Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 22
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 2322 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Þessir ljósmóðurþankar draga dilk á eftir sér. Vilmundur Jónsson landlæknir sendir Þuríði per­ sónu legt bréf „birt til leiðbeiningar eftirleiðis og fer ekki annarra á milli.“ (Ljósmæðrablaðið, 1930, s.13). Þar lýsir hann áhyggjum yfir vangaveltum Þuríðar um að vara almenning við að leita til lækna við fæðingar hjálp. Slíkar aðdróttanir geti valdið óvild á milli þessara tveggja stétta, lækna og ljósmæðra sem þjóðin á svo mikið undir, að vinni í sátt og samlyndi. Þá sé einnig hægt að lesa út úr skrifum hennar að hún óttist sam keppni við nýopnaða fæðingardeild Land spítalans og það sé ekki gott. Í öðru tölublaði Ljósmæðrablaðsins árið 1932 birtir Þuríður bréfið frá land lækni, þrátt fyrir orð hans um að það sé þeirra á milli og lýsir undrun á að hægt sé að misskilja orð hennar með slíkum hætti. Það sé henni mjög fjarri skapi að móðga vini sína læknana og að hún virði ólíkar skoðanir á því hver eigi að annast fæðingar­ hjálp: … en mér fanst það engin móðgun við lækna, þótt ég hafi þá skoðun, og haldi fast við hana opinberlega, þrátt fyrir allar leiðbeiningar frá landlækni og öðrum, að heppilegra sé, að ljós­ mæður annist yfirleitt einar um þær fæðingar þar sem alt gengur eðlilega án þess að vantreysta nokkuð læknum eða gera þeim órétt til. (Ljós­ mæðrablaðið, 1932, s.14). Eins og sjá má af orðum Þuríðar, er hún trú eigin sannfæringu um að með góðri þekkingu og aukinni menntun sé það ljósmóðirin sem eigi að standa við hlið kvenna í eðlilegum fæðingum: Það má þó alltaf athuga í þessu sambandi eitt atriði, og það er kostnaðarhliðin. Hvaða læknir stenst við að bíða eftir fæðingu klukkutímum eða jafnvel dögum saman, fyrir svipaða borgun og ljósmæður fá … Fyrir því hefur verið barist eftir mætti, að íslenska ljósmæðrastéttin yrði fyllilega starfi sínu vaxin, en það tel ég hana ekki, ef hún er ekki fær um, upp á sitt einsdæmi, að aðstoða við eðlilega fæðingu, og segja til í tíma ef lækni þarf með til einhverrar meiriháttar aðgerðar … Hefir það verið brýnt fyrir ljósmæðranemunum í skólanum, enda þó að kennsla þeirra hafi farið fram í þeim anda að eyðileggja ekki eðlilegan gang fæðingarinnar með deyfandi lyfjum eða öðru. Annað mál er það, að nú færist í vöxt að deyfa konur við fæðingu, og sé það eindregin ósk konunnar, mun engin ljósmóðir setja sig upp á móti því, enda þótt enn séu skiptar skoðanir um hversu gagnlegar slíkar deyfingar séu, og ég fyrir mitt leyti hefi alltaf verið á móti þeim við eðlilegar og léttar fæðingar, og þykist hafa fullan rétt til þess ávítu – og leiðbeiningarlaust. (Ljósmæðrablaðið, 1932, s.14­15). Þuríður bendir á að þær skoðanir sem hún viðrar í greininni séu læknum sem best hafa fylgst með starfi hennar fullkunnar og allra síst óttist hún sam keppni, heldur sé hún þvert á móti velunnari fæðingar deildar Landspítalans og hafi barist fyrir opnun hennar. Í lok greinarinnar segir formaður Ljósmæðrafélagsins: „Ætla ég svo ekki að orðlengja um þetta að sinni en mun eftirleiðis eins og hingað til hafa mínar skoðanir bæði á fæðingarhjálp og öðru og láta þær í ljós opinberlega, ef mér finst ástæða til.“ (Ljósmæðrablaðið, 1932, s.16). Í þeim fátæklegu og takmörkuðu heimildum sem liggja eftir um hið merka starf Þuríðar er sam­ eiginlegur rauður þráður að hún hefur alltaf látið sér mjög annt um fæðingarhjálp til handa konum sem áttu um sárt að binda. Í húsi sínu að Tjarnargötu 16 hafði hún á þriðja áratug síðustu aldar sömuleiðis út búið „ofurlitla fæðingadeild, og er það sagna sannast, að hún gerði það ekki til að sýna hve snjöll hún væri að útbúa ágætar snyrtistofur fyrir þá sem vel gætu borgað, heldur til að skjóta skjólhúsi yfir húsvilta einstæðinga, sem þyrftu að fæða börn.“ (Ljósmæðrablaðið, 1930, s.62). Svo virðist vera að eftir að Þuríður hætti að mestu að taka á móti börnum hafi áhugi hennar á að styðja við konur og barnshafandi stúlkur sem hvergi áttu höfði sínu að halla aukist. Árið 1943 er í Ljósmæðrablaðinu, 3.tbl., sagt frá því að félagsfundur Ljós mæðra félags Reykjavíkur hafi einróma samþykkt tillögu um brýna nauðsyn á að stofna Mæðraheimili í Reykjavík eða nágrenni. Mæðraheimilið væri hugsað sem griðastaður fyrir ógiftar, þungaðar konur þar sem þær gætu dvalið fyrir og eftir fæðingu þar til hagur þeirra og barna þeirra vænkaðist. Hér er gripið niður í sameiginlegu bréfi Ljósmæðrafélags Reykjavíkur og Ljósmæðrafélags Íslands til Bæjarstjórnar Reykja­ víkur og líklegt er að Þuríður haldi þar á penna: Okkur, sem stundum fæðingarhjálp erum kunnugastar kringumstæðum þessara mæðra, og manni rennur til rifja að þurfa að horfa upp á þvílíkt miskunnaleysi sem ógift kona á við að stríða fyrir það eitt að hún er móðir. Öll höfum við bæði konur og menn látið huggast við móður barm. Það er því syndsamleg blekking gegn því góða, sem með manninum býr, að hafast ekki að til hjálpar fyrir móður með saklaust, ómálga barn, sem er gestur á hinum hrjóstuga vegi tilverunnar, þar sem það á alla sína gæfu, sem einnig er gæfa þjóðfélagsins, undir því komið að vel takist til um heilbrigði þess og uppeldi. Sérhverri móður er skylt að næra barn sitt á móðurmjólkinni, henni er líka ljúft að annast það og lauga það. Enda eru og viðurkennd hin ævarandi þroskaáhrif, sem samvera barnsins hefir á sálarástand móðurinnar. Því má ekki, hvorki vegna móður né barns, stía þeim í sundur sakir örbirgðar eða umkomuleysis, en þeim örlögum hafa þessar konur of oft mátt sæta til mikillar ógæfu fyrir þær sjálfar og barnið. (s.29­30). Við stofnun heimilisins var Þuríður Bárðardóttir titluð húsmóðir heimilisins, en til heimilisins var stofnað í pólitískri sátt og „var það búið fallegum hús ­ gögnum og tækjum svo að dvöl mæðranna geti verið sem bezt og þeim sem allra mest til hvíldar.“ (Ljósmæðra­ blaðið, 4. tbl, 1943, s.38). Síðustu árin sem Þuríður lifði var hún heilsulaus og hafði ekki fótavist nema öðru hverju. Andlegum kröftum hélt hún óskertum til hins síðasta. Síðustu tvö árin sem formaður Ljósmæðrafélagsins komst hún ekki á aðalfund félagsins, en hafði greinilega verið með í undirbúningi. Var Þuríður einróma kosin fyrsti heiðursfélagi Ljósmæðrafélagsins í lok aðal­ fundar árið 1946 þegar hún óskaði eftir að láta af störfum. Voru henni sendar rósir fagurlega bundnar silki böndum í íslenskum fánalitum. Með svolátandi kveðju: Frk. Þuríður Bárðardóttir, ljósmóðir, Tjarnar­ götu 16. Aðalfundur Ljósmæðrafélags Íslands sendir yður hér með beztu kveðju og þakklæti fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf í þágu íslenzkrar ljósmæðrastéttar í áratugi um leið og þér eruð kjörin heiðursfélagi Ljósmæðrafélags Íslands. Fundarkonur. (4.tbl, 38). Þuríður lést 3. febrúar árið 1955 að heimili sínu að Tjarnargötu 16 í Reykjavík. Helstu heimildir: Jón G.Nikulásson.(1955). Þuríður Bárðardóttir, Ljósmæðrablaðið, 33(2), 13­15. Jóhanna Friðrikdóttir og Sigríður Sigfúsdóttir. (1930). Þuríður Bárðardóttir, Ljósmæðrablaðið, 12(6), 61­62. Ritstj.(1943). Mæðraheimili í Reykjavík, Ljósmæðrablaðið, 21(3), 29­30. Ritstj.(1943). Lögskipaðar Ljósmæður í Reykjavík, Ljósmæðrablaðið, 21(6), 61­70. Ritstj.(1946). Aðalfundur 1946. Ljósmæðrablaðið, 24(4), 37­40. Þuríður Bárðardóttir.(1932). Ljósmóðurþankar, Ljósmæðrablaðið, 10(1) 1­4. Þuríður Bárðardóttir. (1932). Bréf frá landlækni, Ljósmæðrablaðið, 11(2) 13­16. Þuríður Bárðardóttir. (1931). Áramótahugleiðingar, Ljósmæðrablaðið, 9(1), 1­2. Þuríður Bárðardóttir. (1934). Ágrip af sögu Ljósmæðrafélag Íslands, 12(4), 37­41. 12. júlí 1946 í Vísi. Dánartilkynning í Morgunblaðinu 20. febrúar 1955.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.