetta umhverfissjónarmið og við
hættar að láta pakka blaðinu.
Að fá krógann í fangið; að brenna fyrir því að
útgáfa Ljósmæðrablaðsins sé okkur ljósmæðrum
til sóma
ólöf ásta Þegar ég tók við ritstjórninni var staðan
þannig að Áslaug, formaður félagsins var búin
að vera að leita að eftirmanni Hrafnhildar og það
var enginn tilbúinn að taka þetta að sér. Einn
góðan veðurdag hugsaði ég; „Ég er hvort sem
er í ritnefndinni, ég brenn eiginlega fyrir því að
útgáfa blaðsins sé ljósmæðrum til sóma.“ Það
er mjög mikilvægt fyrir fagstétt að gefa út blað
og aðstæður hjá mér voru þannig að ég var hætt
að vera námsbrautarstjóri og hafði lausa stund.
Mér leið vel að taka þessa ákvörðun. Ég sé ekki
eftir því af því að það er mjög gaman að gefa
út þetta blað, að vera í ritnefndinni og hitta allt
þetta skemmtilega fólk. Það er einhver kveikja
eða neisti sem heldur manni vakandi. Ég skil vel
að manni detti í hug að fara í meistaranám, og
ef út í það er farið þá var ég ekki búin að fara í
meistaranám þegar ég byrjaði í ritnefndinni. Ég
veit ekki einu sinni hvenær ég byrjaði, ætli ég sé
ekki búin að vera viðloðin blaðið með hléum frá
1980. Og nú er ég búin að vera ritstjóri í fimm ár.
Þetta er auðvitað heilmikil vinna eins og þið vitið.
En að fá krógann í fangið, það er í hvert skipti
hátíðlegt. Alveg eins og þegar lesandinn fær það
í hendur, eins og við höfum talað um.
Ef við hugsum aðeins um þennan metnað sem er
svo augljós í upphafi blaðsins. Hvað haldið þið um
nýútskrifaðar ljósmæður, ljósmóðurnemana, leita
þær í blaðið eða leita þær fanga annars staðar? Erum
við sem sitjum við þetta borð málsvarar þröngs hóps
ljósmæðra? Hvernig er best að halda við þessum
neista sem forljósmæður kveiktu fyrir 100 árum?
Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíð blaðsins, er
hún björt?
ólöf ásta Ljósmæðrablaðið hefur breyst frá því
að vera þessi blöðungur í veglegra blað. Það er
orðið rafrænt en við viljum hafa það meira og
betur rafrænt. Félagið hefur líka verið duglegt
4 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017
Enn kemur Ljósmæðrablaðið út, á 95. aldursári, um mitt sumar
þegar sól stendur sem hæst. Á sama tíma er komið að ritnefndar-
og ritstjóraskiptum. Hrafnhildur Ólafsdóttir skilar góðu verki eftir
sex ára setu í ritstjórastólnum og eru henni þökkuð vel unnin störf.
Ritnefndin og nýr ritstjóri Ólöf Ásta Ólafsdóttir, sem nú tekur við,
mótar ritstjórnarstefnu næstu tveggja ára, fram að 100 ára afmæli
Ljósmæðrafélagsins sem verður fagnað vorið 2019 þegar Norræna
ljósmæðraráðstefnan verður haldin í Reykjavík. Það ár er gert ráð
fyrir að útgáfa Ljósmæðrablaðsins verði veigameiri, samfara útgáfu
sérstaks afmælisrits og nýs ljósmæðratals, sem löngu er kominn tími
til að gefa út.
Litlar sem engar breytingar eru á útliti blaðsins sem nú lítur
dagsins ljós, en búast má við einhverjum breytingum þegar fra í
sækir. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram, til dæmis v rðandi
forsíðu, uppsetningu og efnistök. Áætlað er að bæta rafræna útgáfu,
fjölga ritrýndum greinum en einnig fræðslugreinum samþykktum af
ritstjórn sem nýtast til sí- og endurmenntunar. Þá eru uppi hugmyndir
um að halda áfram að víkka efnistök blaðsins jafnvel þannig að
blaðið höfði til stærri hóps og þá geta möguleikar opnast fyrir frekari
dreifingu. Í auknum mæli verður blaðið menningarlegt á sviði
ljósmóðurfræða og þverfræðilegt á gagnrýnan hátt, um heilsueflingu,
heilbrigðisþjónustu, kven- og kynheilbrigði, foreldrahlutverk,
fjölskylduna, barneignarferlið og nýja barnið.
Þetta blað er eins og síðustu ár prentað hjá Prentun.is í Hafnarfirði,
litlu fyrirtæki með stórt hjarta eins og segir á heimasíðu þess. Þar er
veitt persónuleg þjónusta og kappkostað er að vinna blaðið samkvæmt
nýjustu tækni, á hagkvæman hátt á umhverfisvænan pappír. Skrifstofa
Ljósmæðrafélagsins sér um að afla auglýsinga í blaðið og þær standa
undir kostnaði við útgáfuna og er það vel.
Að venju er umfjöllunarefni blaðsins fjölbreytt, í formi
fræðslugreina, fréttatilkynninga og með birtingu mynda úr námi og
fag- og félagsstarfi ljósmæðra. Frásagnir eru frá stjórn og ýmsum
hópum ljósmæðra sem þróa sig faglega og sækja af dugnaði námskeið
og ráðstefnur á vegum Ljósmæðrafélagsins, ljúka doktorsprófi eða
hljóta viðurkenningar fyrir að vera ungur vísindamaður á Landspítala.
Fastir liðir eru á sínum stað; ljósmæður ræða um mál ofarlega í
huga sem hvetja okkur til dáða og nemaverkefni birtast en lítið gagn
er af þeim lokuðum á netinu eða uppi í hillum. Nýburagulan, greining
og meðferð á henni, er tekin fyrir í fræðslugreinum, annars vegar er
u að ræða BS verkefni í læknisfræði og hins vegar klínískt fræðilegt
verkefni 2. árs nema í ljósmóðu fræði. Við fáum líka að ky na t
nýjungum í meðferð á meðgöngu, í fyrsta lagi um næringarmeðferð
og öðru lagi um breytingar á skipulagi meðgönguverndar frá því að
vera eingöngu einstaklingsbundin til að vera líka veitt í hóp. Saga
og þróun í fósturgreiningu er einnig tekin til umfjöllunar og sagt frá
skipulagi starfsnáms og sérhæfingu ljósmæðra á þessu mikilvæga
sviði.
Það er ljóst að umönnun og samband ljósmæðra við konur og
fjölskyldur þeirra byggir á faglegri færni í að þekkja og mæta ólíkum
þörfum kvenna og hafa innsæi og kunnáttu í að höndla óvissuna sem
fylgir barneignarferlinu. Bakgrunnur, væntingar og þarfir kvenna
kalla á ólíka umönnun og ljósmóðurmeðferð. Mannréttindi og þörf
fyrir mannlega nánd er þó í grunninn öllum konum og fjölskyldu
mikilvæg og sameiginleg, eins og kom fram í erindi Lesley Page
hérlendis á Alþjóðadegi ljósmæðra 5. maí síðast liðinn. Gagnreynd
þekking í ljósmóðurstarfi og niðurstöður fjölda rannsókna sýna
einnig fram á að ljósmóðurrekin og samfelld þjónusta sé lykilatriði
fyrir örugga og farsæla fæðingu. Velta má upp þeirri spurningu hvort
það sé í aun forsvaranlegt að bjóða ekki upp á eða þróa samfellt
þjónustuform til ávinnings fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur
þeirra, svokallaða MFS þjónustu. Þá þarf að leita svara við hvers
vegna svo erfitt það hefur reynst bæði hér á landi og víða um heim að
bjóða upp á og viðhalda slíkri þjónustu.
Segja má að ljósmæður úti á landi, þar sem konur geta fætt í
heimabyggð, hafi haldið merkinu á lofti og síðustu ár ekið eins
konar fæðingarheimili með samfellda þjónustu að leiðarljósi innan
heilbrigðisstofnana með eða án aðgangs að skurðstofu. Nú hafa þau
gleðitíðindi gerst í Reykjavík að ljósmæður hafa að nýju, eftir rúm
20 ár, opnað fæðingarheimili utan sjúkrahúss. Til heiðurs þeim prýða
þær forsíðu þessa blaðs. Ljósmæðrablaðið tekur undir með Steinunni
H. Blöndal sem skrifar í ritstjórnargrein: „Með Þori, Getu og Vilja
hafa þessar hugrökku Bjarkarljósmæður nú náð settu markmiði. Til
hamingju og megi starfsemin vaxa og dafna barnshafandi konum og
fjölskyldum þeirra til gæfu“.
Ný ritstjórn Ljósmæðrablaðsins hlakkar til að fá efni frá
ljósmæðrum í blaðið. Ljósmæðrablaðið er okkar vettvangur til
samskipta og faglegs þroska innan stéttarinnar og í þágu kvenna og
fjölskyldna í ljósmóðurstarfi.
Lyklu skil ð
Núverandi og fyrrverandi ritstjóri Ólöf Ásta Ólafsdóttir og
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Ólöf Ásta tekur við sem ritstjóri af Hrafnhildi,
Ljósmæðrablaðið, 2017 (1), s. 4.
að koma með ýmislegt nýtt, eins og til dæmis
öpp og fræðslu með snöppum. Ég veit ekki hvort
Ljós mæðra blaðið eigi að fara á TikTok, Rúv er
komið á TikTok. En það er mín tilfinning að það
sé alltaf jafn gott að fá blaðið í hendur og ungar
konur eða nýútskrifaðar ljósmæður vilji það
líka. En varðandi mína ritstjórnarstefnu, þá fólst
hún líka í því að viðhalda útgáfunni, að hlúa að
heimilda vinnunni. Útgáfa blaðs gefur svo mikla
sýn á það hvernig saga ljósmæðra hefur verið.
Og það sér maður núna, þegar maður skoðar
gömlu blöðin. Það er líka mikilvægt að segja
fréttir, að vera með lýsingar frá ári til árs. Það
skiptir til dæmis máli að vera með frá sögn af
afmæli félagsins. Ég veit að Erla Dóris Halldórs-
dóttir sagnfræðingur notaði Ljós mæðra blaðið
sem heimildir þegar hún var að skrá sögu ljós-
mæðra í nýju bókinni. Ef við horfum til dæmis
á reynsluna af covid faraldrinum þá var mjög
mikil vægt að vera með umfjöllun strax. Að hafa
við töl í blaðinu og fá sýn ljósmæðra á meðan á
þessu stóð. Þó að þetta séu kannski ekki tíma-
móta greinar, þá verður þessi umfjöllun mikilvæg
í framtíðinni. Covid er nú þegar orðið sögulegt.
Við gleymum svo fljótt og fáum allt annars konar
frásagnir þegar frá líður. Svo breyttum við líka
út af vananum með forsíðu blaðsins, eins og
Ólafía og hennar ritstjórn og höfum frá 2017
fengið ýmsar listakonur til þess að hanna for síður
blaðsins. Það hefur verið ótrú lega skapandi og
skemmti leg viðbót í blaðið.
valgerður Það er alveg rétt. Blaðið gefur mynd af
mál efnum líðandi stundar í það og það skiptið.
Við megum alls ekki missa þetta. En Ljós mæðra
blaðið er líka svo fjölbreytt. Við erum fag sem
þarf að byggja á fræðilegri þekkingu og í blaðinu
er fræðilegri þekkingarsköpun okkar komið á
framfæri. En svo er þetta félagslega líka mjög
mikilvægt. Þessi tengsl skipta máli. Hvað er til
dæmis að gerast fyrir austan? Eða á sunnan-
verðum Vestfjörðum? Það er fjallað um ráð stefnur
í blaðinu og við fáum að sjá fallegar og lýsandi
myndir. Það er líka gaman að lesa um ljós mæður
sem hafa unnið í allt öðru umhverfi. Ég held að
það sé margt svona sem skiptir máli og muni
halda blaðinu á lífi. Það höfðar til breiðs hóps.
Sögur höfða til eins hóps og fræðin til annarra.
ólöf ásta Hér kemur líka upp í mér kennarinn. Með
ritrýndu greinunum og fræðslugreinunum þá er
tryggt að það sé skrifað um okkar fag á íslensku.
Mér finnst mikilvægt að ljósmóðurnemar í dag
skynji hvað þetta skiptir miklu mál. Að þær nýti
sér blaðið og lesi nýjustu greinarnar í blaðinu.
Ég held reyndar að þær geri það. Það er gott að
geta sagt: „Það er búið að skrifa um þetta í Ljós
mæðrablaðinu, lestu greinina hennar Valgerðar.“
Fyrir 25 árum hafði maður ekkert til að vísa í á
íslensku, í íslenskum veruleika. Nú eru til íslenskar
rannsóknir. Tökum sem dæmi Lausna steina,
bókina. Hún er enn í fullu gildi. Það eru fínir kaflar
í henni sem allir nemar ættu að lesa. En auðvitað
skiptir aðgengið fyrir nútíma ljósmóðurina líka
miklu máli. Og það væri forvitnilegt að vita hvert
þeim finnst hlut verk blaðsins vera. En það er líka
gefandi að fá endur kast frá eldri ljósmæðrum.
Þetta gefur þeim innsýn í starfið, að fá blaðið
í hendur. Þær eru kannski hættar að vinna en
maður hættir aldrei að vera ljósmóðir.
Fléttukjóllinn. Verk Sunnu Maríu Schram, ljósmóður og
myndlistarkonu, sem prýddi forsíðu blaðsins árið 2017.