Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 59

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 59
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 5958 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 hvort það standi í sambandi við það, að stjúpbörnin voru meira á heimilinu en hjá Auði. Sam kvæmt því sem fram kemur í viðtölunum náðu þær bæði að sýna stjúp börnum sínum hlýju og aga. Þær virðast því í fljótu bragði hafa náð að tileinka sér að verða leiðandi foreldrar, sem venjulega er talin sú aðferð við uppeldi barna sem mestan árangur ber (Pryor, 2018). Þær sýndu samt sem áður einnig næmni fyrir stöðu sinni og Freyja lýsir því hvernig hún gerir sér grein fyrir takmörkunum sínum við uppeldi stjúp­ barnanna með því að: ætla sér ekki hlutverk sem aðrir eru ekki tilbúnir að upplifa mann í. Aðstæður beindu Auði aftur á móti út í það að verða stjúpbarni sínu eftir látt foreldri, sem hún raunverulega sóttist ekki eftir. Samtalið við Auði lýsti þrá eftir því að hafa getað komið meira að uppeldinu og vanmætti gagn­ vart því að hafa ekki verið í aðstöðu til þess. En þrátt fyrir að reynsla kvennanna af þátttöku eigin manna sinna í barnaumönnun og uppeldi væri ólík og einnig að koma þeirra sjálfra að uppeldi stjúp­ barna, var ýmislegt sem sam einaði þær. Greina mátti nokkur meginþemu í viðtölunum sem eru í samræmi við fræðilegt efni um stjúptengsl í fjölskyldum. „Að vera útundan“ Tilfinningin um að vera útundan er vel þekkt fyrir­ bæri innan stjúpfjölskyldna (Papernow, 2018). Bæði börn og fullorðnir geta fundið fyrir þessari líðan, og hún er mjög algeng meðal stjúp foreldra. Þegar kyn­ foreldrið t.d. þarf að eiga samskipti við hitt foreldri stjúp barnsins, finnst stjúpforeldrinu það oft utan­ gátta og ekki hvað síst verður þessi til finning sterk þegar kynforeldrið snýr ítrekað bakinu við stjúp­ foreldrinu til að sinna þörfum barns síns (Papernow, 2018). Því kemur ekki á óvart að þær konur sem ég ræddi við hefðu reynslu af þessu. Birtingar myndin var hins vegar ólík. Auði fannst hún oft vera sett hjá vegna náins sam bands stjúp barns og maka síns og eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn leið henni einnig eins og hún væri út undan þar sem samband ungbarnsins og föður var svo náið. Svanhildur fann líka fyrir þessari til finningu gagnvart maka og stjúp ­ barni sem gátu gert skemmti lega hluti saman á meðan hún var bundin yfir ung barni. Freyju fannst hún sjálf aftur á móti ekki vera út undan. Hún gerði sér þó grein fyrir að hættan á þessari líðan væri til staðar í fjöl skyldunni og reyndi að gæta þess að stjúp börn hennar upplifðu hana ekki. Skortur á félagslegum stuðningi Allar áttu konurnar sem ég ræddi við það sameigin­ legt að hafa skort stuðning eftir fæðingu. Auður sagði svo frá að hún og maðurinn hennar hafi verið mjög samhent á þessum tíma en lítinn annan stuðning hafi verið að fá. Vanlíðan Auðar eftir fæðingu ágerðist smátt og smátt og hún virðist hafa þróað með sér fæðingar þunglyndi. Hún sagði: ég gat aldrei sofið þegar hún sefur í vagninum, ég svaf allt, allt of lítið og keyri mig svolítið svona út. Segist hún aftur á móti ekki hafa áttað sig á því að hún væri að ganga á sjálfa sig fyrr en einn daginn þegar hún er úti með barnið í göngu túr. Ég er þarna á miðri götu með barnið í vagninum þegar ég stoppa og finn að ég hef ekki orku til að fara upp á næstu strætóstoppistöð til að taka strætó þar, og ég get heldur ekki labbað heim. Þá man ég að ég hugsaði, bíddu, þetta er örugg lega ekki eðlilegt. Því má velta fyrir sér hvort stuðningsleysið sem Auður fann fyrir hafi haft áhrif á líðan hennar, en vel er þekkt að skortur á félagslegum stuðningi er einn af áhættuþáttum með göngu­ og fæðingarþunglyndis (Norhayati, Nik Hazlina, Asrenee og Wan Emilin, 2015; Biaggi, Conroy, Pawlby og Pariante, 2016). Einnig getur sú staðreynd að uppruni hennar er úr stjúp fjöls kyldu átt þátt í þessum skorti á stuðningi. Sigrún Júlíus dóttir o.fl. (2008) sýndu fram á að eftir skilnað foreldra er sjald gæft að föðurfólkið komi í stað móður fólksins þegar móður ættin sýnir lítinn stuðning. Í tilviki Auðar voru erfiðar aðstæður í móður fjöl skyldunni á þessum tíma og gat hún því ekkert leitað til móður sinnar eða annarra í fjöl­ skyldunni. Þó aðstæður í föður fjölskyldu hennar væru aðrar og betri datt henni samt ekki í hug að leita þangað eftir stuðningi, því hún var einfaldlega ekki vön því. Freyja leitaði mikið til vinkvenna sinna eftir stuðningi. Þegar upp var staðið varð stjúpmóðir Freyju samt hennar mesti stuðningsaðili, en hún var ein af fáum aðstandendum hennar sem bjó nálægt henni. Svanhildur leitaði fyrst og fremst til móður sinnar, en þær mæðgur eru mjög nánar. Freyja og Svan hildur gátu aftur á móti lítið deilt álaginu vegna ný burans með maka sínum. Hvorug þessara kvenna lýsti þó líðan eftir fæðingu sem samrýmist ein­ kennum þung lyndis eða kvíða. Þetta er á huga vert í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á að innan stjúp­ fjöls kyldna er stuðningur maka mikilvægur til varnar þung lyndis einkennum (Shapiro og Stewart, 2012). Góð samvinna við móðurfjölskyldu stjúpbarna Allar fjölskyldurnar áttu það sameiginlegt að samvinna við móður fjölskyldu stjúpbarnanna var orðin mjög góð á þeim tíma sem nýju börnin fæddust. Langur tími leið frá því að upp úr fyrri samböndum slitnaði fram að fæðingunum eða 6­7 ár í öllum tilvikum. Auður og Freyja tjáðu sig báðar um sam skipta örðug­ leika í kringum þetta sameiginlega uppeldi í byrjun, en það var á þessum tíma liðin tíð. Þessi hægfara þróun í byrjun hjá öllum stjúpfjölskyldunum sem hér um ræðir er mögulega lykil atriði, en ráðgjafar mæla eindregið með rólegri aðlögun í upphafi myndunar stjúpfjölskyldu til hagsbóta fyrir börn innan hennar (Bonell og Papernow, 2018). Þegar stjúpbörnin komu í umgengi eftir fæðingu syst kinanna var því engin togstreita til staðar. Allar fjölskyldurnar höfðu náð samkomulagi um það hvernig umgengi við stjúp börnin ætti að vera háttað fyrstu dagana og engri kvennanna fannst erfið til ­ hugsun að stjúpbörnin kæmu til þeirra eftir fæðinguna, bara spenna að kynna nýja barnið fyrir þeim. Þessi samhljómur finnst mér áhugaverður þar sem allur gangur getur verið á þessu innan stjúp fjöl­ skyldna. Eða eins og Valgerður Halldórs dóttur lýsir í bók sinni frá 2012, bls. 102­103, þá getur komið upp togsteita milli parsins: Á meðan for eldrið sem á börn úr öðru sambandi vill tryggja að þau upplifi sig ekki útundan í fjölskyldunni vill nýbakað foreldri og stjúp­ foreldri stundum fá tíma með maka sínum og barni án þess að stjúp börnin séu hjá þeim öllum stundum. Góð innsýn í þarfir stjúpbarna og jákvætt viðhorf til þeirra Konurnar áttu það líka sameiginlegt að skilja þarfir stjúpbarna sinna og lýsa þeim á jákvæðan hátt. Allar gerðu konurnar sér grein fyrir mikivægi þess að stjúp ­ börnin og feður þeirra eyddu tíma saman án þeirra, en samvera barna og kynforeldra í ein rúmi er einmitt eitt af því sem hvatt er til (Papernow, 2018). Freyja segist þannig hafa hvatt mann sinn til að gera hluti með eldri sonum sínum eða eins og hún orðar það: þegar að færi gafst þá ýtti maður þeim út með pabba sínum. Maður veit alveg að það skiptir máli. En þetta er ekki alltaf einfalt. Svanhildur tók eftir því eftir fæðingu síns fyrsta barns að stjúpbarnið hafði meiri þörf fyrir að eyða tíma með föður sínum, og var hún jákvæð gagn vart því þar sem hún vissi að það væri nauðsynlegt. Þegar barnið sótti meira í föður sinn upplifði hún þó vissa höfnun. Þá fannst henni hún vera að bregðast stjúpbarninu þar sem hún gat ekki sinnt því líkt og áður. Fyrir Auði var þörf stjúp barnsins og föður þess fyrir sam veru svo aug ljós að hún fórnaði sínum eigin þörfum fyrir hana og hélt sig til hliðar sem reyndi mjög á hana. Konurnar áttu það líka sameiginlegt að lýsa stjúp börnum sínum á jákvæðan hátt, þrátt fyrir að hafa upplifað erfiðar til finningar. Auður lýsti stjúp­ barni sínu sem ljúfu barni sem tók systur sinni vel. Freyja lýsir stjúpbörnum sínum einnig sem mjög hjálp sömum í kringum fæðinguna og Svanhildur lýsir stjúp barni sínu sem skilningsríku og barngóðu. Þetta er ekki sjálfsagt þar sem til er í dæminu að hegðun stjúpbarna sé túlkuð á neikvæðan hátt og þau jafn vel gerð að blórabögglum þegar parinu tekst ekki að leysa sín mál á uppbyggilegan máta (Val gerður Halldórs dóttir, 2018). En ef til vill er þetta til marks um það að aðlögun allra þessarra stjúp fjöl skyldna hafi þrátt fyrir nokkra erfiðleika tekist vel. Umræður Í ljósi þess að foreldri og barn af fyrra sambandi eiga sér lengri sögu en makasambandið má gera sér í hugar lund margt sem getur skapað togstreitu á heimili pars með nýfætt barn og annað eldra barn sem þau eiga ekki saman. Eru t.d. allir sammála um það hvenær eldra barnið telst vera með læti? Telur faðir ef til vill son sinn bara vera eðlilega hávaða­ saman vegna spennu yfir litlu systkini á meðan stjúp­ móðir sem þráir hvíld á erfitt með hávaðann? Gott er að hafa í huga að stjúpbörn hafa ekki sjálf valið að hafa stjúpforeldrið í lífi sínu, heldur er það val hinna full orðnu. Börn geta því komið með óöryggi og neikvæðni inn í það samband (Pryor, 2014). Aldur stjúpbarnsins getur skipt máli fyrir myndun tengsla. Ung börn krefjast umönnunar af hálfu stjúp ­ foreldris sem getur ýtt undir tengslin, auk þess sem lítil börn eru opnari fyrir nánu sambandi við nýja aðila. Með eldri börn getur þetta verið flóknara, ung ­ lingar krefjast meira sjálfstæðis og eru ólík legri til að samþykkja afskipti nýrra full orðinna af lífi sínu (Pryor, 2014). Ljósmæður skyldu því ekki ætla sem svo að minna álag sé í stjúpfjölskyldum með nýbura af því að eldri börnin séu orðin svo stór. Stjúpmóðurhlutverk Auðar þar sem umgengi við stjúp barn takmarkaðist við helgarheimsóknir var líka langt frá því að vera álagsminna en hinna stjúp mæðranna þar sem stjúp börnin voru mikið á heimilinu. Þvert á móti átti hún við van líðan að stríða eftir fæðinguna, upplifði litla tengslamyndun við stjúp barnið og jafnvel við sitt eigið barn og fannst hún frekar vera í öðru sæti þegar kom að at­ hygli eiginmannsins. Hún lýsti vald leysi á heimilinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.