Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 57

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 57
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 5756 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 fræðslugrein Þegar stjúpmóðir verður móðir höfundur erla rún sigurjónsdóttir Inngangur Velferð kvenna og fjölskyldna þeirra eftir fæðingu er okkur ljós mæðrum mikið keppikefli. Allar reynum við eftir bestu getu að tryggja vellíðan kvenna og valdefla þær í gegnum barn eignar ferlið. Margvíslegir þættir hafa áhrif á það hvernig best er að nálgast konur og flestar ljósmæður kunna lista vel að sníða fræðslu og umönnun að þörfum hverrar og einnar. Engin okkar vill lenda í því að særa óafvitandi til­ finningar konu í sinni um sjá, en hvað gerist þegar fræðsla og ráðgjöf okkar tekur ekki mið af fjölskyldu ­ aðstæðum hennar? Er hætta á að við ölum óvart á streitu í stað þess að draga úr henni? Höfundur sótti sótti nýverið námskeiðið Stjúp­ tengsl – endur gerð fjölskyldusamskipta fyrir fagfólk og vaknaði þá sú spurning hvort ljósmæður almennt væru meðvitaðar um þau áhrif sem mismunandi fjölskyldugerð getur haft á líðan kvenna fyrir og eftir fæðingu. Skiptir það til dæmis máli fyrir okkar starf hvort frumbyrja er í sambúð með manni sem á barn fyrir? Getur það skapað kvíða að barnið fæðist mögulega í „pabba vikunni“? Eða hefur það áhrif á líðan konu að hennar eigin foreldar hafi skilið að skiptum? Á námskeiðinu ákvað ég að líta nánar á þarfir stjúp mæðra sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Tekin voru þrjú við töl, ásamt því að skoða nýlegar rann­ sóknir á sviðinu til að varpa skýrara ljósi á um fjöllunar ­ efnið og sjá hvernig betur megi þjónusta þær. Fjölmargir foreldrar eiga börn úr fyrri sam­ böndum þegar stofnað er til nýrra, hvort sem þau voru getin innan hjóna bands eða utan. Á Íslandi eignast pör gjarnan börn og gifta sig síðar, en árið 2020 voru 71% barna hér á landi fædd utan hjóna­ bands (Hagstofa Íslands, e.d. b). Í yfirliti sem finna má í rann sókn Sigrúnar Júlíus dóttur, Jóhönnu Rósu Arnar dóttur og Guðlaugar Magnúsdóttur (2008) sem unnið er upp í gögnum frá Hagstofunni á ára­ bilinu 1991 til 2006, má einnig sjá að sá fjöldi barna sem upplifir sambúðarslit foreldra í óvígðri sambúð er sam bærilegur við þann fjölda barna sem eiga for eldra sem fá lögskilnað hér á landi. Af þessu má vera ljóst að stór hluti skjól stæðinga ljósmæðra býr í stjúpfjölskyldu. Einnig er ljóst að margir foreldrar sem eignast börn í dag eiga sjálfir fráskilda foreldra. Skilnaðatíðni á Íslandi í dag er svipuð og fyrir 30 árum síðan, en árið 1992 var hún 39% (Hagstofa Íslands, e.d. a). Því er ljóst að margir foreldrar sem eignast börn í dag eiga sjálfir fráskilda foreldra. Þrátt fyrir að stjúptengsl séu algeng er ekki hægt að ganga að því vísu að samfélagið taki tillit til þeirra. Þvert á móti má segja að stjúpblinda einkenni sam­ félagið. Hugtakið „stjúp fjöl skylda“ hefur til dæmis ekki verið að finna í Íslenskri orða bók, né á vef Al­ þingis eða Hagstofunnar (Valgerður Halldórs dóttir, 2012). „Stjúpblinda felur það í sér í að leiða hjá sér eða koma ekki auga á stjúptengsl, til dæmis með því að greina ekki upplýsingar eftir fjöls­ kyldugerð eða taka ekki tillit til ólíkra þarfa stjúp­ fjölskyldna.“ valgerður halldórsdóttir, 2012, bls. 22 Stjúpfjölskyldur eru margskonar, en þær eiga það sam eigin legt að, ein tengsl að minnsta kosti þ.e. á milli foreldris og barns voru til staðar áður en sam­ band fullorðnu einstaklinganna varð til (Papernow, 2018). Þessi djúpu tengsl foreldris og barns, frekar en samkomulag hinna fullorðu, hafa áhrif á hvernig litið er á ýmsa þætti í daglegu lífi, bæði stóra og smáa. Þæginda hringurinn á heimilinu hefur þannig getað mótast af tengslum foreldris og barns. Allt frá því hvað þykir eðlilegt að greiða fyrir par af strigaskóm, til þess hvað þykir hávaðasamt, ósnyrtilegt eða fyndið (Papernow, 2018). Reynsla stjúpmæðra sem sjálfar eru að eignast sitt fyrsta barn Konurnar sem ég talaði við kalla ég Auði, Freyju og Svanhildi. Í öllum tilvikum eru liðin nokkur ár frá því að þær eignuðust sín fyrstu börn. Auður á nú full orðið stjúpbarn og tvo stálpaða unglinga með manni sínum. Freyja á uppkomin stjúpbörn, son á grunn skóla aldri og tvö börn á leikskóla. Svanhildur á stjúp barn á unglingsaldri og tvö börn á leikskólaaldri. Þessar konur eru svo sannarlega ekki einar um það að til heyra stjúpfjölskyldum. Hér á landi endar stór hluti hjóna banda með skilnaði en samkvæmt vef Hagstofu Íslands var skilnaða hlutfall hér á landi 40% árið 2020. Vissulega á stór hluti þessara skilnaða sér stað eftir að fólk hefur lokið barneignum, en þess má þó geta að af þeim konum sem fengu lögskilnað árið 2020 voru 42,6% undir 40 ára aldri og því enn á frjósemisskeiði (Hagstofa Íslands, e.d. a). Viðtölin sem ég tók gefa ekki neina heildarsýn á líðan þess hóps kvenna sem eignast sín fyrstu börn inn í stjúp fjöl skyldu, en áhugavert var að sjá hvaða reynslu þessar konur áttu sameigin lega og hvað greindi þær að. Heilbrigðiskerfið virðist því miður ekki vera laust við stjúp blindu, en Freyju fannst ekki vera gert ráð fyrir hennar fjöl skyldu formi innan mæðraverndar. Henni þótti að sárt að stjúp börn hennar væru ekki tekin með þegar hún var spurð um fyrri barn eignir. Eins og hún orðaði það um fyrstu mæðra skoðunina: þá telur maður upp börnin sín, en ég náttúrulega hef ekki fætt þau þannig að þau skipta ekki máli. Það er ekki hægt að alhæfa um almenna líðan stjúp mæðra sem eru að eiga sín fyrstu börn út frá mínum viðtölum, en áhuga vert var að sjá hvaða reynslu þessar konur áttu sam eigin lega og hvað greindi þær að. Talað hefur verið um að stjúp foreldri sem eignast sitt fyrsta barn geti upplifað ákveðna sorg yfir því að deila ekki þeirri reynslu með maka sínum að verða samtímis foreldrar í fyrsta sinn (Valgerður Halldórsdóttir, 2012). Í tilviki Auðar var það svo. Hún leit svo á að maðurinn hennar væri öruggari í foreldrahlutverkinu en hún og kynni hlutina betur. Hún orðar þetta meðal annars svona: Honum fannst allt svo auðvelt í kringum barnið og mér leið eins og dóttur okkar liði best með honum, þú veist, hún brosir fyrst til hans. Hvorki Freyja né Svanhildur fundu fyrir þessu. Þeirra eigin menn voru báðir mikið fjarverandi eftir fæðinguna og þær þurftu frekar að takast á við um­ önnunarbyrðina á eigin spýtur og stjúpbörnin urðu hluti af henni. Freyja var undir miklu álagi, sjálf í fullu námi í fæðingarorlofinu og með mjög marga bolta á lofti. Hún tók fjarveru eiginmannsins með jafnaðar geði þrátt fyrir þreytu og hugsaði sem svo að á mann mörgu heimili þyrfti að afla tekna. Svan­ hildur saknaði stuðnings maka síns en var ekki viss um að fjar vera hans tengdist því að hann hefði upp­ lifað það áður að verða faðir, hann væri bara þannig gerður að hann þyrfti að hafa í mörg horn að líta. Tilfinningar kvennanna gagnvart stjúpbörnum sínum voru ekki í öllum tilvikum sambærilegar og tækifæri þeirra til að taka þátt í uppeldi þeirra ekki þau sömu. Þegar Auður varð móðir átti hún í vand­ ræðum með tilfinningar sínar gagnvart stjúp móður­ hlutverkinu. Framan af var hún með samviskubit yfir því að elska ekki stjúpbarnið skilyrðislaust en lærði síðar að það væri óraunhæft. Freyja og Svanhildur gerðu aftur á móti aldrei þær kröfur til sín. Þær áttu það líka sameiginlegt að stjúp börnin voru meira inni á heimilinu en hjá Auði eða nánast alveg til helminga og hjá annarri rúmlega það, á meðan Auður og hennar maki fengu barnið til sín aðra hverja helgi. Auður tók fljótt þá ákvörðun eða vera vinur en ekki upp a landi. Samkvæmt þeirri þekkingu sem fyrir liggur virðist sú ákvörðun hennar ekki hafa verið röng, en áhersla á hlýju og stuðning stjúpforeldra frekar en aga virðist virka betur, a.mk. á fyrstu stigum stjúp fjölskyldu (Pryor, 2014; Papernow, 2018). En Auður upplifði sig afskipta. Maki hennar tók allar megin ákvarðanir á heimilinu varðandi stjúpbarnið og helgaði tíma sinn algjörlega barninu þegar það var til staðar. Af því leiddi að Auði fannst hún ekki vera fylli lega húsráðandi á sínu eigin heimili þegar hans barn var hjá þeim. Fannst henni hún ekki geta eldað þann mat sem hún vildi eða gert það sem hún vildi. Auk þess náði hún nánast aldrei að vera ein með barninu og tengjast því, en mælt er með því að öll undir kerfi innan stjúp fjölskyldna fái sína athygli, þar sem það styrkir fjölskylduna sem heild (Papernow, 2018). Freyju og Svanhildi leið ekki svona, þær voru í upp eldis hlutverki gagnvart stjúpbörnum sínum og hús mæður á sínu heimili. Það má velta því fyrir sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.