Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 83
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 8382 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
fullt leyfi fyrir sína starfsemi í Amish byggðunum.
Talið var að mótmælin hefðu skipt þar sköpum, enda
vöktu þau athygli þar sem Amish konur eru ekki
vanar að láta í sér heyra.
Heidi lést í júní á síðasta ári, þannig að Diane
er oft eina ljósmóðirin á þessu svæði. Nú hefur
Christine ljósmóðir frá Wasington fylki bæst í
hópinn, en hún hefur verið með Diane fyrri hluta
þessa árs. Þegar ég sjálf kom í janúar var hins
vegar bara einn ljósmóðurnemi og aðstæður
voru þannig hjá Diane að hún þurfti skyndilega
að taka sér frí. Ég fór því í fullt af fæðingum,
stundum bara með ljósmóðurnema með mér.
Eitt langar mig til að segja og það er það að það
er mjög fallegur siður hjá Amish fólkinu að þegar
barn fæðist í fjölskylduna, þá er kölluð til amma,
vin kona eða frænka, jafnvel yngri systur sem
koma til að sinna heimilinu. Konurnar eru því
að hjálpa hver annarri og sængurkonan á að
vera í fríi í 6 vikur
Hvernig var að vinna við þessar aðstæður?
Það er mjög skrýtið að þekkja ekki sitt bakland,
en ég vissi samt að ég gat alltaf hringt í Diane og
Christine ef ég þyrfti á þeim að halda. Konurnar
þarna kvarta ekki og það er mikil auðmýkt gagn-
vart fæðingunni og æðruleysi. Það er eiginlega
það sem maður lærir svo mikið af og treystir
jafnframt á.
Það var til dæmis ein kona sem var að eiga sitt
áttunda barn og hafði alltaf átt langan, leiðin-
legan rembing. Heidi hafði tekið á móti hjá
henni nokkrum sinnum og í næst síðustu,
í sjöttu fæðingunni, þá tók rembingurinn fimm
klukku tíma. Það eru nú ekki margir hér heima
sem hefðu beðið svona lengi. Í þessari fæðingu
var konan með nánast búna útvíkkun þegar
hún kom upp á klíník.
Konan kom á klíníkina seint um kvöld og ég,
Diane, Christine og ljósmóðurneminn tókum
á móti henni. Diane vill ekki kalla þetta fæðingar-
heimili því þá þarf meiri leyfi. Á klíníkinni er rekin
mæðravernd tvo daga í viku og svo eru til dæmis
gerðar ómskoðanir af ómskoðunartæknum sem
eru mjög færir og hafa lengi unnið með læknum.
Það var lítið að gerast og rembingur hafði verið
í rúma í tvo tíma. Konan var búin að vera í góðan
tíma í baðinu, en það eru mjög skemmtileg bað-
ker á fæðingarstofunum. Þegar hér var komið
sögu fór Christine aðeins frá og Diane ákvað að
skreppa út í bíl að ná í rebozo sjalið. Þá ákvað
konan að prófa stellingu sem henni var ráðlögð
í baðinu og pabbinn kom hlaupandi og sagði
að konan sín haldi að barnið sé að koma. Þá fór
neminn inn til hennar og ég fylgdi henni. Ég hafði
ekki hitt þetta par en þar sem neminn hafði ekki
verið lengi í verknáminu, og var óreynd, fór ég
með. Fæðingunni lauk með því að barnið fæddist
bara í baðinu og ég lét nemann grípa barnið, hún
var í betri stöðu og mér fannst þetta ekki vera
mitt. Hún greip barnið og fékk sína fyrstu fæðingu
hjá Diane. Þetta var mjög gaman og var líka sigur
fyrir konuna. Fyrri börnin höfðu verið stór, um 20
merkur, þetta var mun nettara.
Kristbjörg segir að á sínum tíma hafi hún ákveðið
að fara ekki í meistarnám, en fyrir hana er það sann
kölluð endur eða framhaldsmenntun að fara út og
læra hjá ljósmóður eins og Diane.
Ég fer út til að læra af lærimeistaraljósmóður
sem hefur verið með yfir 200 nema sem fá síðan
sín fag legu starfsréttindi. Hún er með 10 þúsund
fæðingar og klíníkin hennar er eiginlega jafnstór
fæðingar staður og Akranes.
Ég get unnið í Pennsylvaníu með mína menntun
og íslenskt leyfi á meðan ég vinn með Diane,
en ef ég vil formlega taka að mér nema, þarf ég
amerískt ljósmóðurleyfi og ég er að sækja um
það í Washington fylki. Grunnviðmiðin þar eru
svipuð og í Evrópustaðlinum.
Kristbjörg segir að starfsvettvangur Diane sé á breiðu
sviði innan heilsugæslunnar. Diane veitir alhliða kyn
heilbrigðisþjónustu og sinnir konum bæði fyrir og
Úr dagbók Kristbjargar.
eftir meðgöngu. Hún sinnir til dæmis konum sem
eru að missa fóstur og lenda í mikilli blæðingu. Diane
veitir líka ráðgjöf til að koma í veg fyrir fóstur lát og
hefur sérþekkingu í að mæla hormón eins og pró
gesteron og HCG. Hún vinnur með læknum og
lyfja fræðingum, gerir blöndur og gefur hormóna lyf.
Þá er hún með fæðingar fræðslu nám skeið og almennt
með nákvæma og mjög góða fræðslu í sam hengi við
bakgrunn, samfélag og menningu Amish fólksins
sem fróðlegt sé að læra um. Í heima þjónustu í sængur
legu er yfirleitt farið á þriðja degi eftir fæðinguna.
Það er löng vitjun og þá er meðal annars tekið PKU,
heyrnar mælt og veitt mikil fræðsla. Konurnar geta
komið í eftirskoðun, fyrst eftir tvær vikur og svo aftur
eftir sex vikur. Þá hjálpar Diane konunum í tengslum
við að takmarka barn eignir til dæmis með því að
kenna þeim að fylgjast með tíða hringnum, slíminu
í leg hálsinum og hún mátar og mælir líka fyrir hettu.
Diane tekur á móti hjá konum með sögu um fyrri
keisara og hjá konum sem eru með börn í sitjanda
stöðu. Það gera ekki allar ljósmæður á þessum slóðum.
Diane er með mikla sérþekkingu á sitjandafæðingum
og hefur tekið á móti yfir 600 börnum í sitjandi stöðu.
Konur koma langt að til að þiggja hennar ljósmóður
þjónustu. Hún mælir með að frumbyrjur séu með
doulu, auk þess sem hún vill að konurnar fari á
fæðingar fræðslu námskeið hjá sér.
Þá geta margar fæðingarsögur komið upp í sam
tölum í mæðraverndinni og sumar konurnar lýsa
erfiðri reynslu. Amish konurnar hafa ekki bak land
í heil brigðis kerfinu og ef þarf að flytja þær á sjúkra
hús þurfa þær að borga sjálfar þar sem þær eru
ekki tryggðar. Þó er lægra gjald fyrir Amish fólk
og mennoníta.
Ég var hjá einni konu sem missti fóstur 10-12
vikur og það blæddi mikið og hún þurfti flutning.
Amish fólkið keyrir ekki sjálft bíl og er með
á kveðin síma númer sem það hringir í til að fá
akstur. Þetta fólk er ekki með síma og verður
að hringja í síma klefum og það er mislangt að
komast í þá. En það er hægt að flýta fyrir og fara
á sér stöku hlaupa hjóli, eins og pabbinn í þessari
sögu gerði. Konan var svo í aftursætinu og bíl-
stjórinn var með síma til að hringja í okkur ef
blæðingin yrði meiri. Við hringdum svo á undan
þeim svo þau fengju þjónustu strax þegar þau
kæmu á spítalann.
Margar Amish konur mæta seint og sjaldan í
mæðra vernd. Ég hitti eina sem var rúmar 30
vikur þegar hún kom í fyrstu skoðun og átti von
á níunda eða tíunda barni. Það voru vand ræði
í hennar hjóna bandi. Hún hafði ekki verið hjá
Diane í fyrri meðgöngum. Hún var líka fyrri
Fæðingarstofa og fæðingarlaug úr klíník Diane.
Kristbjörg ásamt ljósmóðurnemum í Lancaster.
keisari vegna sitjandastöðu. Við vorum í áfalli ég
og neminn að heyra hennar sögu um heimilis-
ofbeldi en það var ekki á planinu að eignast þetta
barn. Hjá Amish fólkinu er skilnaður ekki í boði.
Hjón eru áfram gift og þannig er það bara.
Kristbjörg talar mikið um æðruleysið og þetta sterka
samband við Guð sem hún finnur hjá konunum sem
fæða næstum allar heima. Hún telur ástæðuna fyrir
því að konurnar kvarta ekki vera að þær bara viti hvað