Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 86

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 86
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 8786 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 viðtal Sofa Borða Elska Viðtal við Hafdísi Guðnadóttur, ljósmóður höfundur anna guðný hallgrímsdóttir Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir útskrifaðist árið 2016, þá yngsta ljós móðir landsins. Frá útskrift hefur hún starfað á Land spítalanum, á fæðingarvaktinni og deild meðgönguverndar, fóstur greiningar og bráða­ þjónustu kvennadeildarinnar, á Heil brigðis stofnun Suðurnesja, en í tvö ár sinnti hún einnig með göngu­ vernd á Heilsugæslunni í Lágmúla ásamt því að sinna heima þjónustu. Hafdís er gift og á tvö börn fædd 2018 og 2020. Hennar helstu áhugamál fyrir utan það sem tengist starfinu eru útivera, hreyfing, köld böð og samvera með fjölskyldu og vinum. Nýlega flutti fjölskyldan á Selfoss og nú starfar Hafdís á fæðingar­ deildinni á Selfossi ásamt því að sinna nýstofnuðu fyrirtæki sínu Sofa borða elska. Veg ferðin hófst á því að Hafdís stofnaði síðu á insta gram til þess að ná til foreldra og svo vef síðuna sofabordaelska.is þar sem hægt er að nálgast ýmsan fróð leik og kaupa netnám­ skeið um svefn barna. Hafdís hefur verið tals vert í sviðsljósinu undanfarið vegna tilkomu Sofa borða elska en við í rit nefnd Ljósmæðrablaðsins vorum einnig for vitnar um þetta frábæra framtak hennar Hafdísar og óskuðum eftir viðtali við hana. Hvernig kom það til að þú fékkst áhuga á svefni ungbarna? Þetta kom þannig til að ég var í fæðingarorlofi með yngra barnið mitt, sem svaf mjög illa. Þegar hann var fjögurra mánaða hafði hann ekki sofið lengur en tvær klst. í einu yfir nóttina nema í fáum undantekningartilfellum. Ég sem ætlaði að taka svefninn föstum tökum í þetta sinn þar sem eldri stelpan mín svaf ekkert frábærlega heldur, eða var að vakna oft yfir nóttina langt fram eftir aldri. Ég fann að ég hafði ekki þá þekkingu sem ég þurfti til að geta hjálpað honum að sofa betur og mig þyrsti í upplýsingar um hvað ég gæti gert, ég gat ekki mikið meira af þessu, svefn- leysið var farið að hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan. Það var ekki úr miklu að moða þegar ég fór að leita að þessum upplýsingum á netinu, það er jú yfir leitt fyrsta stopp þegar mann vantar upp lýsingar. Ég vissi að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf á Barna- spítalanum og mig langaði líka ótrúlega að finna út úr þessu sjálf og öðlast þá þekkingu sem til þurfti til að hjálpa honum að sofa vel til frambúðar. En það sem ég fann á netinu var allt erlent efni og ég sá að það var greinilega ágætis framboð af erlendum svefn ráðgjöfum en hér á Íslandi er mikill skortur og löng bið eftir þjónustu, enda er svefn lyfja notkun hjá ungbörnum í hæstu hæðum hér á landi. Ég var komin á það stig að ég vildi vita allt um svefn barna, vildi þekkja allar nálganir á þetta mál efni, hvað væri best fyrir barnið mitt og geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig ég ætlaði að hjálpa honum að sofa betur. Þá kviknaði á peru í hausnum á mér að læra þetta frá A-Ö og deila svo þessum upplýsingum á þægilegan og aðgengilegan hátt með öðrum foreldrum í sömu sporum. Svo að þeir geti hjálpað sínu barninu að sofa betur, um leið og þeir finna þörfina, ekki mörgum svefnlausum mánuðum síðar. Eftir góða umhugsun fannst mér besta leiðin til að koma þessum upp lýsingum frá mér að búa til netnám- skeið sem foreldrar geta keypt sér aðgang að og fengið strax þær upplýsingar sem þeir þurfa og nokkra möguleika á nálgunum til að velja úr eftir því hvað hentar þeim og þeirra barni. Hugmyndin er líka að veita upplýsingar fyrir verðandi foreldra og foreldra ungra barna sem vilja fræðast um heilbrigðar svefnvenjur og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að barnið þrói með sér svefn - vanda og koma barninu í góða rútínu, þegar það hefur orðið þroskann til að falla í rútínu. Það er eitt- hvað sem ég hefði viljað hafa aðgang að þegar ég var með börnin mín lítil. Þannig að nám skeiðin eru hugsuð fyrir alla foreldra sem vilja fræðast um svefn barnsins síns og leggja grunninn að góðum svefni til frambúðar. Hvaða menntun hefur þú bætt við þig varðandi svefn ungbarna? Hvernig var náminu háttað? Ég fór í gegnum prógram hjá Baby Sleep Con­ sul tant Training sem veitti mér faggildingu sem svefn ráðgjafi ungbarna og barna. Þetta tók mig 9 mánuði og námið samanstóð af lestri bóka og greina, fyrirlestrum, verkefnavinnu og vinnu með sjálfboðaliðum sem ég hjálpaði að sofa betur og verk efnum tengdum þeim. Ég var með leið bein anda allan tímann sem ég gat spurt spurninga og hún studdi mig í gegnum vinnuna með sjálfboðaliðunum. Þetta var mun umfangs- meira en ég hafði nokkurn tímann getað ímyndað mér, en ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa klárað þetta. Hvar og hvenær fékkst þú hugmyndina að því að stofna Sofa borða elska? Hvenær var svo fyrirtækið stofnað? Ég fékk hugmyndina bara á stofugólfinu heima þegar ég var að gera æfingu til þess að reyna að gera þessa svakalegu þreytu sem ég var að upplifa aðeins skárri. Það var í desember 2020. Fyrirtækið var svo stofnað í janúar 2022 þegar námskeiðin komu út. Starfar þú ein eða ertu með teymi með þér? Ég starfa ein en hef þó fengið aðra sérfræðinga til að vinna hin ýmsu verk fyrir mig, eins og til dæmis að setja upp heimasíðuna, taka upp mynd- böndin fyrir námskeiðin og fleira í þeim dúr. Hvernig gengur svefnráðgjöfin? Seljast netnám­ skeiðin vel? Já, þetta hefur gengið vonum framar og nám- skeiðin seljast mjög vel. Foreldrar virðast vera mjög ánægðir með námskeiðin og árangurs- sögurnar eru ófáar, þar sem börn sem höfðu jafnvel aldrei sofið vel eru farin að sofa mjög vel. Í hverju felast námskeiðin? Námskeiðin eru í formi myndbanda af mér að tala, PowerPoint fyrirlestra og texta. Ég fer yfir það hvernig börn sofa, svo að foreldrar skilji aðeins lífeðlisfræðina og geti nýtt sér hana þegar þeir hjálpa barninu að sofa betur. Ég fer yfir heilbrigðar svefnvenjur, sem er grunnurinn að góðum svefni, ég tala um svefntengingar og hvernig þær hafa áhrif á svefninn, tala um dag rútínuna, nætursvefn og næturgjafir. Ég gef einnig upp mismunandi aðferðir sem hægt er að nota til að hjálpa barninu að læra að sofna á eigin vegum en foreldrar velja aðferð út frá skapgerð barnsins og uppeldisstíl. Að lokum tek ég þetta allt saman og foreldrar búa til sérsniðið plan fyrir barnið sitt. Hvernig finnst þér að vera svona mikið fyrir framan myndavélina með ráðgjöf til dæmis á instagram? Mér finnst það bara skemmtilegt og gefandi. Það tók smá tíma að venjast því, ég var alls ekki vön því að vera mikið fyrir framan myndavélar, en eins og með annað þá bara þjálfast maður með tímanum. Hvernig sérðu fyrir þér framtíð Sofa borða elska? Viltu færa út starfsemina á einhvern hátt? Hverjir eru draumar þínir? Ég er stöðugt að skoða og velta því fyrir mér hvernig ég get breytt og bætt þjónustuna og ég get alveg trúað því að hún muni taka breytingum á einhvern hátt næstu árin. Að þýða námskeiðin yfir á önnur tungumál er eitt hvað sem ég mun skoða næstu árin. Það væri mjög gaman að geta boðið foreldrum á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.