Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 21
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið
1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 2120 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022
almennt efni
Því hvað er ljósmóðurinni
dýrmætara en góð þekking?
Þuríður Bárðardóttir ljósmóðir, fyrsti formaður
Ljós mæðrafélags Íslands og jafnframt fyrsti rit
stjóri Ljósmæðrablaðsins.
höfundur steinunn h. blöndal
Þuríður Bárðardóttir fæddist 14. ágúst árið 1877 að
Raufarfelli undir Eyjafjöllum þar sem hún ólst upp.
Árið 1902 hélt hún utan til Kaupmannahafnar og
lærði þar meðal annars kjólasaum og aðrar verk legar
greinar, en tók svo þá ákvörðun að fara í ljós mæðra
nám þar ytra árið 1904 í ljósmæðraskólanum danska.
Þuríður útskrifaðist ári síðar í Kaupmannahöfn og
varð lögskipuð ljósmóðir í Reykjavík það sama ár,
1. október 1905. Fyrir þann tíma var Þórunn Á.
Björns dóttir, eina lögskipaða ljósmóðirin í Reykja
vík, en ásamt Þuríði var skipuð þriðja ljós móðir
Reykja víkur umdæmis, Þórdís Carlquist. Þessar
þrjár ljós mæður fylgdust svo að og skipuðu fyrstu
stjórn Ljós mæðra félags Íslands og fyrstu ritstjórn
Ljósmæðrablaðsins.
Á þessum árum var það hluti af starfsviði lög
skipaðrar ljósmóður að taka að sér ljósmóðurnema
sem fylgdu viðkomandi ljósmóður allan náms tímann
og voru viðstaddar fæðingar og hjúkrun sængur
kvenna, allt þar til fæðingardeild Land spítalans tók
til starfa seint á árinu 1930. Fyrir því hafði Þórunn
Á. Björnsdóttir barist í góðri sam vinnu við Guðmund
Björnsson landlækni upp úr alda mótum 1900, að
nemarnir fengju betri verklega kennslu.
Þuríður var, rétt eins og Þórunn, mjög áhuga
söm um bætt nám ljósmæðra og endurmenntun
stéttarinnar. Henni var og umhugað um lengingu
á kennslu ljósmóðurnámsins allan sinn starfsferil.
Á tímabili var Ljósmæðraskólinn staðsettur í húsi
hennar að Tjarnargötu 16 í Reykjavík, eða þar til
fæðingar deild Landspítalans opnaði árið 1930. Ljós
mæðrafélagið, undir hennar stjórn, beitti sér fyrir
því þegar fæðingardeildin á Landspítalanum opnaði
að ljós mæðranemum væri ætluð „rúm til bú staða í
Landspítalanum og hafa þær þannig miklu betri að
stöðu til þess að fylgjast með og sjá alt, sem fram fer á
fæðingardeildinni. Með þessu fyrirkomulagi hafa þær
Þuríður Bárðardóttir, ljósmynd eftir Pétur Brynjólfsson.
fyllri not af skólaveru sinni en ef þær hefðu átt að búa
einhvers staðar út í bæ, eins og upp hafl ega var í ráði.“
(Ljósmæðrablaðið, 1934, s.41). Þuríður var kennari
við Ljósmæðraskóla Reykjavíkur frá árunum 1905
1931 og prófdómari eftir að Ljós mæðra skóli Íslands
fluttist á Landspítalann árin 19311943 og síðar
195053.
Þuríður hafði forgöngu um stofnun Ljósmæðra
félagsins og var formaður félagsins frá stofnun til
ársins 1946 þegar hún sjálf óskaði eftir að hætta.
Í 6. tölublaði Ljósmæðrablaðsins frá árinu 1930 er
25 ára starfsafmæli Þuríðar gerð skil:
Tuttugu og fimm ára starfssaga, þegar um
ljós móðurstarf er að ræða, getur aldrei smásaga
talist. Hvað þá þegar unnið hefur verið í einu
stærsta umdæmi landsins, og það með þeim
dugnaði sem einkennir frk. Þuríði. Hefir hún
ætíð verið jafn hiklaus í heimanbúnaði fátækra
og ríka. (s.62).
Þar eru henni þökkuð brennandi áhugi og bar
átta fyrir breyttum og bættum kjörum ljósmæðra
stéttarinnar og því bætt við „að hún hafi alloft staðið
eins síns liðs í þeirri baráttu, og mætt þar allri þeirri
andúð og að kasti sem rétt hefir verið að ljósmæðra
stéttinni í heild.“ (s.63).
Í ljósmæðraþönkum í fyrsta tölublaði
Ljósmæðrablaðsins árið 1932 lýsir Þuríður landslagi
í fæðingar hjálp sem hún óttast, en fæðingardeild
Land spítalans hafði opnað rúmu ári áður:
Það hefur mjög færst í móð hér á landi, einkum
í Reykja vík, að hafa lækni við allar fæðingar,
þótt ekkert sé að, og ljósmóðir við, með bestu
menntun sem völ hefur verið á. Að voru áliti
er þetta óþarfi og ósiður. Fólk hugsar ekki út í,
að það er ein af höfuðskyldum ljósmæðranna að
sækja alltaf lækni, sé þess nokkur kostur, þegar
eitthvað ber út af, enda mun það síst gleymast
þeim, svo að fólkið getur þess vegna verið alveg
rólegt. (Ljósmæðrablaðið, 1932, s.2).
Máli sínu til stuðnings grípur Þuríður til
gagn reyndrar þekkingar. Til að sýna „að þetta sé
ekki tómt grobb og órökstutt traust á ljósmæðrum“
(Ljósmæðrablaðið, 1932, s.3) bendir hún á útgefnar
skýrslur um dánartölur ungbarna og mæðradauða.
Hér á landi séu þær tölur með lægsta móti í
alþjóðlegu sam hengi, eftir að menntun ljósmæðra
varð ásættan leg. Það séu ljósmæður sem hafi
borið ábyrgð á fæðingar hjálp hérlendis með
góðri samvinnu við lækna. Þá vitnar hún í grein í
Læknablaðinu frá árinu 1930 þar sem sagt er frá
fæðingarhjálp í breska heimsveldinu og þar komi í
ljós „að enn stafar sængurkonum meiri hætta af læknum
en ljósmæðrum.“ (Ljósmæðrablaðið, 1932, s.3). Til
dæmis séu það læknar í Ástralíu sem beri ábyrgð á
90% allra fæðinga og að þar sé mæðradauði
með mesta móti í breska heimsveldinu, 5,6%. Þuríður
bendir á að samanburðurinn sé þó ekki sann gjarn
að öllu leyti, þar sem læknirinn fái oft erfiðustu verk
efnin, en heldur áfram:
Mikil hjálp er oft hættuleg, en læknum hættir
meira til en ljós mæðrum, að hefjast handa, í stað
þess að láta tímann og náttúruna ráða. Með
fram er sökin hjá mæðrunum og þeirra nánustu.
Læknirinn er eggjaður til framgöngu og í allra
þágu er að flýta úrslitum og mikil laun í boði.
(Ljósmæðrablaðið, 1932, s.4).
25 ára starfsafmæli Þuríðar, Ljósmæðrablaðið, 12(6), 61.
Auglýsing úr Morgunblaðinu.